Tilgangur þessa námskeiðs er að aðstoða alla þá sem eru með hugmynd sem þeir vilja breyta í fyrirtæki en vita ekki alveg hvar þeir eiga að byrja. Við munum fara yfir öll grundvallaratriði varðandi stofnun fyrirtækja og tekin verða raunveruleg dæmi úr íslensku viðskiptalífi til að dýpka kennsluna. Reynt verður að hafa námskeiðið eins hagnýtt eins og hægt er svo það nýtist þátttakendum sem best þegar þeir taka sín fyrstu skref í fyrirtækjarekstri.

Markmið

Að loknu námskeiðinu eiga allir þátttakendur að vera með góðan skilning á ferlinum við það að breyta hugmynd í fyrirtæki og búa yfir grunnþekkingu á félagsformum, stofnpappírum, kostnaði, algengum mistökum og sniðugum lausnum sem geta auðveldað þennan feril. Þannig munu þátttakendur vonandi vera með nægar upplýsingar til að geta tekið sitt fyrsta skref í áttina að fyrirtækjarekstri.

Fyrirkomulag

Námskeiðið er kennt á tveimur kvöldstundum alls 6 klukkustundir. Takmarkaður fjöldi sæta er á hvert námskeið eða aðeins 8-12 einstaklingar. Rík áhersla er lögð á umræður og virka þátttöku til að tryggja að efnið nýtist hverjum og einum sem best. Námskeiðið er kennt í Nýsköpunarhúsinu Musterið, Borgartúni 27, 3.hæð, 105 Reykjavik.
Verð: kr.29.900-
Næstu námskeið:

  • 5. og 7. mars klukkan 18:00-21:00. (7 laus sæti)
  • 14. og 16. maí klukkan 18:00-21:00. (12 laus sæti)

Leiðbeinandi

Leiðbeinandi námskeiðsins er Haukur Guðjónsson stofnandi frumkvöðlar.is. Haukur hefur mikla reynslu af stofnun fyrirtækja bæði hér heima og erlendis auk þess sem hann hefur verið virkur fyrirlesari, kennari og mentor síðust 10 árin.

Skráning

Frekari upplýsingar og skráning!