Afhverju ertu ekki með póstlista?

markaðsmál Dec 12, 2011

Ég er mikil aðdáandi póstlista, þetta er ótrúlega öflugt markaðstæki sem alltof fá fyrirtæki virðast nýta sér. Þess vegna langaði mér að fara aðeins yfir hvað póstlistar eru og hvernig þið getið nýtt þá til að bæði markaðssetja fyrirtæki ykkar og styrkja samband ykkar við núverandi viðskiptavini. Efni greinarinnar varð aðeins meira heldur en hentar í eina færslu og því ákvað ég að skipta þessu upp í 3 færslur sem munu dreifast yfir á næstu daga.

Þessi grein varð til út frá rannsóknarvinnu sem ég var að vinna fyrir póstlista Búngaló en ég mun einnig taka dæmi um reynslu mína af þeim póstlista til að fá meiri raunveruleikablæ yfir þessar færslur. Í þessari grein mun ég einungis vera fjalla um ræfræna póstlista eða netfangalista, það er að sjálfsögðu einnig hægt að vera með póstlista sem er prentaður og sendur út en ég hef lítið notað slíkt og ætla ekki að flækja þessa grein með slíku.

 

Hvað er póstlisti?

Póstlisti er í sinni einföldustu mynd samansafn netfanga, eigandi póstlistans getur svo sent út tölvupóst á eigendur þessara netfanga til að fræða þá um nýjungar, breytingar, fréttir og tilboð. Það góða við póstlista er að þeir eru mjög einfaldir og fljótlegir í notkun, hægt er að skrifa bréf og með einum smelli fá allir á listanum skilaboðin nær samstundis. Það kostar einnig ekkert að senda út á listann, einhver smá kostnaður getur reyndar fylgt ef notast er við sérhæfð póstlistaforrit á netinu en þá yfirleitt einungis þegar komið er upp í fleiri þúsundir skráðra netfanga.

 

Henta póslistar þér og þínu fyrirtæki?

Þú ættir ekki að þurfa velta þessari spurningu mikið fyir þér enda eru 99% líkur á að svarið við henni sé “JÁ!”. Póstlistar krefjast lágmarksvinnu og eftir upphaflega uppsetningu þarf einungis nokkrar mínútur fyrir hvern fréttapóst sem þú sendir út. Það kostar ekkert að senda út póstinn og því verður þetta líklega ódýrasta markaðssetningin hjá fyrirtækinu. Þetta er líka gott tækifæri til að byggja upp samskipti við fyrrum viðskiptavini og hugsanlega verðandi viðskiptavini. Það er því engin vafi á því að sama hvað þú ert að gera þá gætir þú nýtt þér póstlista.

 

Skráningar á póstlistann

Skráningar á póstlista geta farið fram með ýmsum mismunandi leiðum. Hvaða leið þið veljið til að fá inn skráningar hefur áhrif á hvernig lesendurnir skynja ykkur og hversu virkir þeir verða á póstlistanum.

  • Í eigin persónu: Ef þið eruð að kynna vörur/fyrirtæki ykkar á einhverjum viðburðum getið þið verið með línustrikað blað og boðið fólk að skrá sig á póstlistann til að fylgjast með nýjustu uppfærslum, fréttum og tilboðum.
  • Skráningarform: Á vefsíðunni ykkar getið þið verið með lítinn hnapp sem býður fólki að skrá sig á póstlistann ykkar. Sem dæmi um slíkt getið þið prufað að smalla á hnappinn hérna hægra megin á vefsíðunni sem segir “Skráðu þig á póstlista Frumkvöðlars.is”.
  • Notendur: Ef þið eruð með vefsíðu sem er með skráða notendur þá skráist fólk sjálfkrafa inn á póstlistann á sama tíma og þau skrá sig sem notendur. Þetta er góð leið til að hafa samskipti við notendurnar og koma til skila mikilvægum uppfærslum og breytingum á vörunni/þjónustunni.
  • Viðskiptavinir: Þegar einstaklingur kaupir eitthvað hjá þér annað hvort skráist hann sjálfkrafa eða býðst honum að skrá sig á póstlista fyrirtækisins.
  • Leikir: Hægt er að vera með leiki í gangi þar sem eina sem þarf að gera er að skrá netfang sitt og maður gæti unnið einhver glæsileg verðlaun. Þetta er mjög hraðskreið leið til að byggja upp póstlista.

Fjöldi skráðra aðila á póstlistanum er ekki það eina sem skiptir máli heldur hversu líklegir þeir eru til að nýta sér það sem þú ert að senda þeim. Aðilar sem handskrifuðu netföng sín niður eftir að hafa verið búnir að spjalla við þig í 10 mínútur á einhverjum viðburði eru miklu líklegri til að hugsa hlýlega til fréttapóstsins sem það fær frá þér heldur en aðili sem skráði sig bara til að vinna ókeypis iPhone og veit jafnvel ekkert um fyrirtæki þitt. En almennt séð má miða við að notendur sem skrá sig sjálfir af fyrra bragði séu betri lesendur þar sem þetta er meðvituð ákvörðun og þannig hafa þeir sýnt að þeir hafa í alvöru áhuga á þér, vöru þinni eða fyrirtæki.

 

Í næstu færslu mun ég fjalla um póstlistaforrit og þá sérstaklega það póstlistaforrit sem ég nota mest Mailchimp.com.

Close

50% Complete

Two Step

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit, sed do eiusmod tempor incididunt ut labore et dolore magna aliqua.