Atvinnu- og nýsköpunarhelgar

Næstkomandi helgi verður haldin atvinnu- og nýsköpunarhelgi(ANH) á suðurnesjum þetta verður fyrsta skipti á þessu ári sem slíkur viðburður er haldin en hann kemur svo til með að verða haldin víða um land. Aðal markmið ANH er að virkja fólk og styðja við það í að framkvæma. Viðburðurinn er öllum opinn bæði þeim sem eru með viðskiptahugmynd og þeim sem langar til að koma inn í teymi sem nú þegar er með viðskiptahugmynd. Yfir helgina eiga hóparnir að byrja að vinna að frumgerð að ákveðinni vöru eða þjónustu. Á þriðja tug frumkvöðla og aðila með víðtæka reynslu og menntun verða þáttakendum til aðstoðar. Að helginni lokinni geta þátttakendur síðan unnið áfram með vel mótaðar viðskiptahugmyndir og látið þær verða að veruleika.  Verðlaun eru veitt í nokkrum flokkum.

ANH er samstarfsverkefni Innovit nýsköpunar- og frumkvöðlaseturs, sveitarfélaga landsins og Landsbankans.

Varðandi fyrirkomulagið á viðburðinum þá er því lýst svona á vefsíðu ANH (http://www.anh.is):

 1. Þátttakendur halda stutta kynningu á viðskiptahugmynd sem þeir vilja vinna að yfir helgina. Það er í góðu lagi að hugmyndin sé á byrjunarpunkti og kvikni jafnvel á staðnum.
 2. Allir þátttakendur, líka þeir sem kynna viðskiptahugmyndir, eru beðnir um að velja 5-10 hugmyndir sem þeim fannst hljóma best í kynningunni sem var haldin
 3. Kannað er hvaða hugmyndir fengu mestan hljómgrunn og unnið er áfram með þær yfir helgina. Öllum þátttakendum er skipt niður í hópa til að starfa að framgöngu þeirra viðskiptahugmynda sem taldar voru bestar.
 4. Settar eru ítarlegar vörður um hvernig beri að þróa viðskiptahugmyndina yfir helgina og hvaða vörðum hópurinn ætli sér að ná.
 5. Samvinna er lykill helgarinnar.
 6. VINNA ! VINNA ! VINNA!

Ég verð á svæðinu til að leiðbeina en mun jafnframt taka fullan þátt í viðburðinum þar sem ég hef heyrt að það verði oft til ótrúlega öflugir hópar/fyrirtæki á svona viðburðum. Ég mæli með að allir sem hafa einhvern áhuga skrá sig á vefsíðu ANH.


Fafu - skapandi leikföng

 

Fyrirtækið Fafu sérhæfir sig í hönnun og framleiðslu á skapandi leikbúningum fyrir börn. Fafu sem var upphaflega stofnað árið 2009 er rekið af Huldu Hreiðarsdóttur og Þórunni Jónsdóttur. Ég fékk hana Þórunni aðeinst til að setjast niður með mér og segja mér frá Fafu og þeim ferli sem þær þurftu að fara í gegnum til að koma fyrirtækinu á þann stað sem það er í dag.

Fyrir frekari upplýsingar um Fafu getið þið heimsótt vefsíðu þeirra fafutoys.com.

Hérna læt ég svo einnig fylgja með smá kynningar myndband fyrir Fafu leikbúningana.

 

 


Egilsstaðir heimsóttir

Næstkomandi föstudag, 9.september, mun ég heimsækja Egilsstaði þar sem ég mun taka þátt í viðburði sem Þorpið, skapandi samfélag á Austurlandi, er að skipuleggja. Ég eyði þarna stórum hluta af deginum á Egilsstöðum og vildi því reyna nýta tækifærið og kynnast áhugaverðum frumkvöðlum þar í bæ.

Þannig ef þú ert staðsett/ur á Egilsstöðum næsta föstudag og ert til í að hittast yfir kaffibolla og taka gott spjall þá endilega sendu mér tölvupóst á haukur@bungalo.com.

Ég skal svo reyna setja inn frekari upplýsingar hérna um viðburðinn um leið og ég fæ frekari upplýsingar um hann.

 

<< --- UPPFÆRSLA --- >>
Hérna kemur dagskrá viðburðarins:

.


TED fyrirlestrar

Einhver besta uppspretta áhugaverðra fyrirlestra á netinu er TED (www.ted.com). TED er viðburður þar sem margir af mestu hugsuðum okkar tíma koma saman til að deila hugmyndum sínum. Einn af uppáhalds fyrirlestrum mínum á TED er fyrirlestur Ken Robinson um hvernig skólar drepa niður sköpunargáfur nemenda sinna.

Á hverju ári eru haldnir ótal margir sjálfstæðir TED viðburðir sem kallast TEDx og slíkur viðburður var haldin hér á landi 2009 en ég var því miður erlendis á þessum tíma og missti af viðburðinum. Ég var þó að finna nokkrar fyrirlestranna frá þeim viðburði á netinu og vildi deila þeim hérna með ykkur. Hér fyrir neðan eru tveir góðir TEDx fyrirlestrar en restina af Reykjavik TEDx fyrirlestrunum má finna hér http://tedxtalks.ted.com/search/?search=reykjavik

Jónas Antonsson, stofnandi Gogogic tölvuleikjafyrirtækisins. Hann er einn ef uppáhalds fyrirlesurum mínum hér á Íslandi þar sem hann fer oft yfir í mjög skemmtilegar heimspekilegar pælingar um tilvilst okkar.

Torfi G. Yngvason hjá Arctic Adventures, hann hélt einmitt fyrirlestur á viðburðinn sem ég skipulagði fyrr á þessu ári og hét Reynslusögur Íslenskra Frumkvöðla. Hann er með virkilega góða yfirsýn yfir íslenska ferðaiðnaðinn og kemur þeim upplýsingum skemmtilega frá sér.


Tími til að sækja um styrki!

Ef þið stefnið að því að sækja um styrki fyrir viðskiptahugmyndir/fyrirtæki ykkar þá er núna besti tíminn til að byrja. Skilfrestur nokkurra skemmtilegra styrkja rennur út núna í næsta mánuði og því góð ástæða fyrir ykkur til að setjast niður yfir tölvuna og byrja massa út nokkrar styrktarumsóknir. Herna er listi yfir þá styrki sem þið getið sótt um á næstu vikum:

 

15.sept: Tækniþróunarsjóður

Þetta er líklega öflugasti styrkurinn sem er í boði í dag, þar sem hann getur numið allt að 30 milljónum í stærstu verkefnin. En hann skiptist upp í 3 styrktarflokka sem hver er hugsaður til að aðstoða fyrirtæki á mismunandi stað í ferlinum, þessi flokkar eru eftirfarandi:

1. Frumherjastyrkur:
Verkefnin eru einungis styrkt til 2ja ára að hámarki 5 milljónir hvert ár. Krafist er 25% mótframlags umsækjenda.

2. Verkefnisstyrkur:
Almennir verkefnisstyrkir eru til allt að 3ja ára og að hámarki 10 milljónir króna á ári. Krafist er 50% mótframlags umsækjenda.

3. Brúarstyrkur:
Verkefnin eru einungis styrkt til eins árs að hámarki 5 milljónir. Krafist er 50% mótframlags umsækjenda.

Ef þú ert að fara að sækja um styrk hjá Tækniþróunarsjóð í fyrsta skipti þá máttu búast við miklum tíma í það. Það er ætlast til að til staðar sé fullunnin viðskiptaáætlun auk þess þarf að fylla út tímafrek excel-skjöl. Það góða við að sækja um hjá tækniþróunarsjóð er að hann gefur manni gagnrýni til baka svo maður viti hvað maður gerði vitlaust, eini sjóðurinn sem gerir það sem best sem ég veit.

Frekari upplýsingar er að finna hér: http://rannis.is/sjodir/taeknithrounarsjodur/umsokn-og-upplysingar/

 

16.sept: Nýsköpunarstyrkur Landsbankans

Þessi styrkur virðist vera nýtilkominn og því þekki ég ekki vel til hans. Þetta er hugsað til að gefa frumkvöðlum tækifæri til að þróa nýja viðskiptahugmynd, eldri viðskiptahugmynd á nýju markaðssvæði eða nýja vöru eða þjónustu. Í fljótu bragði virðist þetta vera nokkuð opinn styrkur þar sem maður getur nýtt styrkinn í það sem maður þarf mest á að halda.

