Reynslusögur Íslenskra Frumkvöðla 2011

18. júní næstkomandi verður haldin skemmtilegasti frumkvöðlaviðburður ársins á Grand Hótel þar sem saman koma margir af öflugustu frumkvöðlum landsins til að ræða um það hvernig fyrstu skref þeirra voru í fyrirtækjarekstri, hvað gerðu þeir rétt og hvað fór úrskeiðis hjá þeim. Aldrei áður hefur annar eins hópur íslenskra frumkvöðla samþykkt að deila sögum sínum. Það er von þeirra að slíkar sögur munu veita ykkur innblástur og drifkraft til að fara í gegnum sama ferilinn.

 

Hverjir verða?
Nú þegar hafa eftirfarandi aðilar staðfest komu sína:

Haukur Guðjónsson, Búngaló.
Haukur er stofnandi og framkvæmdastjóri Búngaló, sem hefur skapað vettvang fyrir íslenskar fjölskyldur til að leigja út sumarhús sín og skapa sér auka tekjur. 

Haukur hefur starfað mikið við íslenska frumkvöðlaumhverfið og hefur kennt stofnun fyrirtækja við Hugmyndahús Háskólanna og í Listaháskólanum. Haukur rekur einnig vefinn Frumkvöðlar.is þar sem hann tekur saman ýmiskonar fróðleik fyrir alla þá sem hafa áhuga á að stofna og reka eigið fyrirtæki.

Colin Wright, Exile Lifestyle.
Colin er bandarískur frumkvöðull, rithöfundur og framkvæmdastjóri Ebookling. Hann ferðast ferðast út um allan heim og býr í hverju landi í 4 mánuði í senn.  

Colin skrifar mikið um frumkvöðlastarf, minimalisma og langtíma ferðalög sín á vefnum Exile Lifestyle. Hann hefur haldið fyrirlestra út um allan heim og er t.d. hægt að sjá hann hér á TEDx.

Undanfarna mánuði hefur Colin búið hér á Íslandi og kynnt sér íslenska frumkvöðlaumhverfið.

Hjálmar Gíslason, Datamarket.
Hjálmar Gíslason er stofnandi og framkvæmdastjóri DataMarket, en fyrirtækið sérhæfir sig í söfnun og miðlun tölfræðigagna. 

Hjálmar er óseðjandi áhugamaður um tölvur og tækni. DataMarket er  fjórða fyrirtækið sem hann stofnar á sviði upplýsingatækni. Áður en Hjálmar stofnaði DataMarket árið 2008 starfaði hann sem  forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Símanum auk þess að vinna að þróun símaskrárvefjarins Já.is.

Í gegnum tíðina hefur Hjálmar skrifað fjöldan allan af greinum um tölvur og tækni í Tölvuheim og fleiri blöð, innlend og erlend, auk þess að vera með vikulegt spjall um sama efni bæði í útvarpi og sjónvarpi.

Tóti Stefánsson, Mobilitus.
Tóti Stefánsson er stofnandi Mobilitus sem er fyrirtæki sem sérhæfir sig í veflausnum fyrir farsíma. Í gegnum árin hefur Tóti starfað með mörgum af stærstu fyrirtækjum heims. Fyrirtæki á borð við Intel, Ericsson, Vodafone, Sprint, AT&T o.m.fl. 

Tóti býr yfir gífurlega mikilli reynslu af íslensku frumkvöðlaumhverfi og þekkir hvað þarf til að ná árangri á alþjóðlegum vettvangi af eigin reynslu.

Torfi G. Yngvason, Arctic Adventures.
Torfi er framkvæmdastjóri og einn af stofnendum Arctic Adventures sem er ævintýra og ferðafélag sem er starfrækt víða um land. Meðal þeirra afþreyinga sem þeir bjóða upp á eru gönguferðir, river rafting, hestaferðir, jeppaferðir, köfun, ísklifur, vélsleðaferðir o.m.fl. 

Torfi er mikill útivistarmaður og ævintýraleiðsögumaður, hann hefur einnig gífurlega reynslu af íslenskum ferðaiðnaði.

Elinóra Inga Sigurðardóttir, Royal Natural.
Elinóra hefur hef verið formaður hugvitsmanna og kvenna síðastliðin 13 ár og skipulagt ráðstefnur og sýningar fyrir íslenska og erlenda frumkvöðla. Hún er stofnandi KVENN, félag kvenna í nýsköpun og er einnig stjórnarkona í hinum ýmsu félögum eins og SFH, Samtök frumkvöðla og hugvitsmanna. Undanfarin þrjú ár hefur hún verið með þátt um Frumkvöðla á ÍNN.

Undanfarin 12 ár hefur Elinóra rekið nýsköpunarfyrirtækið Royal Natural sem er byggt á eigin hugmynd. Hugmyndin gekk út á það að taka hráefni sem áður var vannýtt og gera úr því lúxusvöru til útflutnings og auka þannig verðmæti sjávarafla og afla gjaldeyris.

Vilborg Einarsdóttir, Mentor.
Ingi Gauti Ragnarsson, Bland.is.
Stofnandi og eigandi Frontur ehf, sem heldur úti vefnum bland.is þar sem fólk getur spjallað saman, selt vörur og haldið úti heimasíðu fyrir barnið sitt, gæludýrið og sjálfan sig. Einnig rekur Frontur 3 erlendar síður sem einblína á heimasíður fyrir börn. 

Ingi hefur unnið sem forritari síðan 1998, og á því tímabili stofnað 3 fyrirtæki.

 

Hvar og hvenær?
Viðburðurinn verður haldin 18.júní 2011 á Grand Hótel og byrjar klukkan 10:00 og varir til klukkan 17:00 um kvöldið verður svo networking hittingur fyrir þá sem hafa áhuga. Verðið á ráðstefnuna er kr.5.000- og takmörkuð sæti í boði. Hverjum miða fylgir einnig ýmis óvæntur glaðningur sem getur nýst þátttakendum í rekstri sínum.

 

Skráning
Til að skrá sig á viðburðinn þarf að millifæra þáttökugjaldið á eftirfarandi reikning:

kt.540710-0230
Reikn: 135-26-7007

Svo sendið þið tölvupóst á haukur@bungalo.com með kvittun fyrir millifærslu og eftirfarandi upplýsingum:

  • Fullt Nafn
  • Tölvupóstur
  • Símanúmer
  • Starfstitill
  • Fyrirtæki eða viðskiptahugmynd