10704014_10153576323706002_609114480533184479_n

Ég hef mikið verið að velta fyrir mér hvað ég eigi að gera við frumkvöðlar.is þar sem bloggið fer að verða meira takmarkandi fyrir mig eftir því sem ég sjálfur vex og þróast sem frumkvöðull. Í dag eru mínir mestu vaxtamöguleikar erlendis og flest öll mín samskipti eiga sér stað við erlenda aðila út um allan heim. Því meiri tíma sem ég eyði erlendis því meira geri ég mér grein fyrir því hversu mikilvægt það er að hætta að takmarka sig við eitt land og byrja hegða sér sem alþjóðlegur frumkvöðull. Eitt af skrefunum í áttina að því er það að færa meira af samskiptum sínum yfir á ensku og því hef ég ákveðið að minnka skriftir mínar hérna á frumkvöðlar.is og einbeita mér í auknu mæli að því að skrifa á ensku á hinni bloggsíðunni minni VikingEntrepreneur.com.