Frekari upplýsingar má finna hér: http://www.landsbanki.is/fyrirtaekjathjonusta/nyskopun/nyskopunarstyrkir/

Landsbankinn ætlar með þessu að veita 7 styrki að upphæð 1 milljón hver og 20 styrki að upphæð 400þús hver.

 

22.sept: Átak til atvinnusköpunnar (Nýsköpunarmiðstöð)

Eins og segir á vefsíðu nýsköpunarmiðstöðvar um Átak til atvinusköpunar: "Styrkáætlun iðnaðarráðuneytisins fyrir nýsköpunarverkefni og markaðsaðgerðir starfandi frumkvöðla- og nýsköpunarfyrirtækja. Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur umsjón með umsóknarferlinu fyrir hönd iðnaðarráðuneytisins."

Þessi styrkur er gerður til styðja við þróun nýsköpunarhugmynda á fyrri stigum sem hlotið gætu frekari fjármögnun sjóða og fjárfesta. Styðja við undirbúning og framkvæmd markaðsaðgerða í frumkvöðla og sprotafyrirtækjum.

Frekari upplýsingar má nálgast hér: http://www.nmi.is/impra/styrkir-og-studningsverkefni/atak-til-atvinnuskopunar/

Hámarksupphæð er 50% af kostnaði verkefnis sem sótt er um, umsækjandi þarf að fjármagna hinn helminginn sjálfur.

 

Svo rakst ég líka á þennan styrktarlista inn á vefsíðu Landsbankans, góð samantekt: http://www.landsbanki.is/fyrirtaekjathjonusta/nyskopun/fjarmagn-fyrir-reksturinn/styrkir-og-sjodir/

 

 


Ragnheiður Ösp hjá Umemi

 

Ég leit við hjá Ragnheiði Ösp hjá Umemi og ræddi aðeins við hana um fyrirtæki hennar og hvernig það er að starfa sem vöruhönnuður á Íslandi.

Ragnheiður Ösp Sigurðardóttir er íslenskur vöruhönnuður sem hefur starfað við fyrirtæki sitt Umemi frá árinu 2005. Hún er með mjög sérstakan stíl í hönnun sinni og má hér fyrir neðan sjá nokkrar myndir af vörum sem hún hefur hannað. Frekari upplýsingar um hana má fá á vefsíðu hennar www.umemi.com.

Svo ef ykkur langar í eitt stykki Notknot púða frá Umemi þá veit ég að það er Facebook leikur í gangi hjá þeim: http://www.facebook.com/designbyumemi

 


Viðtöl við frumkvöðla

Ég er í samstarfi við hann Þórarinn Hjálmarsson (http://thorarinnh.segir.is/) að skoða möguleika á að vera með regluleg vidjó viðtöl við íslenska frumkvöðla. Hér að neðan má sjá viðtal sem hann tók við mig um Búngaló.

Við leitum nú að hressum frumkvöðlum sem hefðu áhuga á að deila því sem þeir eru að vinna í með restinni af heiminum í gegnum stutt vidjó viðtöl. Ef þú eða einhver sem þú þekkir er að gera áhugaverða hluti, einhverjar tækninýjungar, stofna fyrirtæki eða eitthvað annað spennó máttu endilega láta okkur vita með því að commenta hér fyrir neðan og við verðum í sambandi við ykkur.

Einnig líka bara ef þið hafið einhverjar óskir um einhverja íslenska frumkvöðla sem þið hefðuð áhuga á að sjá viðtöl við.

Endilega látið í ykkur heyra :)

.


Innovit, ráðgjöf og stuðningur

Ég heimsótti hann Kristján Freyr Kristjánsson framkvæmdastjóra Innovit og ræddi aðeins við hann um hlutverk Innovit og hvernig ungir frumkvöðlar geta leitað til þeirra til að auðvelda sín fyrstu skref. Við tókum upp viðtalið og þið getið spilað það hér fyrir ofan en hérna fyrir neðan læt ég fylgja smá samantekt um Innovit og þá viðburði sem þeir eru með í gangi.

 

Innovit

Innovit veitir ungum frumkvöðlum og sprotafyrirtækjum ýmiskonar ráðgjöfa og aðstoða. Ef þig vantar aðstoð við þína viðskiptahugmynd og langar til að sjá hvort Innovit geti hjálpað sendirðu einfaldlega tölvupóst á innovit@innovit.is.

 

Gulleggið

Á hverju ári er haldin frumkvöðlakeppni þar sem ungum frumkvöðlum gefst tækifæri til að vinna að hugmyndum sínum og koma þeim nær því að verða að veruleika. Keppnin heitir Gulleggið og er haldin af Innovit, nýsköpunar- og frumkvöðlasetri. Keppnin var haldin í fyrsta skipti 2008 og hefur færið stækkandi ár frá ári og í dag orðin einn af öflugustu upphafsstöðum fyrir unga frumkvöðla.

Sjá eldri grein okkar um Gulleggið hér.

 

 


Dúkkulísur - Framhald

Fyrir stuttu þá skrifaði ég grein um Dúkkulísur (DressUpGames.com) sem mér finnst ennþá vera afskaplega áhugaverð síða og gott dæmi um hvað hægt er að gera ef maður er tilbúinn að leggja á sig mikla vinnu í lengri tíma.

En ég náði loksins í hana Ingu Maríu sem er upphafsmaður þessarar vefsíðu og fékk hana til að svara nokkrum spurningum varðandi vefsíðuna, hér koma þær spurningar og svör hennar við þeim.

 

Hvaðan kom hugmyndina að DressUpGames.com?
Eftir að ég lauk námi í bókasafns- og upplýsingafræði þá langaði mig alltaf til að læra að setja upp vefsíðu. Ég var lengi að spá í hvað ég ætti að taka fyrir og uppgötvaði svo dúkkulísuleiki á vefnum. Fannst þeir sniðugir og skemmtilegir og það var engin vefsíða sem sérhæfði sig í þessum leikjum.

 

Varstu með einhverja reynslu í vefsíðugerð þegar þú fórst af stað?
Nei.

 

Forritaðir þú hana sjálf eða fékkstu einhvern til að forrita fyrir þig? Hvernig gekk það?
Já, ég sá um það sjálf frá upphafi en fékk hjálp við að búa til þá útgáfu sem nú er á vefnum.

 

Hvenær gerðirðu þér grein fyrir því að þetta gæti farið að skila þér inn raunverulegum tekjum?
Mig minnir að það hafi verið um 2003, fimm árum eftir að ég byrjaði. Fyrstu árin voru tekjurnar litlar.

 

Hverjar voru helstu hindranirnar sem þú lentir í við að gera vefsíðuna að því sem hún er í dag?
Leikjaheimurinn, þar með talið netleikir, er mjög karla- og strákamiðaður heimur. Það hefur oft verið erfitt að koma síðunni á framfæri af því karlkyns vefeigendur hafa ekki áhuga á efninu og skilja ekki að það er stór hópur sem hefur áhuga. Eftir því sem fleiri vefir helga sig dúkkulísuleikjum hefur þetta skánað, en það er samt mjög viðloðandi viðhorf hjá forriturum og vefeigendum að þetta séu ómerkilegir leikir, og í raun ekki "alvöru" leikir.

 

Lentirðu einhvertímann í vandamáli með hýsingaraðila vegna þess mikla magn heimsókna sem voru að koma inn á hana?
Já, já, oft og margsinnis fyrstu árin! En er núna með vefinn í traustri hýsingu og hef verið lengi.

 

Lagðirðu mikla áherslu á leitarvélabestun (koma þér ofarlega í leitarvélarnar) eða kom það bara sjálfkrafa með tímanum?
Alls ekki í byrjun, enda var ekki búið að uppgötva þau vísindi þegar ég byrjaði. Eftir að ég varð vör við umfjöllun um leitarvélabestun (smart orð!) hef ég alltaf haft það í huga en tekið meðvitaða ákvörðun um að missa mig ekki út í það á kostnað annarrar uppbyggingar. Maður reynir að fara milliveginn, að nota vinnubrögð sem Google og hinar leitarvélarnar mæla með en gleyma sér ekki í brögðum til að "plata" leitavélarnar.

 

Hverjar eru helstu breytingar sem þú hefur gert á vefsíðunni frá því hún var fyrst opnuð?
Ég hef reynt að breyta síðunni ekki mikið, það er mín skoðun og rannsóknir hafa sýnt að notendum líkar ekki við of miklar breytingar. Ég er núna að vinna að stórum breytingum sem verða tilbúnar seinna í sumar eða haust, það verður langstærsta breytingin til þessa.

