Ég býst við að margir séu að kljást við styrktarumsóknirnar núna og mér datt þess vegna til hugar að deila með ykkur nokkrum góðum ráðum sem ég hef fengið þegar ég hef verið að vinna mínar umsóknir.
1. Hugsaðu út fyrir litlu eyjuna okkar.
Þegar þú ert að sækja um styrki þá er allt í lagi að hugsa stórt, við sem íslendingar eigum það oft til að afmarka okkur og viðskiptahugmyndir okkar við þessa litlu eyju sem við búum á. Reynið frekar að hugsa út fyrir landsteina og sjá fyrir ykkur hvernig hugmyndin getur þróast og stækkað til annara landa.
2. Byrjaðu smátt.
Ekki fara fram úr þér í upphafinu, þótt svo þú sért að stefna langt með hugmyndina þá þarftu að sýna fram á það að þú sért einnig raunhæfur. Það er erfitt að koma fyrirtæki af stað og tekur tíma, ekki fara í einhverja EXCEL reikninga sem sýna að fyrirtækið skili hagnaði strax frá upphafi, sýndu frekar fram á að þetta verði erfitt í upphafi en vaxtamöguleikarnir séu góðir.
3. Nýnæmi.
Flestir styrkir sem þú ert að sækja um ganga út á nýnæmi þ.e.a.s. að þú sért að skapa eitthvað nýtt eða sért með einhverja nýja nálgun á þjónustu sem er til fyrir. Það er mikilvægt að útskýra þetta nákvæmlega, hvað ertu að gera sem samkeppnisaðilarnir eru ekki að gera, hvað aðskilur þig frá þeim? Þarna mæli ég líka með að þið komð með rök fyrir því sem þið eruð að segja ekki koma með einhverjar alhæfingar á borð við “Varan okkar er bara miklu flottari” eða “Tæknin í okkar vöru er miklu öflugri en hjá samkeppnisaðilum”. Reynið frekar að eyða smá tíma í að greina samkeppnisaðila ykkar og koma svo með ýtarlega lýsingu á hvað samkeppnisaðilarnir eru að gera og hvernig þið gerið það svo öðruvísi og afhverju ykkar leið sé betri.
4. Einfaldaðu þetta.
Flestar umsóknir sem ég hef lesið yfir eru svo kaótískar að engin venjulegur maður getur almennilega skilið þær. Við eigum það til að troðfulla allar umsóknir af textum um vöruna, markaðsrannsóknir, teikningar, fylgiskjöl, meðmæli og allt það sem við getum. Stundum er minna meira.
5. Hnitmiðað.
Vertu fyrirfram búin að ákveða sölupunktinn þinn með umsókninni þ.e.a.s. hvað þú vilt koma á framfæri og skrifaðu alla umsóknina með þann punkt í huga. Ef þú gerir þetta þá verður miklu betra samhengi í umsókninni og auðveldara að lesa hana. Hafið það einnig í huga að sá sem kemur hugsanlega til með að lesa yfir umsóknina hefur kannski enga þekkingu á því sviði sem þú ert að starfa á og þarf því að útskýra allt fyrir honum á skýran og hnitmiðaðan hátt.
6. Þekktu samkeppnina.
Það er afskaplega algengt að fólk gefi sér ekki nægjan tíma í að kynna sér markaðinn sem það er að fara inn á og þá samkeppni sem er þar fyrir. Þið getið lært óhemju mikið um hvaða iðnað sem er bara með því að skoða hvernig samkeppnisaðilarnir framkvæma hlutina. Takið ykkur tíma í að skoða þetta.
7. Skilgreindu markhópinn.
Vertu viss um hvað þú ert að selja, hverjum þú ætlar að selja þetta, hvað þeir eru tilbúnir að borga fyrir það og hvort þeir séu tilbúnir að kaupa það.
8. Sjónrænt.
Góðar teikningar, ljósmyndir, uppköst eða aðrar myndir sem útskýra vöruna, þjónustuna eða fyrirtækið geta gert ótrúlega mikið bæði til að gera umsóknina skiljanlegri og einnig til að láta það líta út fyrir að hugmyndin sé kominn lengra en hún er í raun kominn.
9. Bara ein hugmynd!
Síðasta og að mínu mati mikilvægasta ráðið er að sækja bara um eina hugmynd. Það sem ég meina þar er að það er algengt vandamál hjá frumkvöðlum að vera með alltof margar hugmyndir og vilja framkvæma þær allar. Þá gerist það oft að reynt er að troða mörgum hugmyndum í sömu umsóknina eða búa til allskonar auka viðbætur við upphaflegu hugmyndina. Reynið miklu frekar að vera með eina góða hugmynd sem er vel afmörkuð og komið henni frá ykkur skýrt og greinilega.
50% Complete
Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit, sed do eiusmod tempor incididunt ut labore et dolore magna aliqua.