Námskeið: Ég er með hugmynd, hvað nú? – júní 2012

Þetta námskeið er fyrir alla þá sem eru með hugmynd sem þeir vilja láta verða að veruleika en vita ekki hvernig eigi að fara af stað. Allir þeir sem koma að námskeiðinu hafa sjálfir farið í gegnum ferilinn að breyta hugmynd í rekstur.

Námskeiðið er 4 klukkustundir að lengd og verður haldið laugardaginn 9.júní. Í framhaldi býðst þáttakendum að fá hálftíma einka ráðgjafafund með leiðbeinendum námskeiðsins þar sem farið verður yfir öll þau atriði sem þátttakandinn er í vafa með eða vill fara dýpra í.

Haukur Guðjónsson, Búngaló.
Haukur er stofnandi og framkvæmdastjóri Búngaló, sem hefur skapað vettvang fyrir íslenskar fjölskyldur til að leigja út sumarhús sín og skapa sér aukatekjur. 

Haukur hefur starfað mikið við íslenska frumkvöðlaumhverfið og hefur kennt stofnun fyrirtækja við Hugmyndahús Háskólanna og Listaháskóla Íslands. Haukur rekur einnig vefinn Frumkvöðlar.is þar sem hann tekur saman ýmis konar fróðleik fyrir alla þá sem hafa áhuga á að stofna og reka eigið fyrirtæki.

Reynsla af hugmyndaframkvæmd:

 • Búngaló, vefsíða sem sérhæfir sig í útleigu sumarhúsa.
 • Frumkvöðlar.is, samfélag og fræðsla fyrir frumkvöðla.
 • Sprotavíkingar, 3 mán frítt námskeið í stofnun fyrirtækja.
 • Think Big, fjárfestingarráðgjöf í Dubai.
 • EVO, eignarhaldsfélag utan um leigueignir.
 • Hlutabréf.is, íslenskur verðbréfaleikur á netinu.
 • Hressingar, þjónustufyrirtæki fyrir kaffivélar og vatnskæla.
 • Bílar&sport, ritstjóri

Auk þess hefur Haukur starfað við ráðgjöf hjá ýmsum frumkvöðlafyrirtækjum hvað varðar stefnumótun og vegna styrkumsókna.

Þórunn Jónsdóttir, Fafu.
Þórunn starfar hjá frumkvöðlafyrirtækinu FAFU, en fyrirtækið sérhæfir sig í gerð skapandi leikefnis fyrir börn sem aðstoðar þau við að læra í gegnum hlutverkaleik. 

Þórunn hefur mikla reynslu af því hvað þarf til að gera hugmynd að veruleika og þá sérstaklega því sem viðkemur hönnun og framleiðslu vörunnar. Í dag starfar hún með framleiðendum á Indlandi, í Nepal og Bretlandi og hefur reynslu af viðskiptum víða um heim. Hún hefur bæði starfað við ráðgjöf og kennslu innan frumkvöðlaumhverfisins, er formaður Nýsköpunarnefndar hjá Félagi kvenna í atvinnurekstri og ein af upphafskonum Korku, félagsskapar kvenna í nýsköpun.

Reynsla af hugmyndaframkvæmd:

 • FAFU, skapandi leikefni fyrir börn.
 • Empora, auglýsingavörur.
 • Sprotavíkingar, 3 mán frítt námskeið í stofnun fyrirtækja.
 • Think Big, fjárfestingaráðgjöf í Dubai.

Hvar og hvenær?
Námskeiðið verður haldið laugardaginn 9.júní 2012 á skrifstofu Fafu við Ofanleiti 2 á 4. hæð í b-húsi, 103 Reykjavík. Það hefst stundvíslega klukkan 10:00 og varir til klukkan 14:00 í framhaldi af því fara svo ráðgjafarfundirnir fram. Verðið á námskeiðið er kr.16.900- og takmörkuð sæti í boði.

Skráning
Til að skrá sig á viðburðinn þarf að millifæra þátttökugjaldið á eftirfarandi reikning:

kt.540710-0230
Reikn: 135-26-7007

Svo sendið þið tölvupóst á haukur@bungalo.is með kvittun fyrir millifærslu og eftirfarandi upplýsingum:

Fullt Nafn
Tölvupóstur
Símanúmer
Starfstitill
Fyrirtæki eða viðskiptahugmynd