 

Ertu með einhverjar ráðleggingar fyrir frumkvöðla þarna úti sem dreymir um að gera eitthvað svipað og þú hefur gert?
Til að halda út í langan tíma er nauðsynlegt að velja sér efni sem maður hefur áhuga á og finna flöt á efninu sem engum hefur dottið í hug áður.

 

.


Dúkkulísur

Fyrir nokkrum árum heyrði ég af íslenskri vefsíðu sem var með leik þar sem maður gat klætt persónur í allskonar föt og leikið sér að því að skipta út fötunum. Þetta var svo sem ekkert frásögufærandi nema hvað þessi vefsíða var ein af tekjumestu vefsíðum landsins. Á þessum tímapunkt gat ég engan veginn skilið hvernig slík vefsíða færi að því að hala inn miklum tekjum.

Nú nokkrum árum síðan fór ég aftur að velta þessu fyrir mér og ákvað að reyna kynna mér þetta aðeins og sjá hvort ég gæti fundið einhverja útskýringu á hvernig slíkt væri hægt. Ég byrjaði á því að opna vefsíðuna en slóðin á hana er www.dressupgames.com og þetta var hvorki mest tæknilega eða best hannaða vefsíða sem ég hef séð. Í raun virtist þetta bara vera afskaplega venjuleg vefsíða sem lítið hafði breyst á undanförnum árum.

Ég ákvað því að reyna „googla“ þetta í von um að finna einhverjar skemmtilegar upplýsingar um þetta. Þar komst ég að því að upphafsmaður vefsíðunnar væri Inga María Guðmundsdóttir, bókavörður á Ísafirði og árið 2007 var hún þriðji tekjuhæsti einstaklingurinn á Vestfjörðum. Einhvertímann hafði ég heyrt að hún væri að fá 100+ milljónir á hverju ári en ég hef enga staðfestingu fengið á því. Get nú ekki annað sagt en að þetta hafi bara glætt áhuga minn á þessari vefsíðu.

Ég fór því og greindi vefsíðuna aðeins til að átta mig á hvaðan tekjurnar væru að koma. Síðan virtist vera samansafn af linkum á allskonar „dress-up“ leiki, flestir á öðrum vefsíðum en þó nokkrir á þessari vefsíðu. Einu hugsanlegu tekjuleiðirnar sem ég fann á vefsíðunni voru í gegnum Google Adsense en það er þjónusta sem Google býður upp þar sem þú bætir smá texta inn í kóðann hjá þér og Google birtir auglýsingar tengdar því sem vefsíðan þín fjallar um, svo í hvert skipti sem einhver smellir á einhverja af þessum auglýsingum þá færðu greitt nokkrar krónur. Yfirleitt eru slíkar tekjur litlar sem engar nema um mjög mikið magn heimsókna sé að ræða. Í þessu tilfelli þá er þetta vægast sagt mikið magn af heimsóknum sem síðan er að fá en samkvæmt þeim upplýsingum sem ég fann þar þá er hún að fá 4,5 milljón heimsókna í hverjum mánuði og 21 milljón fléttinga.

 

Dæmi um leik á vefsíðunni.

 

Flest okkar eiga það til að líta á svona dæmi um velgengni hjá öðrum og hugsa að viðkomandi hljóti að vera afskaplega heppinn að vera fá svona margar heimsóknir. Við virðumst einhvern veginn sjálfkrafa halda því fram að þetta hafi bara gerst á einni nóttu og sé á allan hátt heppni að kenna/þakka. En ef kafað er ofan í málið er nær alltaf mikil og erfið vinna á bakvið alla velgengni hversu einföld sem hún kann að vera í fyrstu og ég held að þetta sé engin undantekning á því. Vefsíðan var stofnuð 1998 og virðist vera uppfærð daglega sem þýðir að stofnandinn hefur unnið statt og stöðugt allan þennan tíma að því að betrumbæta efnið á síðunni. Þetta er því árangur mikillar vinnu og þrautseigju.

Ég sendi tölvupóst á hana Ingu Maríu þar sem ég bað hana um að svara nokkrum spurningum varðandi upphafið á vefsíðunni til að skilja betur ferilinn sem fylgir svona verkefni. Því miður þá hef ég ennþá ekki fengið svar frá henni.

 

.


Dagskrá RÍF

Jæja þá fer óðfluga að styttast í að viðburðurinn Reynslusögur íslenskra frumkvöðla 2011 hefjist en hann fer fram á Grand Hótel, laugardaginn 18.júní. Ennþá eru nokkur sæti laus og getur fólk ennþá skráð sig með því að senda tölvupóst á haukur@bungalo.com. Það verður einnig hægt að kaupa miða við innganginn á meðan það eru ennnþá laus sæti en við mælum með að fólk skrái sig með tölvupósti til að tryggja sér öruggt sæti. Við getum ekki tekið við kortum þar sem við erum ekki með posa bara pening.

Dagskrá RÍF:

10:00-10:20    Kynning á viðburðinum
10:20-11:00    Ingi Gauti Ragnarsson, bland.is
11:00-11:40    Colin Wright, Exile Lifestyle
11:40-12:20    Elinóra Inga Sigurðardóttir, Royal Natural

12:20-13:20    Hádegishlé, Icedeas hópurinn stýrir networking-hitting yfir hádegismatnum fyrir þá sem hafa áhuga. Þetta er góð leið fyrir þá sem vilja bæta tengslanet sitt en þarna verður hópnum skipt upp og þið fáið tækifæri til að kynnast öðrum áhugaverðum einstaklingum yfir léttu spjalli og mat. Guðmundur Kári Kárason er fulltrúi Iceadeas og skipuleggur þennan viðburð.

13:20-14:00    Hjálmar Gíslason, Datamarket
14:00-14:40    Vilborg Einarsdóttir, Mentor

14:40-15:00    Hlé

15:00-15:40    Tóti Stefánsson, Mobilitus
15:40-16:20    Torfi G. Yngvason, Arctic Adventures
16:20-17:00    Haukur Guðjónsson, Búngaló

17:00-20:00    Hlé

20:00-??:00    Networking hittingur aftur um kvöldið fyrir þá sem hafa áhuga, staðsetning verður tilkynnt á laugardaginn.

Einnig verða á staðnum yfir allan daginn fulltrúar frá Innovit, Klak, Ásbrú og fleiri frumkvöðlasetrum sem munu kynna starfssemi sína og aðstoða ykkur að skilja betur frumkvöðlaumhverfið á Íslandi.

 

.


Raunverulegt dæmi um Facebook markaðssetningu

Þið hafið líklega öll heyrt talað um hvað það sé sniðugt að nota Facebook til að markaðssetja vöru en hvað felst nákvæmlega í því að nota Facebook til að markaðssetja vöru? Er nóg bara að stofna síðu fyrir vöruna og bíða svo eftir að allir komi og líki hana? eða kannski bara að bjóða eitthvað gefins þá koma allir? Nei, ég er nú hræddur um að það sé nú ekki alveg svo einfalt.

Ég hef aðstoðað nokkur fyrirtæki við markaðssetningu á Facebook og einnig notast mikið við slíka markaðssetningu sjálfur. Sem dæmi þá notaðist ég nær eingöngu við Facebook markaðssetningu og leitarvélabestun þegar ég fór af stað með Búngaló og það kom mjög vel út.

Ég hef nú verið beðin um að astoða við Facebook markaðssetningu fyrir vöru sem ber heitið Eldhemja. Þetta er nokkuð krefjandi verk þar sem þetta er bara ein vara sem á að markaðssetja og þetta er frekar óspennandi iðnaður. Kosturinn aftur á móti með vöruna er sú að þetta er nýtt á markaðnum og nokkuð skemmtileg lausn miðað við annað sem er í boði. Hluti af ástæðunni fyrir því að ég ákvað að taka þetta að mér var sú að ég áleit þetta vera skemmtilega áskorun og ef hægt væri að skapa líf í kringum þetta þá væri hægt að gera það með flestar vörur.

Staðan á verkefninu í dag:

 • Búið að stofna FB síðu
 • Búið að búa til username (http://facebook.com/eldhemja)
 • Komnir 253 skráðir vinir á FB síðunni.
 • Það er engin vefsíða til fyrir vöruna, en eigendur eiga lénið www.eldhemja.is.

 

Undirbúningur

Áður en lengra er haldið er nauðsynlegt að staldra við og velta fyrir sér hver tilgangurinn sé með því að nota Facebook. Hvað er það sem þið viljið fá út úr ferlinu?

Dæmi um hugsanlegar ástæður fyrir herferðinni gætu t.d. verið:

 • Að auka vörumerkjavitund
 • Að auka sölur á vörunni
 • Skapa ímynd fyrir fyrirtækið
 • Skapa vettvang þar sem þið getið átt samskipti við notendur
 • Búa til tímabundna athygli fyrir ákveðna vöru
 • Koma á framfæri tilboðum
 • o.s.frv.

