14 frábær ráð gegn stressi frá 18 ógeðslega klárum vinum mínum

almennt heilsa Dec 05, 2011

Eftir að hafa í fyrsta skipti í fjölda ára fundið fyrir líkamlegum streitu- og kvíðaeinkennum ákvað ég að nýta mér „crowd-sourcing“ og óska eftir ráðum og remedíum sem vinna á þessu via Facebook.

Viðbrögðin létu ekki á sér standa og hér er afraksturinn; 14 frábær ráð frá vinum.

1.       Hugleiða í að minnsta kosti 20 mínútur á dag. Hér var mælt sérstaklega með Mindfulness og þessari síðu: http://www.meditationoasis.com/

2.       Fá góðan svefn/hvíld. Fara snemma að sofa og vakna alltaf á sama tíma á morgnana.

3.       Fá sér eitt glas af viskí/rauðvíni/bjór að kvöldi erfiðs dags í vinnunni. Ekki meira en eitt glas og ekki á hverju kvöldi.

4.       Taka kvöld- og helgarfrí! Skipuleggja tímann þannig að ekki sé unnið um helgar (of oft) og ekki hugsa um fyrirtækið eftir klukkan 21.

5.       Finna sér áhugamál.

6.       Verða Íslandsmeistari í einhverju aftur og aftur (tengist nr. 5).

7.       Slaka á. Fara í fótabað, fá sér te, kveikja á kertum, lesa góða bók, fara í heitt bað. Þið vitið…rólegheit og andleg hreinsun. Sem sagt ekki fara á djammið.

8.       Taka Magnesíum og Omega 3. Ég hef upp á síðkastið tekið blómadropa sem heita Stress Relief Daytime (Valerian Hops oral drops) frá A. Vogel og finnst þeir virka ágætlega. Kannski er þetta bara andlegt, en ég ætla að leyfa mér að trúa að þeir virki.

9.       Útivera og hreyfing.

10.   Horfa á sjálfa/n sig í speglu og endurtaka: “OK, í fyrsta lagi þá er nákvæmlega engin ástæða til að stressa sig á þessu. Þú ert osom og það er bara þannig. Fuck ’em ef þeir fatta það ekki strax.” (Tóti Stefáns)

11.   Prjóna og/eða baka köku. Sennilega ekki bæði í einu því það er líklegt til að hafa stressandi áhrif.

12.   Komast að því hvað veldur stressinu. Finna svo út verstu mögulegu útkomuna úr þessum kringumstæðum. Sætta þig við hana með einhverskonar rökleiðslu, t.d. “Ég hef þó alltaf heilsuna”, “I’ll always bounce back” o.s.frv. Eftir það verða allar útkomur bónus.

13.   Stunda kynlíf (http://eyjan.is/2010/12/10/kynlif-er-heilsusamlegt-10-heilsubaetandi-ahrif-kynlifs/)

14.   Síðast en ekki síst (og það sem heldur mér á lífi) hlusta á góða tónlist!

Ef í óefni er komið og streitan hverfur ekki er aðeins eitt að gera. Fara í 5 daga frí (út á land eða erlendis). Þá meina ég fara á mánudegi og koma heim á föstudegi. Ekki hugsa um vinnuna, setja talhólfið á símann og out of office reply á tölvupóstinn. Ef þú ert með sprotafyrirtæki verður rétti tíminn til að taka frí líklega eftir 5-7 ár og ef þú ert streituhrúga er ólíklegt að þú lifir svo lengi. Lífið er ekki vinnan og vinnan er ekki lífið! 5 dagar án þess að einhver fái svar við tölvupósti drepa engan. Talandi af eigin reynslu get ég sagt að þið komið tvíefld til baka og tilbúin til að takast á við hvaða verkefni sem er.

Hér er smá hvatning:
http://www.youtube.com/watch?v=r3M04ca0RdY

Close

50% Complete

Two Step

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit, sed do eiusmod tempor incididunt ut labore et dolore magna aliqua.