52% ódýrara fyrir fyrirtækið en þig

rekstur May 10, 2019

Það er oft talað um að það sé ódýrara að láta fyrirtækið kaupa vörur heldur en að kaupa þær persónulega.

Þá er verið að vitna í það að þegar að fyrirtæki kaupir vörur fyrir reksturinn eins og t.d. prentara, tölvu, stól og skrifborð þá þurfi fyrirtækið ekki að greiða virðisaukaskatt af vörunni.

En er það í alvörunni satt að það sé ódýrara fyrir fyrirtækið að kaupa vöru en fyrir þig? Og ef það er satt hversu mikið ódýrara er það? Ég ákvað að gera smá reikningsdæmi til að átta mig á hver mismunurinn er í raun og veru og ákvað að taka líka inn í þetta þætti eins og tekjuskatt og launakostnað. Varan sem varð fyrir valinu er MacBook Air fartölva frá Macland sem kostar á þeim tíma sem þessi grein er skrifuð kr.219.990- út úr búð.

Endurgreiðsla á VSK

Fyrir einstakling sem er að kaupa þessa fartölvu þá er þetta ekkert flókið, verðið er bara nákvæmlega það sem er ásett á tölvuna kr.219.990-. Fyrir fyrirtækið sem ætlar að kaupa þessa tölvu þá þarf það jú líka að greiða fullt verð til búðarinnar þegar það fær tölvuna en svo fær það endurgreitt virðisaukaskattinn af tölvunni sem er 24% eða kr.42.578-.

Lækkun tekjuskatts

Ef fyrirtækið skilar hagnaði á því ári sem það kaupir tölvuna þá lækkar kostnaður tölvunnar tekjuskattinn sem fyrirtækið hefði annars þurft að borga. Í þessu dæmi borgar fyrirtækið kr.177,441- án vsk. fyrir tölvuna sem þýðir að hagnaðurinn lækkar um þá upphæð og lækkar þar með tekjuskattinn sem þarf að greiða um 20% af þessari upphæð eða kr.35.482-.

Lækkun launakostnaðar

Ef einstaklingurinn sem er að fara kaupa sér tölvuna á fyrirtæki og er að fá laun sín greidd út úr því fyrirtæki þá er fyrirtækið að greiða launakostnaðinn hans líka. Það þýðir að til þess að fá launin sín greidd sem hann síðan notar til að kaupa tölvuna þarf hann að greiða ca. 35% í staðgreiðslu. Kostnaður tölvunnar fyrir fyrirtækjaeigendann er því kr.219.990 af hans eigin peningum og kr.76.996- af peningum fyrirtækis hans vegna staðgreiðslunar sem fyrirtækið þurfti að greiða til að geta greitt honum út þessa upphæð í launum. Heildarkostnaður tölvunnar er því í raun kr.296.986-.

Niðurstaðan

Kostnaður tölvunnar fyrir einhvern einstakling út í bæ er ennþá óbreyttur eða kr.219.990- aftur á móti er kostnaður fyrirtækisins einungis kr.141.930- (219.990 – 42.578 – 35.482). ÞEtta þýðir að það er í raun 35,5% ódýrara fyrir fyrirtækið að kaupa tölvuna en einstakling út í bæ.

En aftur á móti ef við erum með fyrirtækjaeigenda sem er að reyna ákveða hvort hann eigi að kaupa tölvuna eða fyrirtæki hans þá má einnig taka inn í reikninginn kostnað fyrirtækisins af því að borga honum laun en sá kostnaður hlýtur að leggjast ofan á kaupverð tölvunnar. Það þýðir að ef fyrirtækjaeigandinn kaupir tölvuna sjálfur er kostnaður hans og fyrirtækisins alls kr.296.986- (verð tölvunar + launakostnaður fyrirtækisins). Það væri því 52% ódýrar fyrir fyrirtækjaeigandann að kaupa tölvuna í gegnum fyrirtækið heldur en að kaupa hana sem einstaklingur.

Þetta er að sjálfsögðu bara ein leið til að líta á þetta og ég er viss um að mörg ykkar erum með aðra sýna á þessu en engu að síður vona ég að þetta gefi ykkur einhverja hugmynd um hvernig það er öðruvísi að láta fyrirtæki kaupa vöru heldur en að kaupa hana sem einstaklingur. Ef þið eruð ósammála þessum útreikningum eða eruð með aðrar skoðanir á þessu þá endilega skrifið komment hér fyrir neðan, væri gaman að heyra frá ykkur 🙂

Close

50% Complete

Two Step

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit, sed do eiusmod tempor incididunt ut labore et dolore magna aliqua.