Það eru í raun hægt að nota Facebook á ótal vegu en eina sem þið verðið að passa er að reyna að gera ekki allt á sama tíma. Einbeitið ykkur að nokkrum tilteknum markmiðum og áttið ykkur á því hvað þið verðið að gera til að ná þeim.

Með þetta tiltekna verkefni settist ég niður með fulltrúa frá fyrirtækinu yfir góðum kaffibolla og við tókum spjall um vöruna og hver markmið fyrirtækisins væru. Þegar við vorum komnir vel á annan kaffibollann vorum við búnir að átta okkur aðeins betur á hvað við vildum fá út úr herferðinni. Aðal markmiðið yrði að skapa vörumerkjavitund þar sem þetta er ný vara og nauðsynlegt að fólk viti að hún sé til og hugsi til hennar næst þegar öryggismál á heimilinu eru endurhugsuð.

Út frá því settum við það markmið að ná 1.000 vinum/aðdáendum á Facebook fyrir þessa vöru og reyna gera upplifun þeirra eftirminnilega. Í framhaldi af því myndi fulltrúi frá fyrirtækinu taka við umsjón með síðunni og vera með reglulegar uppfærslur til að halda uppi samskiptum við þessa þúsund aðila.

Við töldum það einnig nauðsynlegt að setja upp vefsíðu fyrir vöruna þar sem góð vefsíða byggir upp traust gagnvart hugsanlegum viðskiptavinum og hugsanlega væri þá einnig hægt að setja upp smá greiðslukerfi til að þeir sem væru áhugasamir gætu pantað vöruna beint í gegnum vefsíðuna.

Þannig ef við tökum þetta saman þá eru markmið verkefnisins þessi:

 • Aukin vörumerkjavitund
 • 1.000 vinir/aðdáendur
 • Einföld en fagmannlega unnin vefsíða.

 

Fyrstu skrefin

Það allra fyrsta sem ég ætla að gera er að deila þessari FB síðu á veggnum mínum, þetta er mjög einfalt en mörgum sem yfirsést einföldu hlutina. Það eitt að deila þessu persónulega á Facebook fær boltann oft til að byrja rúlla, ef þetta hefði verið eigin verkefni þá hefði ég jafnvel hringt í nokkra vini sem ég héldi að hefðu áhuga á þessu og spurt þá hvort þeir væru til í að deila þessu á sínum FB veggjum. Þegar verið er að deila einhverju svona þá skiptir máli að þetta sé áhugaverður titill og að fólk verði forvitið og smelli á hann. Einnig er nauðsynlegt að vera heiðarlegur í öllu því sem maður lætur frá sér á Facebook og segja aldei eitthvað sem þú meinar ekki.

(Þessi status færsla skilaði 4 nýjum vinum á FB)

En þá ætla ég að segja þessum fyrsta part af nokkrum um Facebook markaðssetningu lokið en við höfum hér farið yfir nauðsynlegan undirbúning áður en farið er út í FB markaðssetningu. Ég mun á næstkomandi vikum halda áfram að skrifa um þetta verkefni samhliða því sem ég vinn í því. Ef þið viljið sjá núverandi stöðu á facebook síðunni þá má nálgast hana hér: facebook.com/eldhemja.

 

 


Nafnspjöld eru ekki bara nafnspjöld

Mér hefur fundist nokkuð vanta upp á hjá Íslendingum þegar það kemur að nafnspjöldum. Þeir hvorki kunna að deila nafnspjöldum sínum né að nýta nafnspjöld annara. Það er eins og þeir haldi að þetta sé bara einhver bréfsnifsi.

Nafnspjöld eru blanda af markaðssetningu og myndun tengslanets(e.networking). Þeir sem nota nafnspjöld á réttan hátt geta fengið ótrúlega mikið út úr því. Hérna ætla ég að gefa nokkur dæmi um hvernig þú getur nýtt nafnspjöld betur.

Nafnspjaldið þitt:

 1. Formlegur vs. óformlegur: hönnun nafnspjaldsins gefur mjög mikið til kynna hvort þú háttir samskiptum þínum við aðra á formlegan eða óformlegan hátt. Ef nafnspjaldið er sett upp eftir hefðbundna nafnspjaldaútlitinu með einungis lágmarks upplýsingum þá gefur það til kynna að þú og fyrirtæki þitt séuð formlegir í samskiptum. Andstæðan við þetta eru nafnspjöld sem notast við húmor og óhefðbundna uppsetningu.
 2. Ávallt við höndina: Það að eiga flott nafnspjald gerir ekkert fyrir þig nema þú sért með það við hendina þegar þú þarft á því að halda. Ég mæli sjálfur með því að vera með einhverskonar hulstur utan um þau, það verndar þau og lítur betur út þegar þú ert að afhenda einhverjum spjaldið. Hulstrið nýtist einnig þegar þú færð nafnspjald til baka því þá geturðu sett það á stað sem þú týnir því ekki.
 3. Enga feimni: Af einhverjum ástæðum þá eru margir feimnir við það að taka upp og deila nafnspjöldum. Það segir sig í raun sjálft að nafnspjaldið þitt gerir ekkert gagn nema einhver  taki við því á endanum. Þess vegna þarftu að vera ófeiminn við að afhenda það öllum þeim sem sýna þér og rekstri þínum áhuga.

 

Nafnspjöld frá öðrum:

 1. Hafa samband strax: Þegar þú færð afhent nafnspjald þá er það staðfesting á því að viðkomandi hafi áhuga á að vera í sambandi við þig á einhverjum tímapunkti og þar afleiðandi stækka sitt og þitt tengslanet. Það er gott að gera það að venju sinni að alltaf næsta dag eftir að maður fær nafnspjald að senda viðkomandi stuttan tölvupóst þar sem þú þakkar fyrir ánægjulegan hitting og býður viðkomandi um að vera í sambandi við þig hvenær sem er. Þetta byrjar samskipti ykkar á góðu nótunum og eykur líkurnar á því að hann hafi samband við þig á einhverjum tímapunkti í framtíðinni.
 2. Krota á bakhliðina: Það getur verið gott að skrifa niður einhverja áminningu á nafnspjaldið svo ef þú þarft einhvertímann að hafa samband aftur við viðkomandi þá hjálpar áminningin þig að muna um hvað þið töluðuð eða hvar þið hittust.
 3. Geyma nafnspjaldið: Alltaf að geyma öll nafnspjöld sem þú færð og þá er best að geyma þau öll á sama stað t.d. kaupa nafnspjaldabók og geyma þau þar svo fljótlegt sé að flétta í gegnum hana. Vera svo ófeimin við að taka þau upp og hafa samband við viðkomandi.

 

Dæmi um skemmtileg nafnspjöld:

Þetta er nafnspjald var hannað af Steinari þegar við fórum af stað með Búngaló vefsíðuna. Það eru nokkrir mjög góðir kostir við þetta nafnspjald:

 • Allir starfsmenn fyrirtækisins gátu notast við sama spjaldið þar sem nöfnin komu ekki fram á því heldur benti frekar á svæði á vefsíðunni þar sem hægt var að fá allar upplýsingar.
 • Nóg pláss á því ef við eða móttakandi vildi skrifa eitthvað á það.
 • Húmorinn sagði móttakanda að við værum óformleg í samskiptum okkar og hann gæti verið óhræddur við að hafa samband.
 • Vekur yfirleitt athygli. Þegar móttakandi les aftan á spjaldið þá bregst það yfirleitt ekki að hann brosir með sér og oftar en ekki þá myndast smá umræður út frá nafnspjaldinu.

Við höfum reyndar verið svo ánægðir með nafnspjaldið að við notumst við það ennþá daginn í dag og höfum prentað 3 upplög af því.

Þetta nafnspjald er búið til úr laser-skornum málmi, ég hef einu sinni fengið svona svipað nafnspjald (reyndar ekki frá Steve Wozinak) og þetta er alveg eins og að halda á kreditkorti. Myndi nú ekki mæla með að ný fyrirtæki væru að eyða pening í slík nafnspjöld enda held ég að stykkið kosti um 400 krónur en þetta er skemmtilegt dæmi um hvað sumir leggja í nafnspjöldin.

