Svona býrðu til prótótýpu

fablab Nov 01, 2021

Ég kíkti í heimsókn í Fablab Reykjavík á dögunum og spjallaði við hana Bryndísi Steinu Friðgeirsdóttur, sérfræðingur í menntamálum. Í viðtalinu sýndi hún okkur aðstöðuna sem er staðsett í Fjölbrautarskólanum í Breiðholti.

Fablab er stafræn smiðja sem er opin öllum. Hægt er að 3D prenta, búa til mót, skera út, laser prenta, laser skera, fræsa og margt fleira. Við fengum að skoða nokkra hluti sem hafa verið búnir til í Fablab.

Ef þú hefur hugmynd að nýrri vöru þá er þetta staðurinn til að tilraunast áfram og búið til prótótýpu, á staðnum eru sérfræðingar sem hjálpa þér...

Lesa meira...

Ekki reyna þetta ein(n)

almennt Oct 18, 2021

Þegar ég stofnaði mitt fyrsta fyrirtæki þá reyndist það mér mjög erfitt, ég fékk engan stuðning og það var erfitt að fá einföldustu upplýsingar. Fyrir vikið varð til einhver þrjóska í mér sem gerði það að verkum að ég hugsaði "ég komst þetta langt án nokkurar hjálpar, hví ætti ég þá að leita mér hjálpar núna?".

Þessi þrjóska hélt mér gangandi næstu árin en því miður skilaði hún litlu öðru en harki, harki og meira harki. Ég náða að byggja upp og reka nokkur fyrirtæki en þau voru ekkert að gera neina frábæra hluti og ég var vanalega með lítið afgangs...

Lesa meira...

Hún hefur fengið yfir milljarð króna í styrki

styrkir Oct 11, 2021

Ég elska það þegar ég fæ tækifæri til að læra af einhverjum sem er bestur á sínu sviði og í seinni tíð hef ég fjárfest miklum pening í það að fara á námskeið og viðburði þar sem ég get heyrt þá bestu tala.

Þegar það kemur að því að sækja um styrki þá myndi ég segja að ein sú allra besta væri Þórunn Jónsdóttir hjá Thorunn ráðgjöf enda hefur hún fengið vel yfir milljarð króna í styrki fyrir viðskiptavini sína.

Mitt markmið með Frumkvöðlar er að hjálpa öllum núverandi og verðandi fyrirtækjaeigendum eins þér að ná árangri í rekstri og ég hef...

Lesa meira...

Staðlaðir verkferlar

rekstur Oct 04, 2021

Ég held ég verði bara að viðurkenna að ég sé smá frumkvöðla-nörd og hafi gaman af því að kafa ofan í allskonar áhugaverða hluti tengt stofnun og rekstri fyrirtækja. Nýjasta æðið mitt sem ég er að nördast yfir eru STAÐLAÐIR VERKFERLAR.

Ég veit... þetta hljómar mjög leiðinlega en staðreyndin er sú að þetta gæti ekki verið meira spennandi ef þú átt og rekur þitt eigið fyrirtæki. Ég vil jafnvel fara svo langt að segja að þetta sé það sem aðgreinir fyrirtæki sem vaxa og dafna frá þeim fyrirtækjum sem staðna og festast í stað.

Það er heldur ekki rétt að staðlaðir verkferlar séu bara fyrir stór og flókin...

Lesa meira...

Mikilvægi markmiða fyrir fyrirtæki

markmið Sep 06, 2021

Fyrirtækjaeigendur vanmeta oft hversu mikilvæg vinna það er að móta og skrá niður markmið fyrir fyrirtækið.

Vanalega þegar ég spyr frumkvöðla hvort þeir séu með markmið fyrir fyrirtæki sín þá svara þeir að svo sé en þegar ég bið þá svo um að sýna mér markmið sín þá er fátt um svör. Flestir frumkvöðlar halda að þeir séu með markmið en ef þau eru ekki vel skilgreind og niðurskrifuð þá eru þetta ekki markmið. Þá eru þetta bara einhverjir draumórar.

Þannig nú vil ég skora á þig að svara þessari spurningu:

Ert þú með markmið í fyrirtækinu þínu?

Það er tímafrekt...

Lesa meira...

