Að losna við slæma meðeigendur

almennt rekstur Jan 20, 2019

Ég ætla ekki að segja ALLIR (þótt ég hugsi það), frekar ætla ég að segja FLESTIR, já flestir þeir stofnendur sem hafa stofnað fyrirtæki með einum eða fleiri meðeigendum hafa á einhverjum tímapunkti þurft að velta fyrir sér “hvernig losna ég við þennan hrikalega meðeigenda”.

Þarna er ég ekki að segja að það séu slæmir meðeigendur í öllum hópum stofnenda heldur frekar að það að stofna fyrirtæki með öðrum aðilum sé mjög erfitt og krefjandi verk og því ekki skrítið að það komi upp erfiðar stöður og ósætti manna á milli. Margir vilja líkja þessu við það að vera í hjónabandi og það er margt til í þvi en veltið nú fyrir ykkur að það tekur flesta einstaklinga mörg ár af stefnumótum og sambúð áður en þeir viti hvort viðkomandi sé sá rétti til að giftast og þrátt fyrir það endar um helmingur hjónabanda með skilnaði. Er þá ekki líklegt að stofnun fyrirtækis, sem oftar en ekki er ákveðin í núinu í þokukenndu ástandi eldmóðs á tíunda kaffibolla, sé líkleg til að enda illa? Svo má einnig færa þau rök að það sé auðveldara að losna úr hjónabandi heldur en að losna við meðeigenda enda getur meðeigandi neitað að selja og hvað gera lagsmenn þá?

Fyrirbyggjandi leiðir

Besta leiðin til að koma í veg fyrir að allt fari í háaloft þegar einn eða fleiri meðeigendur eru ósáttir er að hafa í upphafi rekstursins sett skírar línur um hvað skuli gera ef upp koma ósætti. Það er hægt að gera með skriflegu samkomulagi eða svokölluðu hluthafasamkomulagi, og notast þá við klausu sem ég hef heyrt kallað “shotgun claus” og stundum rússnesk rúlletta en sú klása tilgreina að ef upp koma ósætti getur sá ósátti óskað eftir að hinir eigendurnir geri honum tilboð í hans hlut en ef hann tekur ekki tilboðinu þá verður hann að kaupa hina eigendurnar út á sama verði. Þannig er hægt að losna við öll rifrildin og klára þetta á nokkrum dögum frekar en að hafa þetta hangandi yfir manni næstu mánuði og ár.

Skilningsríki meðeigandinn

Ef þú ert svo heppinn að semja um útgöngu við meðeigenda sem er rólegur, yfirvegaður og tilbúinn að ræða þá ertu heppin en það er engu að síður langt til lands. Nú þurfið þið að komast að samkomulagi um hversu mikils virði hans hluti er og hvernig þú ætlar að fara að því að greiða fyrir þann hluta. Verðmatið er yfirleitt sérstaklega erfitt í ungum fyrirtækjum sem eru með engar, litlar eða óreglulegar tekjur, þá eru engin viðmið í því hvernig eigi að verðmeta þetta og yfirleitt er það þá bara samkomulagsatriði.

Brjálaði meðeigandinn

Svo er það alltaf hættan á að þurfa díla við pirraðan og reiðan meðeigenda sem heimtar himinháar upphæðir fyrir sinn hluta og neitar að selja nema fá það. Ef þú ert í þessari stöðu þá finn ég til með þér og óska þér góðs gengis, í svona tilfellum getur góður sálfræðingur verið jafn mikils virði og góður lögfræðingur því svona lagað tekur mikið á andlegu hliðina. Í svona tilfellum er mikilvægt að gera sér grein fyrir hversu mikið þú ert tilbúinn að greiða fyrir fyrirtækið og vera svo tilbúinn að loka því ef hann heimtar meira en það, ef viðkomandi trúir að þú munir gera það þá er hann kannski líklegur til að samþykkja að fá eitthvað frekar en ekki neitt. Svo þarftu einnig að skoða þann möguleika að loka bara fyrirtækinu, oft er það ódýrara og minni fyrirhöfn að byrja alveg upp á nýtt heldur en að standa í endalausum rifrildum við aðila sem skortir rökhugsun.

Besti kosturinn er að sjálfsögðu sá að forðast öll rifrilid og leiðindi sem gætu orðið til þess að meðeigendur verði ósáttir en ef þið lendið einhvertímann í einhverju svona þá óska ég ykkur góðs gengis.

Close

50% Complete

Two Step

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit, sed do eiusmod tempor incididunt ut labore et dolore magna aliqua.