Ég hef orðið aðeins var við það erlendis þótt svo það virðist ekki vera mikið um það hér að fyrirtæki búa til nafnspjöld sem þjóna einhverskonar tilgangi fyrir móttakandann og gera það þá að verkum að þeir halda lengur í þau. Dæmu um slík nafnspjöld:

 • Tannstönglar: hægt er að brjóta hluta af spjaldinu af til að nota sem tannstöngul.
 • Upptakari, getur notað nafnspjaldið til að opna flösku.
 • Skóhorn.
 • Spegill.
 • USB-lykill: þá eru upplýsingarnar einfaldlega prentaðar á usb-lykil.
 • o.s.frv.

 

Ef þú veist um einhver flott íslensk nafnspjöld þá væri gaman ef þú myndir deila þeim með okkur.

 


8 góð ráð fyrir fyrirtækjavefsíður

Það verður sífellt mikilvægara fyrir fyrirtæki að vera sjáanlega á netinu en það getur þó verið mjög dýrt ef maður veit ekki hvað maður er að gera. Það að ráða til sín forritara til að sjá um að setja upp vefsíðu getur verið mjög dýrt sérstaklega fyrir lítið fyrirtæki sem er að taka sín fyrstu skref. Auk þess sem það er ekkert sem ábyrgist það að þið verðið sátt með útkomuna.

Hérna eru nokkur góð ráð fyrir alla þá sem eru að íhuga að setja upp fyrirtækjavefsíðu.

1. Ef þú veist ekki hvert þú ert að fara hvernig veistu þá hvenær þú ert komin þangað?

Vertu viss um að þú vitir hvað þú vilt fá út úr vefsíðunni, hvaða tilgangi á hún að þjóna fyrir fyrirtækið. Á hún að vera almenn kynning á fyrirtækinu þar sem hún er hugsuð til að fræða fólk um fyrirtækið? Á hún að reyna sannfæra fólk um að koma í verslunina eða á veitingastaðinn þinn? Viltu reyna selja vörurnar þínar í gegnum hana? það eru hundruði mismunandi tilgangar með vefsíðum og áður en þú gerir nokkuð annað skaltu átta þig á því hvað þín vefsíða á að gera. Ef þú hefur enga hugmynd um það þá getur verið gott ráð að bjóða einhverjum með reynslu af því að setja upp vefsíðu í kaffibolla og sjá hvort hann geti gefið þér einhver góð ráð.

2. Hvernig á hún að líta út?

Eyddu nokkrum dögum á netinu og reyndu að átta þig á því hvaða vefsíður þér líkar vel við og hvaða vefsíðum þú myndir vilja að þín vefsíða myndi líkjast. Þegar það kemur að því að setja upp vefsíðu, hvort sem þú setur hana sjálf(ur) upp eða ræður forritara til þess, þá flýtir það afskaplega mikið fyrir ef þú ert með skýrmótaðar hugmyndir um hvernig síðan eigi að líta út. Ef þú getur svo einnig bent á nokkrar síður á netinu og sagt "svona vil ég fá þetta" og "svona vil ég ekki hafa þetta" þá ertu í góðum málum.

3. Hvaða virkni þarf að vera á vefsíðunni?

Eru einhverjir sérstakir "fítusar" sem vefsíðar þarf að geta framkvæmt? Þetta er eitthvað sem tengist mjög tilgangi vefsíðunar en kafar þó aðeins dýpra ofan í hvernig hugsanlegur notandi á að nota vefsíðuna. Dæmi um fítusa:

 • Fréttasvæði á vefsíðunni: Ef þú ætlar að vera með fréttasvæði á vefsíðunni þá þarftu að uppfæra hana í hverri viku eða að minnsta kosti hverjum mánuði annars virkar vefsíðan öll sem eitthvað sem er ekki hugsað um og notendur treysta ekki jafn vel efninu á henni. Það að uppfæra eitthvað í hverri viku er mjög mikil vina og verið búin að hugsa þetta vel út.
 • Contact form: Viljið þið hafa svona innfylliform þar sem notendur geta skrifað skilaboð til ykkar? Þetta er einn af þessum hlutum sem ég hef aldrei verið hrifin af, afhverju ekki bara að skrá tölvupóstinn ykkar einhverstaðar og spara ykkur 1-2 tíma af forritunarvinnu?
 • Annað sem gæti flokkast sem fítusar: myndagallerý, spjallsvæði, tengingar við facebook og twitter, like-takkar, eiga lesendur að geta skrifa athugasemdir við greinar o.s.frv.

Mín skoðun er sú að þið eigið að reyna að fjarlæga alla fítusa nema þá sem eru nausynlegir fyrir tilgang vefsíðunar. Minna er betra og ef þið ráðið forritara þá er minna einnig ódýrara.

5. Geturðu gert þetta sjálf(ur)?

Oftar en ekki er ég að sjá fólk eyða allt frá 50þús upp í 500þús fyrir vefsíðu sem það með smá útsjónasemi hefði getað sett upp sjálf. Kannski hefði hún ekki orðið alveg jafn flott en hún hefði líklega virkað alveg jafn vel og þegar maður er að fara af stað með nýtt fyrirtæki þá telur hver einasta króna. Lítu nú yfir þá hluti sem við erum nú þegar búin að fara í gegnum hér að ofan og veltu fyrir þér hversu flókin vefsíðan er í raun og veru. Ef þetta er bara texti og nokkrar myndir sem eiga að koma fram á vefsíðunni þá geturðu líklega búið þetta til sjálf(ur). Aftur á móti ef þú sért enga leið fram hjá því að vera með alskonar auka fítusa sem gera síðuna mun flóknari þá skaltu líklega leita til forritara en mundu bara að þegar þú hittir forritarann að nefna við hann allt það sem þú gerðir í atriðum 1-4 hér að ofan. Það getur líka verið gott að fá tilboð frá fleir en einum og jafnvel fleiri en tveimur. Mín reynsla af forriturum að yfirleitt eru sjálfstætt starfandi forritarar betri kostur en hugbúnaðarfyrirtækin vegna þess að þeir gefa sér meiri tíma með þér og svara í símann þegar maður þarf að ná í þá.

6. Að búa til vefsíðu.

Jæja ég held að ég nái nú ekki að fylgja ykkur alveg í gegnum ferilinn við að búa til vefsíðu hér í þessari grein en ég ætla benda ykkuar á hver næstu skref væru fyrir ykkur. Ef þið hafi ákveðið að búa til ykkar vefsíðu þá eru nokkrar auðveldar og þægilegar leiðir til þess og flestar þessara leiða byggjast á því að notast við eitthvað af bloggkerfunum sem eru í boði. Blogg er í raun bara vefsíða þar sem mjög auðvelt er að setja inn texta og myndir. Það að breyta útlitinu til að það líkist raunverulegri fyrirtækjavefsíðu er yfirleitt mjög einfalt.

Ég myndir mæla með einu af þessum bloggkerfum til að byrja með:

Wordpress: Þetta er stærsta og vinsælasta bloggkerfið og er notað af milljónum manna út um allan heim. Þetta er kerfið sem ég nota til að halda utan um Frumkvöðlar.is. Kerfið er með þúsundir tilbúna útlita sem þú getur valið um einnig geturðu alltaf seinna meir ráðið til þín forritara til að aðlaga útlitið fullkomlega að því sem þú vilt en áfram notast við þetta þægilega kerfi.

Tumblr: Mjög einfalt og þægilegt kerfi, hentar sérstaklega vel ef maður vill geta sent in margar og litlar færslur. Ég er tiltæmis með forrit í iPhone simanum mínum tengt við þetta svo ég get sent inn texta, tilvitnanir, myndir eða jafnvegl vidjóa á aðeins nokkrum sekúndum. Er aðeins erfiðara að aðlaga útlitið á kerfin og því kannski ekki alveg jafn gott fyrir alla aðila.

7. Vefverslunarkerfi

Ef þið viljið selja vörurnar ykkar í gegnum vefsíðuna þá getur það oft verið mjög dýrt og tímafrekt að setja upp vefverslunarkerfi á vefsíðuna og á sama tíma vitið þið vitið ekkert hvort þið eigið eftir að selja eitthvað í gegnum kerfið. Ég myndi því mæla með að þið mynduð lágmarka áhættu ykkar með því að notast við tilbúið vefverslunarkerfi. Það eru allskonar vefverslunarkerfi þarna úti og mörg þeirra eru sérhæfð fyrir ákveðna iðnaði, það getur því verið gott að eyða smá tíma til að leita og sjá hvað þið finnið. Svo er líka til kerfi sem eru sérstaklega gerð fyrir íslenskan markað eins og t.d. Zolon.is en það er þægilegt og gott kerfi þar sem þið greiðið bara mánaðargjald.

