Húmorinn við heimavinnu

almennt Jun 11, 2021

Þegar Covid-19 byrjaði í mars á síðasta ári byrjaði ég að vinna heima eins og svo margir aðrir og hef verið að gera það alveg síðan þá. Nú þegar farið er að sjá fyrir endalokin á þessu langaði mér til að taka saman nokkra skondna hluti sem ég upplifði við það að vinna heima alla daga.

En áður en ég byrja á listanum verð ég bara að deila þessu myndbandi hér að ofan sem ég tók upp í síðustu viku þegar sonur minn kemur inn í miðri upptöku til að færa mér blóm :) Svona skemmtileg augnablik gerast ekki á skrifstofum út í bæ.

9 skondnir hlutir sem ég upplifði í heimavinnunni.

  1. Nokkrum sinnum fór...
Lesa meira...

6 vikna gamall fjárfestir

fjármál Apr 15, 2021

Þegar eldri sonur minn varð 6 vikna gamall fór ég með hann í viðskiptabankann, stofnaði bankareikning fyrir hann og fjárfesti fyrir hann í ríkisskuldabréfum. Nú var yngri sonur minn að verða 2 mánaða og ég var að enda við að gera það sama auk þess sem ég er að fjárfesta núna fyrir þá báða í S&P500 vísitölusjóð.

Margir telja mig kannski klikkaðan fyrir að vera gera þetta en mér finnst rosalega mikilvægt að kenna sonum mínum fjárhagslegt læsi enda veit ég að skólakerfið á ekki eftir að gera það. Eftir nokkur ár þegar þeir verða eldri þá get ég notað þessa fjárfestingar sem dæmi til að kenna...

Lesa meira...

Markmiðasetning fyrir 2021

markmið Jan 21, 2021

Ég elska að nota markmið sem verkfæri til að lifa betra lífi!

Á hverju ári í 20 ár hef ég sett mér ýtarleg markmið í byrjun hvers árs sem ég hef svo reynt að vinna eftir markvisst yfir árið. Ég er sannfærður um að þessi ferill hefur gert mig að betri manni og hjálpað mér að afreka meira en ég hefði annars gert.

Nú í byrjun þessa árs setti ég saman ýtarlegt kennslumyndband um hvernig ég vinn markmið mín fyrir meðlimi Stuðningsnetsins. Það var svo gefandi og ég fékk svo góð viðbrögð frá hópnum að ég ákvað að deila áfram helstu punktunum um hvernig ég vinn þetta.

1. Markmið verða að betrumbæta líf...

Lesa meira...

Hvað er að stoppa þig í að stofna fyrirtæki?

fyrstu skrefin Nov 06, 2020

Marga dreymir um að stofna sitt eigið fyrirtæki, eru jafnvel með góða viðskiptahugmynd en láta svo aldrei verða að því að henda sér í djúpu laugina. En hvað er að stoppa fólk í því að láta vaða? Margir mikla fyrir sér að fara úr öruggu starfi yfir í eigin rekstur sem getur verið áhættusamur, á meðan aðrir tala um skort á fjámagni og tíma. Gerð var óformleg könnun á facebook síðunni Íslenskir frumkvöðlar til að fá innsýn inn í hvað það er í raun og veru sem kemur í veg fyrir að fólk láti drauma sína rætast og stofni fyrirtæki, hér eru helstu niðurstöður úr þeirri könnun.

Við...

Lesa meira...

Að komast úr kyrrstöðu

fyrstu skrefin Aug 10, 2020

 

Hvernig komumst við úr kyrrstöðu, þ.e. úr hugmyndastigi í aðgerðir?

Það eru margir þættir sem halda aftur af okkur og einn sá stærsti er óöryggi, sérstaklega ef við höfum ekki stofnað fyrirtæki áður. Það er erfitt að fara út í óvissuna þegar við skiljum ekki alveg út á hvað þetta gengur. Við þurfum að átta okkur á hvað felst í að reka fyrirtæki og besta leiðin til þess er að kíkja á námskeið hjá mér í stofnun fyrirtækja. En einnig hef ég skrifað margar greinar um þetta og hérna eru t.d. nokkrar þeirra:

Lesa meira...

