Ég grínast oft með það að maður þurfi að vera létt klikkaður til að vera frumkvöðull og ég geri það útaf því að ferillinn við það að láta drauma sína að veruleika er afar erfiður. Staðreyndin er þó sú að maður þarf ekki að vera klikkaður heldur þarf maður að vera með brennandi þörf til að láta drauma sína verða að veruleika og andlegan aga til að halda sér við efnið. Þegar þú ert búinn að vera vinna að verkefni þínu í einhver ár án þess að vera búinn að ná því markmiði sem þú vildir auk þess sem þú ert skuldsettur upp fyrir haus og mannst ekki eftir því hvenær þú tókst síðast frí þá getur það verið mjög erfitt að halda áfram. Á slíkum tímabilum er mjög auðvelt að afsaka sig með „ég reyndi allavegana“ og gefast upp en ef þú gefst up þá veistu aldrei hversu nálægt því þú varst að ná velgengni.
Besta dæmisaga sem ég þekki um slíkt tilfelli er úr bókinni Think and Grow Rich eftir Napoleon Hill þar sem hann segir frá R.U. Darby sem eyðir mörgum árum ævi sinnar, öllum ævisparnaði sínum og láni frá ættingjum og vinum í að grafa eftir gulli. Eftir að hafa eytt miklum tíma og ekkert er að ganga gefst Darby upp og selur námuna til aðila sem hafði brennandi þörf til að verða gullnámumaður og var búinn að eyða síðustu 10 árum ævi sinnar í að kynna sér ferlana. Nýji kaupandinn af námunni gerði sér grein fyrir mikilvægi þess að fá sérfræðiráðgjöf og því ræður hann til sín sérfræðing í gullnámum sem metur námuna og tilgreinir hvar líklegast er að finna gullið. 3 fetum frá þeim stað semDarby hafði gefist upp í námunni finnur nýji eigandinn eina stærstu gullæð sem fundist hefur á svæðinu og verður einn af ríkustu mönnum Bandaríkjanna. Skiljanlega þá olli þetta Darby miklum óþægindum að vita til þess að hann hafi gefst upp svo nálægt gullæðinni og ákvað hann uppfrá þessu að gefast aldrei aftur upp á draumum sínum. Síðar meir stofnaði hann Tryggingarfélag og þetta hugarfar hans gerði honum kleyft að ná að byggja upp stórt og mikilfenglegt fyrirtæki. Lærdómurinn af þessari sögu er sá að það er mikilvægt að leita ráðgjafar frá þeim sem vita betur og að maður á aldrei að gefast upp 3 fetum frá gulli.
Í næstum 10 ár hef ég verið í ýmiskonar sjálfstæðum rekstri og hef kynnst bæði góðum og slæmum tímum. Ég er ennþá ekki búinn að ná markmiði mínu en ég er með brennandi þörf á að ná því og ég VEIT að það mun nást fyrr eða síðar. Það sem hefur veitt mér stuðning í gegnum erfiðu núðlusúputímabilin er fyrsta lagi vissa mín um að þetta muni nást og öðru lagi bækur sem hafa veitt mér innblástur og skilning á ferlinu. Ég reyni alltaf þegar á á lausa stunda að flétta í bækur sem tengjast velgengni eða þeim iðnaði sem ég er að vinna á, hljóðbækur þegar ég er að keyra eða skokka og rafbækur sem ég get lesið í símanum mínum hvenær sem er.
Ef ég ætti að ráðleggja ykkur eitthvað til að halda eldmóðinum og halda áfram að berjast þá er það að vera stöðugt að auka við ykkur fróðleik og reynslusögum frá fólki sem hefur gert það sem þið eruð að gera. Lesið bækur eftir Napoleon Hill, Robert Kiyosaki, Brian Tracy, Tony Robbins og bara hvern sem er sem hefur reynslu af því sem þið viljið afreka.
50% Complete
Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit, sed do eiusmod tempor incididunt ut labore et dolore magna aliqua.