8. Efni umfram allt.

Útlit vefsíðunar skiptir litlu máli ef það er ekki gott efni inn á vefsíðunni. Ég myndi því mæla með að þið mynduð leggja meiri áherslu á að skrifa góðar greinar og texta inn á vefsíðun heldur en þið eruð að leggja í útlit hennar. Ef þið getið búið til virði fyrir notandann þá kemur hann aftur á vefsíðuna eða jafnvel kíkjir við í versluninni ykkar.


Kaupa/selja kennitölu

Það er nokkuð dýrt að stofna nýja kennitölu og margir hafa því frekar kosið að kaup notaða fyrirtækjakennitölu. Kostirnir við þetta eru nokkrir en á sama tíma er ýmislegt sem ber að varast.

Kostir

 • Ódýrari startkostnaður
 • Þarf ekki að leggja fram hlutafé
 • Í sumum tilfellum uppsafnað tap í bókhaldi (lækkar tekjuskatt)
 • Ákveðin virðuleiki að vera með eldri kennitölu

En það er nauðsynlegt að þekkja sögu kennitölunnar vel og fullvissa sig um að engar skuldir hvíli á því. Best er að fá að sjá ársreikninga og bókhald fyrirtækisins til að staðfesta sjálfur að ekkert sé vafasamt við kennitöluna.

Almennt gangverð á fyrirtækjakennitölum er mjög breytilegt en mín reynsla er sú að þær seljist yfirleitt á bilinu 50-130 þús og eru þá allskonar hlutir sem hafa áhrif á verðið.

Ferillinn

Það getur verið gott að skrá fyrirtækjakennitölu af vsk-skilaskrá, láta loka bankareikning og vera með allt bókhald á hreinu áður en kennitalan er seld. Fyrsta skrefið er að setja upp kaupsamning sem tilgreinir kaupanda, seljanda, kennitölu og þá skilmála sem þeir hafa sett fyrir þessum viðskiptum. Því miður hef ég ekki fundið neitt staðlað skjal fyrir slíkan kaupsamning og því gott að reyna nálgast það hjá einhverjum sem hefur gert slík kaup áður eða að leita til lögfræðings. Svo þarf að fylla út eftirfarandi pappíra og skila til fyrirtækjaskrár.

RSK 17.42 - Tilkynning um breytingu á stjórn

RSK 17.43 - Tilkynning um breytingu á framkvæmdastjórn og prókúru ehf./hf.

Einnig mælum við með að kaupandi breyti nafni og tilgangi fyrirtækis til að aðlaga það að þeirri starfsemi sem hann ætlar að vera með.

RSK 17.41 - Tilkynning um breytingu á nafni ehf/hf.

RSK 17.47 - Tilkynning um breyttan tilgang/starfsemi ehf/hf.

Í raun er þetta ekki mjög flókin ferill en það er nauðsynlegt að búið sé að ganga frá öllum lausum endum svo það komi ekki í bakið á þér, hvort sem þú ert seljandi eða kaupandi. Einnig mæli ég með því að reyna eiga viðskipti við aðila sem þú treystir.


Gulleggið

Á hverju ári er haldin frumkvöðlakeppni þar sem ungum frumkvöðlum gefst tækifæri til að vinna að hugmyndum sínum og koma þeim nær því að verða að veruleika. Keppnin heitir Gulleggið og er haldin af Innovit, nýsköpunar- og frumkvöðlasetri. Keppnin var haldin í fyrsta skipti 2008 og hefur færið stækkandi ár frá ári og í dag orðin einn af öflugustu upphafsstöðum fyrir unga frumkvöðla.

Í lok keppninar þurfa allir keppendur að skila af sér viðskiptaáætlun og hægt er að vinna vegleg verðlaun ef viðskiptaáætlunin kemst í topp sætin. En það sem mestu máli skiptir er að þarna fá keppendur stuðninga og kennslu, í hveru viku fram að keppninni eru haldin námskeið og ýmsir öflugir aðilar úr viðskitpalífinu fengnir til að deila með þáttakendum þeirra reynslu og kunnáttu.

Þetta er frábær vettvangur fyrir alla unga frumkvöðla og mælum við hiklaust með því að allir þeir sem hafa einhvertímann haft einhverja hugmynd sem hefur langað til að framkvæma fari inn á www.innovit.is og skrá sig til leiks.


Styrkir fyrir frumkvöðla

Ef þú ert að stofna fyrirtæki eða vinna í viðskiptahugmynd þá eru fjölmargir styrkir sem þú getur sótt um til að fá fjárhagslegan stuðning við verkefni þitt. Það eru mismunandi styrkir til fyrir mismunandi verkefni og einnig mismunandi eftir því á hvaða stigi hugmyndin þín er. Almennt séð er þó nauðsynlegt að vera kominn með viðskiptaáætlun og vel mótaða hugmynd áður en hægt er að sækja um styrki. Það er mikil vinna sem fer í það að sækja um styrki og oftar en ekki þarf að sækja um þá oftar en einu sinni áður en maður fær samþykki fyrir þeim.

Af einhverjum ástæðum þá eru fleiri styrkir fyrir þau fyrirtæki sem eru staðsett á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Þannig ef þitt fyrirtæki er staðsett fyrir utan höfuðborgarsvæðið gætir þú haft um ýmislegt að velja en þar sem mín reynsla er af rekstri á höfuðborgarsvæðinu mun ég einungis fjalla ýtarlega um þá styrki. Ég mun þó reyna að telja upp eitthvað af hinum styrkjunum einnig.

Helstu styrktaraðilar eru Rannís og Nýsköpunarmiðstöð(IMPRA) þótt svo að fullt af mismunandi styrktaraðilum eru þarna úti og oft nauðsynlegt að eyða smá tíma í að finna þá alla. Hér koma nokkrir helstu styrkirnir sem þú getur sótt um.

IMPRA styrkir

Átak til atvinnusköpunar veitir styrki til smærri viðfangsefna og vegna snjallra nýsköpunarhugmynda frumkvöðla og lítilla fyrirtækja á öllu landinu.

Starfsorka er nýtt átaksverkefni með það markmið að auðvelda fyrirtækjum að ráða fólk í atvinnuleit. Verkefnið er samstarfsverkefni Vinnumálastofnunar og Impru á Nýsköpunarmiðstöð Íslands.

Einungis fyrir landsbyggðina:

Framtak: Styrkupphæð allt að kr.3.000.000.
Styrkur til þróunar á þjónustu eða vöru í starfandi fyrirtækjum á landsbyggðinni.

Skrefi framar: Styrkupphæð allt að kr. 600.000.
Styrkur til að kaupa á ráðgjöf til nýsköpunar og umbóta í rekstri fyrir fyrirtæki á landsbyggðinni.

Frumkvöðlastuðningur: Styrkupphæð allt að kr. 600.000.
Veitir frumkvöðlum og litlum fyrirtækjum á landsbyggðinni styrki til að þróa viðskiptahugmyndir.

Klasar: Styrkupphæð allt að kr.3.000.000. Veittir eru styrkir til undirbúnings að klasasamstarfi og til einstakra verkefna innan klasa á landsbyggðinni.

Krásir: Styrkupphæð allt að kr. 750.000. Verkefnið er fræðslu- og þróunarverkefni í svæðisbundinni matargerð fyrir fyrirtæki og einstaklinga á landsbyggðinni.

Vaxtarsprotar eru samstarfsverkefni Impru og Framleiðnisjóðs landbúnaðarins sem hefur það að markmiði að hvetja til fjölbreyttrar atvinnusköpunar í sveitum.

Norðursprotar: Veittir eru styrkir til gerðar viðskiptaáætlunar, eða til frekari þróunar viðskiptaáætlunar, fyrir nýsköpun á Norðausturlandi. Verkefnið er hægt að vinna í samstarfi við starfandi fyrirtæki á svæðinu. Styrkupphæð er allt að 400.000.

Rannís styrkir

Helsti sjóður Rannís er Tækniþróunarsjóðurinn en hann skiptist niður í þrjá hluta, frumherja-, verkafna- og brúarstyrkir. Styrkirnir geta verið allt að 30 milljónir og skiptist hámarksupphæðin eftir hvaða styrk er sótt um. Þeir sem hljóta styrkin fá hann þó ekki allan greiddan út samstundis heldur skiptist hann niður á nokkura ára tímabil og þarf að skila inn áfangaskýrslum til Rannís til að sýna fram á framgang með verkefnið. Skilafrestir fyrir Tækniþróunarsjóð eru tvisvar á ári og nauðsynlegt að byrja vinna í honum snemma þar sem þetta er veigamikil umsókn sem tekur mikinn tíma.

