Íslenska frumkvöðlaumhverfið hefur tekið miklum framförum á undanförnum árum og það hefur aldrei áður verið jafn auðvelt að nálgast upplýsingar og aðstoð við að gera hugmyndir sínar að veruleika. Engu að síður er ennþá langt í land og mikið sem ennþá á eftir að betrumbæta til að íslensk fyrirtæki geti orðið samkeppnishæf á alþjóðlegum markaði. Sem dæmi má nefna að íslensk fyrirtæki eiga oft erfiðara með að finna fjárfesta á fyrstu stigum rekstursins heldur en sambærileg fyrirtæki í erlendum frumkvöðlaumhverfum á borð við San Francisco, New York, London o.f.l. Og þrátt fyrir að Ísland sé góður tilraunamarkaður fyrir mörg fyrirtæki þá takmarkar stærð markaðarins einnig stækkunarmöguleika fyrirtækjanna. Það er því nauðsynlegt að fyrirtæki líti út fyrir landssteina en á sama tíma eru oft takmörkuð tengsl við erlenda markaði og getur reynst erfitt að mynda slík tengsl.
Þessi vandamál ásamt fleirum munu vera tekin fyrir á ráðstefnu sem nú er verið að skipuleggja og mun vera haldin í Maí á þessu ári. Viðburðurinn mun vonandi ná að lyfta umhverfi frumkvöðla- og nýsköpunarfyrirtækja upp á nýtt plan. Þessi ráðstefna leggur fyrir spurninguna “How do you build sustainable entrepreneurial ecosystem?” eða eins og það myndi heita á íslensku “Hvernig byggirðu upp sjálfbært frumkvöðlavistkerfi?”. Fengnir verða þekktir erlendir fjárfestar og frumkvöðlar á heimsmælikvarða til að deila reynslu sinni af því hvernig fyrirtæki geta best náð árangri og hvernig best er að búa til umhverfi sem hlúar að og styður við ung fyrirtæki.
Nú þegar hefur Brad Feld staðfest komu sína á viðburðinn en fyrir þau ykkar sem ekki þekkið hann þá má nálgast frekari upplýsingar um hann á bloggi hans.
Þeir sem hafa áhuga á að fylgjast betur með þessu geta skráð sig inn á http://signup.startupiceland.com/.
Ráðstefnan er skipulögð af Bala Kamallakharan fagfjárfesta sem hefur undanfarin ár verið að fjárfesta í íslenskum fyrirtækjum. Bala hefur fulla trú á því að Ísland gæti orðið góð útungunarvél fyrir öflug fyrirtæki og vill með þessari ráðstefnu styrkja við íslenskt frumkvöðlastarf. Frekari upplýsingar um Bala og ráðstefnuna er að finna á bloggsíðu hans StartupIceland.com.
Við munum svo birta frekar upplýsingar um viðburðinn þegar nær dregur.
50% Complete
Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit, sed do eiusmod tempor incididunt ut labore et dolore magna aliqua.