Besti aldurinn til að stofna fyrirtæki?

fyrstu skrefin Feb 07, 2019

Ég hef oft átt samtöl við fólk sem langar til að stofna fyrirtæki en finnst það ekki alveg vera á rétta aldrinum eða rétta tímanum í lífi sínu. En ég hef líka hitt og unnið með 14 ára gömlum frumkvöðli og 60 ára gömlum frumkvöðli og allt þar á milli. Því er gaman að velta fyrir sér hvort það sé eitthvað til sem mætti kalla besti aldurinn til að stofna fyrirtæki.

Sjálfur byrjaði ég mitt fyrsta frumkvöðlaævintýri 14 ára gamall þótt svo að ég hafi svo ekki stofna mitt fyrsta formlega fyrirtæki fyrr en 23 ára gamall. Ég er í dag 37 ára og hef því farið út í ýmis frumkvöðlaævintýri á þessum 23 árum, svo ég get talað um þetta aldursbil með smá reynslu á bak við mig og ég ætla að fleygja fram smá kenningum um þau tímabil sem ég á ennþá eftir að upplifa.

Það sem ég hef tekið eftir í sjálfum mér, og endurspeglar líklega flesta, er að drifkrafturinn er öflugastur á táningsaldrinum og vel inn á þrítugsaldurinn, eftir það dvínar hann aðeins. Á sama tíma dvínar áhættusæknin og maður fer að vilja fara aðeins öruggari leiðir og þá ekki síst þegar maður fer að eignast fjölskyldu og bera ábyrgð á fleirum en sjálfum sér.

Á móti kemur að með árunum kemur ýmis viska sem getur gert ferilinn töluvert auðveldari. Þetta getur verið aukin þekking á tilteknum iðnaði, viðskiptum, tækni eða bara hvernig heimurinn virkar. Og svo lærir maður líka hvernig maður á betur að nýta tíma sinn og þannig getur maður oft afrekað mun meira á sama tíma og maður gerði a yngri árum. 

En burt séð frá drifkarfti, visku og því öllu þá held ég að það sé einn hlutur sem trompar allt annað þegar það kemur að rétta tímanum til að stofna fyrirtæki en það er þegar andagiftin kemur yfir mann. Alveg sama á hvaða aldri maður er þá er alltaf erfitt að stofna og byggja upp fyrirtæki og því mjög mikilvægt að vera með spennu og ástríðu fyrir viðskiptahugmyndinni.

Þannig jú aldur hefur eitthvað að segja um orku manns og áhættusækni en staðreyndin er sú að það er hægt að stofna fyrirtæki á öllum aldri.

Close

50% Complete

Two Step

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit, sed do eiusmod tempor incididunt ut labore et dolore magna aliqua.