Aðrir sjóðir hjá Rannís:


Sjónvarpsþáttur um Frumkvöðla

Það er þáttur á ÍNN sjónvarpsstöðinni sem er sérstaklega gerður til að veita þeim, sem hafa áhuga á að stofna eigin rekstur, fróðleik og ráðgjöf. Þátturinn heitir því skemmtilega nafni Frumkvöðlar og hægt er að sjá alla þættina inna á vefslóðinni: http://inntv.is/Horfa_á_þætti/Frumkvöðlar.

Þáttastjórnandi er Elínóra Inga Sigurðardóttir en hún hefur góða reynslu af frumkvöðlastarfi á Íslandi en hún stofnaði KVENN, félag kvenna í nýsköpun, auk þess sem hún starfar við Samtök Frumkvöðla og Hugvitsmanna.


Rework

Undanfarið virðist sem allir séu að tala um bókina Rework eftir David og Jason hjá 37signals. Samkvæmt því sem maður hafði heyrt átti þetta að vera byltingarkennd bók sem fengi mann til að endurhugsa allar skoðanir sem maður hafði myndað sér varðandi fyrirtækjarekstur og frumkvöðlastarf. Mér fannst þetta vera heldur of sterkar skoðanir til þess að ég kæmist hjá því að lesa bókina, því fór ég á Amazon í síðustu viku og pantaði mér eintak.

Ég fékk bókina í hendurnar í fyrradag og ég verð að viðurkenna að hún kom skemmtilega á óvart. Hún var nokkuð frábrugðin flestum bókum sem ég hef lesið þar sem ekki var farið hefðbundnar leiðir við uppbyggingu kafla eða strúktúr á bókinni. Hún var mjög myndræðn með mynd fyrir hvern kafla og kaflarnir ekki meir en 2-3 blaðsíður og meira að segja ég með minn hæga lestrarhraða fannst ég fljúga í gegnum bókina vegna lengd kaflana. Allar pælingar í bókinni byggðu á reynslu höfundana og fengu mig til að staldra við og hugsa hvað ég gæti gert betur. Þetta er líklega ein af fáum bókum sem ég hef lesið í gegnum tíðina sem ég á eftir að lesa aftur síðar.

Þessi bók fer upp á hyllu hjá mér við hliðin á Rich Dad, Poor Dad og Think and Grow Rich, þetta er virkilega góð bók og ég get hiklaust mælt með henni til allra þeirra sem hafa áhuga á fyrirtækjarekstri.


Mismunandi gerðir notenda á Facebook

Fyrir þó nokkru síðan skrifaði ég comment inn á vefsíðuna Ráðgjafinn þar sem ég var að fjalla um hinar mismunandi gerðir síðna(notenda) innan Facebook. Það sem átti í fyrstu að verða stutt innlegg byrjaði svo að vefja upp á sig og ég leyfi því bara að fylgja hér eftir. En ef þið hafið áhuga á að lesa greinina frá Ráðgjafanum í heild sinni þá getið þið fundið hana hér http://radgjof.thorarinnh.is/facebook-fyrir-einstaklinga/

---

Ég held að það reynist oft erfitt fyrir hinn venjulega notenda facebook að aðskilja þessar þrjár mismunandi gerðir síðna sem eru á facebook.

1. Notendasíður:
Þetta er sami aðgangur og við erum flest með og ætti einungis að vera notað fyrir einstaklinga en ekki fyrirtæki eins og nefnt er hér að ofan. Þegar þú bætir notendasíðu við facebook aðgang þinn þá telst þú vera að “vingjast” við þann aðila.

2. Grúppur:
Þetta er í raun bara sameiginlegur vettvangur til fyrir hópa af fólki til að ræða um sameiginlegt áhugamál. Þegar þú ákveður að bæta grúppu við facebook aðgang þinn þá telstu vera gerast meðlimur (e. join group) og grúppan getur þá sent á þig fjöldapóst varðandi atburði eða annað sem henni kann að þykja mikilvægt að koma á framfæri til þín.

3. Áðdáendasíður (Fan pages):
Hérna kemur að þeim hluta sem fyrirtækin eiga að nýta sér, þetta eru síður sérstaklega gerðar fyrir fyrirtæki og ákveðnar vörur. Þarna gefst notendum tækifæri á að sýna áhuga sinn á ákveðnu fyrirtæki eða vörumerki og fá þeir þá sent “status” uppfærslu um hvað er að gerast hjá þeim alveg eins og fengist frá öðrum vinum. Þetta gefur þó ekki fyrirtækinu aðgang að neinum persónulegum upplýsingum eins og nefnt er hér fyrir ofan. Þegar þú bætir við aðdáendasíðu við facebook aðgang þinn telstu vera gerast aðdáandi eða “fan”.

Ég var sjálfur í smá vandræðum í upphafi að skilja muninn á þessum mismunandi gerðum síðna á facebook og ennþá er ég ekki alveg 100% í þesu en þetta er allt að koma :)

Vonandi hjálpar þetta eitthvað.


Stofnpappírar

Ef þið hafið ekki lesið fyrri grein mína um stofnun ehf. þá mæli ég með því að þið rennið yfir hana áður en þið haldið áfram.

Hvaða pappíra þarf?

Þið þurfið 4 skjöl til að geta stofnað einkahlutafélag og eru þau eftirfarandi:

Einnig verðið þið að vera með lágmark kr.500.000- í peningum tilbúið til að láta inn í fyrirtækið. Sú upphæð er lögð inn á reikning fyrirtækisins eftir að þið hafið fengið fyrirtækja kennitölu og stofnað reikning.

Hvað þýðir þetta?

Ef við reynum svo aðeins að útskýra hvað allir þessir pappírar tákna.

Samþykktir: Staðlað skjal sem fjallar um hvernig einkahlutafélagið skuli vera rekið, þar skal bæta inn í skjalið upplýsingum um hver tilgangur fyrirtækisins er, hversu mikið hlutafé sé sett í það, nafn fyrirtækisins og sitthvað fleira.

Stofnsamningur: Þetta er nokkurskonar samningur fyrir stofnendur um hvað fyrirtækið á að gera, hverjir eru skráðir fyrir því, hversu mikið fé hver þeirra mun leggja í fyrirtækið og hversu stóran hluta þeir fá fyrir það. Taka þarf fram nafn, kennitölur og heimilisföng allra stofnenda.

Stofnfundargerð: Þetta er undirrituð fundargerð frá því að stofnfundur fór fram þ.e.a.s. fundur þar sem allir stofnendur komu saman og samþykktu að stofna fyrirtæki. Nauðsynlegt er að telja allt upp sem átti sér stað á fundinum og svo þurfa allir að kvitta undir.

Tilkynning: Umsóknareyðublað til RSK um stofnun fyrirtækisins, þarf að fylla út eyðublaðið, allir  stjórnarmenn að skrifa undir og fá tvo votta eða endurskoðenda til að votta þetta.

Hvað svo?

Þegar þið hafið lokið við að fylla út alla ofangreinda pappíra þurfið þið prenta þá út í þremur eintökum og kvitta undir þá.

1.eintak: fer til Fyrirtækjaskrár ríkisskattstjóra, staðsett við Laugarveg 166.
2.eintak: fer til skattstjóra viðkomandi svæðis.
3.eintak: stofnendur sjálfir halda um þetta eintak.

Það er nokkuð breytilegt hversu langur tími líður eftir að þið skilið inn og þangað til þið fáið fyrirtækjakennitöluna, mín reynsla er þó almennt sú að þetta eru 3-10 virkir dagar.

Hluthafasamkomulag

Þótt það sé ekki nauðsynlegur hlutur til að stofna fyrirtæki þá mæli ég eindregið með því að slíkt samkomulag sé gert á milli stofnenda fyrirtækis ef þeir eru margir. Þetta getur verið góð leið til að skrá útlínur samstarfsins og kemur í veg fyrir óþarfa vandræði í framtíðinni. Athugið að slíkur samningur er einungis hugsaður fyrir stofnendurnar og þarf hvergi að skila honum inn, einungis að skrifa undir hann og hver eigendanna tekur eitt eintak.

Frekari upplýsingar..

Fyrir frekari upplýsingar um hvaða pappíra þarf og hvernig þeir líta út viljum við benda ykkur á að kíkja vefsíðu ríkisskattstjóra þar sem talið er upp allt það sem til þarf til að stofna ehf.  http://rsk.is/fyrirtaekjaskra/felog/ehfeinn/ehfmargir. Einnig er mikið af upplýsingum á vefsíðu IMPRU http://www.nmi.is/impra/utgafa/stofnun-fyrirtaekja--/fyrirtaekid/.


