6 vikna gamall fjárfestir

fjármál Apr 15, 2021

Þegar eldri sonur minn varð 6 vikna gamall fór ég með hann í viðskiptabankann, stofnaði bankareikning fyrir hann og fjárfesti fyrir hann í ríkisskuldabréfum. Nú var yngri sonur minn að verða 2 mánaða og ég var að enda við að gera það sama auk þess sem ég er að fjárfesta núna fyrir þá báða í S&P500 vísitölusjóð.

Margir telja mig kannski klikkaðan fyrir að vera gera þetta en mér finnst rosalega mikilvægt að kenna sonum mínum fjárhagslegt læsi enda veit ég að skólakerfið á ekki eftir að gera það. Eftir nokkur ár þegar þeir verða eldri þá get ég notað þessa fjárfestingar sem dæmi til að kenna þeim kosti ávöxtunar, fjárfestinga og mikilvægi þess að byggja upp sparnað.

Þótt svo að þetta hafi ekki verið háar upphæðir þá hugsa ég mér að þeir eigi nú meiri sparnað heldur en stór hluti þjóðarinnar enda held ég að fólk almennt séð sé ekki mikið að leggja til hliðar í sparnað. 

Ég hefði gaman af því að heyra frá þér hvernig þú háttar sparnaði þínum og hvernig þú ætlar að kenna börnum þínum að fara með peninga.

Close

50% Complete

Two Step

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit, sed do eiusmod tempor incididunt ut labore et dolore magna aliqua.