Að komast úr kyrrstöðu

fyrstu skrefin Aug 10, 2020

 

Hvernig komumst við úr kyrrstöðu, þ.e. úr hugmyndastigi í aðgerðir?

Það eru margir þættir sem halda aftur af okkur og einn sá stærsti er óöryggi, sérstaklega ef við höfum ekki stofnað fyrirtæki áður. Það er erfitt að fara út í óvissuna þegar við skiljum ekki alveg út á hvað þetta gengur. Við þurfum að átta okkur á hvað felst í að reka fyrirtæki og besta leiðin til þess er að kíkja á námskeið hjá mér í stofnun fyrirtækja. En einnig hef ég skrifað margar greinar um þetta og hérna eru t.d. nokkrar þeirra:

Þegar hugmyndirnar eru útskýrðar fyrir fólki á mannamáli komast flestir að því að það að reka fyrirtæki er í rauninni ekkert svo flókið.

Margir eru líka í vafa um hugmyndina sína og hvort hún sé nógu góð. Hin fullkomna hugmynd er ekki til þannig að best er bara að hætta að bíða eftir henni og fara af stað með þá hugmyndi sem við höfum metnað fyrir. Það gæti komið í ljós að við hættum að vera spennt fyrir grunnhugmyndinni og það er allt í lagi, þá er bara að taka skref aftur og svo áfram eftir endurskoðun. Þetta er partur af ferlinu og þú kemst ekki að virði hugmyndarinnar nema byrja að vinna af alvöru í henni.

Til að fá trú á hugmyndinni okkar þurfum við að spegla hana í öðrum. Við þurfum að kynna hana og sjá hvernig hún hljómar í fyrir öðrum. Algengustu mistök frumkvöðla eru að liggja á hugmyndunum og þora ekki að kynna þær. Hræðslan við hugmyndastuld kæfir því margar hugmyndir áður en þær fá að líta dagsins ljós. Veljið samt rétta fólkið til að ræða hugmyndina, aðra frumkvöðla og jákvæðu týpurnar í fjölskyldunni.

  • Ræðum hugmyndina við aðra
  • Tökum ákvörðun
  • Vinnum markvisst í gegnum eina hindrun í einu

Þetta er ekki flókið en þetta krefst aga og trú á sjálfum okkur.

Close

50% Complete

Two Step

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit, sed do eiusmod tempor incididunt ut labore et dolore magna aliqua.