Tim Ferris skrifaði mjög skemmtilega bók sem hann kallaði “fjögurra klukkustunda vinnuvikan” og náði sú bók miklum vinsældum og átti það vel skilið þar sem þetta er hin prýðilegasta bók. Þessi bók endurspeglar þó að miklu leiti það leti-hugarfar sem virðist hafa náð tökum á svo miklu af hinum vestræna heimi. Allir vilja verða ríkir og þurfa ekki að hafa áhyggjur af fjármálum sínum en fæstir eru þó tilbúnir að leggja á sig þá vinnu sem þarf til að ná þeim stað. Þetta gerir það að verkum að bækur á borð við „The 4 hour workweek“ og „The Secret“ seljast í milljónum eintaka en báðar eru þetta bækur sem segja að maður geti kynnst velgengni án þess að þurfa vinna alltof mikið, The Secret fer meira segja svo langt að segja að maður þurfi alls ekki að gera neitt annað en að hugsa jákvætt.
Staðreyndin er þó sú að ef þið viljið raunverulega ná árangri og búa til fjárhagslegt öryggi fyrir ykkur sjálf og fjölskyldur ykkar í framtíðinni þá eruð þið ekki að fara ná því á 4 klst á viku og þið eruð heldur ekki að fara ná því á hinum hefðbundnu 40 klst vinnuvikum. Ég myndi í raun segja að sannleikurinn væri nær 168 klst á viku.
Ég var að hlusta á hljóðbók með honum Brian Tracy þar sem hann útskýrir þetta nokkuð skemmtilega en hann tekur það fram að það að vinna 40 klukkutíma á viku hjálpar ykkur bara rétt svo til að halda ykkur á floti. Árangur ykkar í framtíðinni mælist af þeim fjölda klukkutíma sem þið vinnið umfram hina hefðbundnu 40 klukkutíma.
Ef þið vijið ná árangri, alveg óháð í hverju það er þá þurfið þið alltaf að fórna einhverju öðru í staðinn og fyrir viðskiptafræðingana þarna úti þá enda ég þetta á tilvitnun sem þeir ættu að þekkja vel, “There is no such thing as a free lunch”.
50% Complete
Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit, sed do eiusmod tempor incididunt ut labore et dolore magna aliqua.