Að stofna ehf.

Jæja, er þá komið að því að þú ætlar að stofna einkahlutafélag (ehf.)?


Hinkraðu við!

Áður en þú ferð í það að fylla út pappírana er ágætt að staldra aðeins við og velta því fyir sér hvort það sé komin tími til þess. Almennt séð er engin þörf til að stofna einkahlutafélag fyrr en tekjurnar byrja að koma inn og ef þú sérð ekki fram á að fá inn tekjur á næstu vikum eða mánuðum þá gæti hugsanlega verið alveg eins gott að bíða aðeins með það. Það kostar pening að stofna einkahlutafélag og svo fer tími í það að halda utan um kennitöluna. Því mæli ég yfirleitt með því að fólk reyni að seinka því eins mikið og það geti en það eru þó undantekningar. Í sumum tilfellum viltu fara strax í það að sækja um styrki, skrá vörumerki, sækja um einkaleyfi og sitthvað fleira þar sem þú þarft á kennitölu að halda til að geta hafið störf.


Þú eða endurskoðandi?

Það er nóg af skemmtilegum pappírum sem þú þarft að fylla út til að sækja um að stofna einkahlutafélag. Við fyrstu sýn gætu þetta verið frekar fráhrindandi pappírar þar sem þeir geta verið heldur ruglingslegir, sérstaklega fyrir þann sem hefur aldrei fyllt þá út áður. Það er ekkert óyfirstíganlegt verk að fylla þá út sjálfur og ég mæli með því að þið reynið það allavegana áður en þið leitið til sérfræðinga þó það væri nú ekki nema bara til að hjálpa ykkur að skilja hvað endurskoðandinn kemur til með að tala um. Ef þið eruð að stofna ykkar fyrsta fyrirtæki gæti þó verið mjög sniðugt fyrir ykkur að annað hvort fá einhvern til að aðstoða ykkur sem hefur fyllt slíka pappíra út áður eða að leita til sérfræðinga og þá helst til endurskoðenda/bókara. Ef margir stofnendur eru af fyrirtækinu gæti það einnig verið frekari hvatning til að leita til fagmanns þar sem hann myndi geta farið með ykkur öllum í gegnum ferilinn til að minnka misskilning og tryggja gott upphaf af samstarfinu.

Hafa í huga!

 • Gott er að hafa alla hluti varðandi hlutverk stofnenda og eignarhluta þeirra á hreinu áður en farið er í að stofna fyrirtækið.
 • Hluthafasamkomulag er ekki hluti af þeim skjölum sem þú þarft að fylla út til að stofna fyrirtæki en það getur verið mjög öflugt í að tryggja gott samstarf milli stofnenda. Skjalið tilgreinir m.a. hvað skuli vera gert ef stofnendum gengur illa að starfa saman og vilja slíta samstarfi.
 • Þið verðið að hafa að lágmarki kr.500.000- í pening tilbúna til að leggja inn fyrirtækið um leið og þið fáið kennitöluna.
 • Það kostar ca.140.00- að stofna kennitölu, hægt er að nota hlutaféð til að greiða þessa upphæð.
 • Kostnaður við endurskoðenda er mjög breytilegur.

Dæmdu bókina af bókakápunni!

Bækur eiga það oft til að vera vanmetnar og er það algjör synd. Það er  ég alveg viss um að bækur eru eitthvað það öflugasta verkfæri sem þið munuð nokkurn tímann búa yfir og hvet ég ykkur því til að reyna nota þær. Persónulega líkar mér ekkert sérstaklega vel við bókasöfn eða íslenskar bókabúðir, þar sem úrvalið er yfirleitt mjög takmarkað. Ég kann miklu betur að meta sérhæfðar bækur sem fjalla um eitthvað mjög sértækt svið og þær finnast mjög sjaldan hér á landi. Ég hef því vanið mig á að nota Amazon.com og myndi ég giska á að ég panti 10-15 bækur af Amazon á hverju ári. Snildin við amazon er fyrsta lagi það ótrúlega úrval af bókum sem þeir búa yfir og öðru lag það öflug “commenta” kerfi sem þeir hafa sem gera öllum kleift að tjá sig um þær bækur sem þar er að finna.

Ef þið eruð t.d. að spá í að fara út í það að stofna fyrirtæki í kringum vefsíðu sem þið ætlið að setja upp farið þá á Amazon.com og pantið bækur um vefsíðugerð, markaðsetningu vefsíðna,  mögulegar tekjuleiðir vefsíðna og annað það sem þið haldið að gæti nýst ykkur. Ef þið ætlið að fara út í reka auglýsingastofu pantið þá ævisögur þeirra manna sem hafa náð lengst á því sviði,  pantið kennslubækur sem fagmennirnir hafa skrifað út frá sinni reynslu. Þið þurfið ekki alltaf að byrja gera öll sömu mistökin og aðrir hafa gert, lesið þeirra bækur og lærið af þeim.

Athugið líka að bækurnar séu skrifaðar á mannamáli, það fer fátt meira í taugarnar á mér en bækur skrifaðar af ofmenntuðu fólki sem skrifa bækurnar á einhverju fagmáli sem gerir manni erfitt að skilja þær. Að mínu mati eru bækurnar yfirleitt betri því einfaldari sem þær eru í uppsetningu, fólk sem leggur alltof mikið upp úr myndum og flottri uppsetningu gera það yfirleitt til að dulbúa lélegt innihald. Ég kýs frekar þunnar bækur en þykkar þar sem ég kann að meta bækur sem koma sér beint að efninu í stað þess að blaðra einhverjar auka 100 blaðsíður bara til að bókin líti út fyrir að vera innihaldsmeiri. Minna er meira þegar það kemur að þykkt bókana.

Nokkrar bækur sem ég get mælt með fyrir alla er t.d. “Rich Dad, Poor dad” eftir Robert Kiosaky það var ein af fyrstu bókunum sem ég las varðandi fjárfestingar og ég hafði óhemju gaman af henni. “The richest man in Babylon” eftir George S. Clason, afskaplega lítil og skemmtileg dæmisaga um hvernig eigi að verða ríkur. Svo eru allar ævisögur gott verkfæri til að veita manni innblástur t.d. ævisaga Richard Bransons þar sem hann lýsir allskonar ævintýrum sem hann hefur lent í í kringum rekstur sinn og einnig í einkalífinu.

Skemmtið ykkur í heim bókmenntanna.


Á morgun segir sá lati!

Ég hef mikið orðið var við að fólk er hrætt um að tala um hugmyndir sínar og reynir helst að geyma þær inn í læstum skáp þar sem engin mun nokkurn tímann sjá þær. Staðreyndin er sú að hugmynd er einskis virði án aðgerða. Skiptir engu máli hversu góð hugmyndin þín er þá er hún einskis virði fyrr en hún er orðin að veruleika. Það er því í raun engin hætta á að verðmætum verði stolið frá ykkur þegar þið spjallið um hugmyndina þar sem það eru engin raunveruleg verðmæti í henni. Meiri hætta fylgir því að byrja ekki að framkvæma hugmyndina, ef þú hefur fengið þessa hugmynd þá er nokkuð líklegt að einhver annar eigi eftir af fá nákvæmlega sömu hugmynd ef þið bíðið með hana nógu lengi.

Mín ráðlegging til ykkar er því sú að ef þið eruð ekki byrjuð að skrifa viðskiptaáætlun og vinna með hugmynd ykkar þá eruð þið strax komin á eftir áætlun og ef þið gerið ekki eitthvað strax í dag er líklegt að hugmynd ykkar falli í gleymsku tímans.

Framkvæmið!
.

Sprotavíkingar

Sumarið 2009 tóku sig saman nokkrir háskólanemar til að fara af stað með námskeið í stofnun fyrirtækja. Hugmyndin var sú að reyna hjálpa þeim sem hefðu misst vinnu sína eða byggju yfir mikilli óvissu vegna ójafnvægis í efnahagskerfinu. Hugmyndin byggðist á því að bjóða upp á þriggja mánaða námskeið þar sem þátttakendur færu í gegnum allan ferillinn við það að stofna fyrirtæki, allt frá því að koma með hugmynd og þangað til að hugmyndin væri orðin að raunverulegum rekstri sem skilaði tekjum. Kennslufyrirkomulag var þannig að gestir úr atvinnulífinu, frumkvöðlar og kennarar koma í heimsókn í tímana og ræddu um hin ýmsu viðfangsefni. Einnig var mikið lagt upp úr hópavinnu, hópefli og sjálfsstyrkingu.