Fara frumkvöðlar í sumarfrí?

rekstur Aug 19, 2021

Ég fór í 3 vikna langt sumarfrí og ég vann ekki neitt!
 
Viðskiptavinir mínir héldur áfram að kaupa þjónustur mínar og fundu lítið fyrir fjarveru minni enda er ég búinn að hanna fyrirtækið þannig að ég sé ekki ómissandi.
 
Það er ekki svo langt siðan að ég var svo upptekin við að byggja upp fyrirtæki að ég tók mér aldrei frí, ég vann meira og minna alla daga vikunnar og allar vikur ársins.
 
Það er kannski ekki svo ólíklegt að þú sért eins og ég var? Að þú sért of upptekin við að byggja eða reka fyrirtækið þitt til að taka þér almennilegt frí? Ef það...
Lesa meira...

Húmorinn við heimavinnu

almennt Jun 11, 2021

Þegar Covid-19 byrjaði í mars á síðasta ári byrjaði ég að vinna heima eins og svo margir aðrir og hef verið að gera það alveg síðan þá. Nú þegar farið er að sjá fyrir endalokin á þessu langaði mér til að taka saman nokkra skondna hluti sem ég upplifði við það að vinna heima alla daga.

En áður en ég byrja á listanum verð ég bara að deila þessu myndbandi hér að ofan sem ég tók upp í síðustu viku þegar sonur minn kemur inn í miðri upptöku til að færa mér blóm :) Svona skemmtileg augnablik gerast ekki á skrifstofum út í bæ.

9 skondnir hlutir sem ég upplifði í heimavinnunni.

  1. Nokkrum sinnum fór...
Lesa meira...

6 vikna gamall fjárfestir

fjármál Apr 15, 2021

Þegar eldri sonur minn varð 6 vikna gamall fór ég með hann í viðskiptabankann, stofnaði bankareikning fyrir hann og fjárfesti fyrir hann í ríkisskuldabréfum. Nú var yngri sonur minn að verða 2 mánaða og ég var að enda við að gera það sama auk þess sem ég er að fjárfesta núna fyrir þá báða í S&P500 vísitölusjóð.

Margir telja mig kannski klikkaðan fyrir að vera gera þetta en mér finnst rosalega mikilvægt að kenna sonum mínum fjárhagslegt læsi enda veit ég að skólakerfið á ekki eftir að gera það. Eftir nokkur ár þegar þeir verða eldri þá get ég notað þessa fjárfestingar sem dæmi til að kenna...

Lesa meira...

Markmiðasetning fyrir 2021

markmið Jan 21, 2021

Ég elska að nota markmið sem verkfæri til að lifa betra lífi!

Á hverju ári í 20 ár hef ég sett mér ýtarleg markmið í byrjun hvers árs sem ég hef svo reynt að vinna eftir markvisst yfir árið. Ég er sannfærður um að þessi ferill hefur gert mig að betri manni og hjálpað mér að afreka meira en ég hefði annars gert.

Nú í byrjun þessa árs setti ég saman ýtarlegt kennslumyndband um hvernig ég vinn markmið mín fyrir meðlimi Stuðningsnetsins. Það var svo gefandi og ég fékk svo góð viðbrögð frá hópnum að ég ákvað að deila áfram helstu punktunum um hvernig ég vinn þetta.

1. Markmið verða að betrumbæta líf...

Lesa meira...

Hvað er að stoppa þig í að stofna fyrirtæki?

fyrstu skrefin Nov 06, 2020

Marga dreymir um að stofna sitt eigið fyrirtæki, eru jafnvel með góða viðskiptahugmynd en láta svo aldrei verða að því að henda sér í djúpu laugina. En hvað er að stoppa fólk í því að láta vaða? Margir mikla fyrir sér að fara úr öruggu starfi yfir í eigin rekstur sem getur verið áhættusamur, á meðan aðrir tala um skort á fjámagni og tíma. Gerð var óformleg könnun á facebook síðunni Íslenskir frumkvöðlar til að fá innsýn inn í hvað það er í raun og veru sem kemur í veg fyrir að fólk láti drauma sína rætast og stofni fyrirtæki, hér eru helstu niðurstöður úr þeirri könnun.

Við...

Lesa meira...
Close

50% Complete

Two Step

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit, sed do eiusmod tempor incididunt ut labore et dolore magna aliqua.