Tækifærin í fyrirtækjarekstri

fyrstu skrefin Jul 13, 2020

Að vita að maður getur stofnað fyrirtæki víkkar sjóndeildarhringinn og því fylgir ákveðið öryggi, sjálfsöryggi. Við þurfum ekki öll að vinna fyrir einhvern annan og það er hvort eð er ekkert öruggt að vinna fyrir annan eins og við erum að sjá á öllu þessu fólki sem er að missa vinnuna um þessar mundir. 

Stundum getur öryggið verið fólgið í því að byggja upp þekkingu á hvernig við stofnum fyrirtæki og búum til okkar eigin tækifæri. Þau eru mjög mörg sem geta gert alveg fullt og eru troðfull af hugmyndum um alls konar. Það að kunna þessa beinagrind að fyrirtækjarekstri gæti búið til auðlindir sem enginn tekur frá manni. Að standa og falla...

Lesa meira...

Get ég stofnað fyrirtæki meðan ég er ennþá í skóla?

Uncategorized Jun 29, 2020

<iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/ePhLbc6uYQc" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; clipboard-write; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture" allowfullscreen></iframe>

Já! Ef þú stofnar einkahlutafyrirtæki ertu aldrei að fara að tapa meiru en það sem þú setur í það. Þú getur alveg stofnað fyrirtæki án þess að setja allt í það og unnið í því þegar þú hefur tíma. Ég stofnaði mitt fyrsta fyrirtæki þegar ég var í viðskiptafræði, var í skólanum á morgnanna og vann í fyrirtækinu eftir hádegi. Þetta varð til þess að ég lærði miklu meira í formlega náminu vegna þess að ég var að reka...

Lesa meira...

Hvernig hélt ég geðheilsu í Covid-19?

heilsa Jun 15, 2020

Það er aukið álag að þurfa að vinna heima og sérstaklega þegar maður er með börn. Í kófinu vorum við hjónin bæði að vinna heima og ég fann fljótt að ég þurfti mjög nauðsynlega að hafa sterka rútínu.

Ég gerði mjög fastmótaða áætlun á hverjum degi frá 9-17 og hélt mig við hana.

Ég „mætti í vinnuna” og byrjaði daginn alltaf á markmiðasetningu. Hvað vildi ég klára í dag og hvað þurfti ég að gera í mínum verkefnum til að fá tilfinninguna um að dagsverki væri lokið. Þó að maður sé að sinna stórum verkefnum er mjög mikilvægt að brjóta þau niður til að geta merkt sem...

Lesa meira...

Lifandi útsendingar á Facebook

almennt Jun 05, 2020

Í apríl 2020 byrjaði ég að vera með lifandi útsendingar á Facebook og ég mun deila með ykkur ýmsum góðum köflum úr þeim hér á blogginu á komandi vikum. Markmið með útsendingunum er að deila fróðleik og reynslusögum sem tengjast því að stofna og reka fyrirtæki og vonandi hjálpa ykkur sem eruð með rekstur eða stefnið á rekstur og viljið ná árangri í því.

Ég ákvað að hefja þessa þáttaröð í miðjum Covid-faraldri því mig hreinlega langaði bara að láta eitthvað gott af mér leiða. Þetta ástand í þjóðfélaginu minnti mig á hvernig við upplifðum hrunið 2008 en sá tími varð...

Lesa meira...

Hvert er rétta bókhaldskerfið fyrir þig?

Uncategorized Jan 26, 2020

Öll fyrirtæki þurfa að halda bókhald, skila inn vsk-skilum, halda utan um launagreiðslur, gefa út reikninga og sitthvað fleira. Það fer þó alveg eftir fyrirtækinu og frumkvöðlinum hversu mikið af þessum atriðum hann vill sinna sjálfur og hversu mikið hann vill útvista til bókarans síns, en ef hann ætlar að sjá um eitthvað af þessum atriðum sjálfur þá getur verið gott að hafa einhverskonar bókhaldskerfi.

Stóra spurningin er þá “hvaða bókhaldskerfi á ég að nota?” og við því er ekki til neitt einfalt svar því að það virðist vera mjög mikið smekksatriði hvaða kerfi fólk kýs að nota. Til þess að reyna fá smá yfirsýn yfir...

Lesa meira...
Close

50% Complete

Two Step

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit, sed do eiusmod tempor incididunt ut labore et dolore magna aliqua.