Hvert er rétta bókhaldskerfið fyrir þig?

Uncategorized Jan 26, 2020

Öll fyrirtæki þurfa að halda bókhald, skila inn vsk-skilum, halda utan um launagreiðslur, gefa út reikninga og sitthvað fleira. Það fer þó alveg eftir fyrirtækinu og frumkvöðlinum hversu mikið af þessum atriðum hann vill sinna sjálfur og hversu mikið hann vill útvista til bókarans síns, en ef hann ætlar að sjá um eitthvað af þessum atriðum sjálfur þá getur verið gott að hafa einhverskonar bókhaldskerfi.

Stóra spurningin er þá “hvaða bókhaldskerfi á ég að nota?” og við því er ekki til neitt einfalt svar því að það virðist vera mjög mikið smekksatriði hvaða kerfi fólk kýs að nota. Til þess að reyna fá smá yfirsýn yfir hvaða bókhaldskerfi frumkvöðlar væru helst að nota gerði ég óformlega skoðunakönnun inn á Íslenskir frumkvöðla FB grúppunni og hérna eru niðurstöðurnar úr þeirri könnun.

Ég myndi segja að þessi niðurstaða endurspeglar nokkuð vel mína reynslu af notkun bóhaldskerfa fyrir lítil fyrirtæki en ég hef á ferli mínum notað öll þessi 4 kerfi sem fengu flest atkvæði. Í framhaldi af þessari skoðanakönnun langaði mig til að skoða með ykkur aðeins betur þessi topp fjögur kerfi og sjá hvort ég gæti hjálpað ykkur til að ákveða hvaða kerfi myndi henta ykkur best.

Þegar ég fór að skoða þessi kerfi þá skráði ég mig sem notandi á öll þau kerfi sem voru með frían prufutíma til að rifja upp reynslu mína af þeim og taka nokkur skjáskot til að deila með ykkur. Lýsingarnar á kerfunum endurspegla bara mína persónulegu upplifun og reynslu af þessum kerfum og í sumum tilfellum er sú reynsla takmörkuð.

DK

Líklega er DK búið að vera eitt aðal bókhaldskerfið á Íslandi undanfarin ár enda hef ég hvað oftast heyrt það nefnt af öllum bókhaldskerfunum og mér skilst að það séu vel yfir 6.000 notendur af því í dag. Ég notaði það síðast fyrir líklega svona 5 árum síðan og á þeim tímapunkti var viðmót á því örlítið gamaldags en á sama tíma var þetta mjög öflugt kerfi sem gerði mér kleift að vera með allskonar keyrslur á reikningum og sjálfvirkni.

Það var engin frír prufutími hjá þeim og því gat ég ekki skráð mig til að prufa núverandi kerfi og taka nýjar skjámyndir. En þetta er í raun mjög öflugt kerfi með endalaust marga eiginleika en á sama tíma er það örlítið flókið og kostnaðarsamt og því held ég að það henti betur fyrir fyrirtæki sem eru komin með góða veltu og hafa raunverulega þörf á öflugum kerfum og góðum samtengingum við önnur kerfi.

Eiginleikar

 • Senda reikninga
 • Starfsmannakerfi
 • Birgðakerfi
 • Bókunarkerfi
 • Sölukerfi
 • Viðskiptamanna kerfi
 • Afgreiðslukerfi
 • o.f.l.

Verðlagning:

 • Grunnpakki: kr.9.660-/mán án vsk.

 

Regla.is

Regla fær almennt séð góða dóma frá þeim sem ég hef talað við sem nota það og margir sem líkja því við aðeins minni og ódýrari útgáfu af DK. Kerfið býður upp á flest allt það sem lítil og meðalstór fyrirtæki þurfa á að halda í svona kerfi og nokkuð sanngjarnt í verði þó það hafi verið nefnt að verðið hækkar aðeins með tímanum þegar maður er í viðskiptum við þá. Mér finnst einnig viðmótið heldur gamaldags þótt ég sé viss um að þeir sem eru búnir að vinna með það lengi finnist það fínt.

Eiginleikar

 • Fjárhagskerfi
 • Sölu- og birgðakerfi
 • Afgreiðslukerfi
 • Netverslanatenging
 • Launakerfi
 • o.f.l.

Verðlagning

 • Grunnpakki kr.2.800-/mán án vsk.

 

Konto

Konto virkar alltaf á mig sem litli gaurinn á markaðnum, en þetta hefur undanfarin ár verið einfaldasta leiðin til að senda út einstaka reikninga. Ég byrjaði fyrst að nota Konto þegar ég þurfti bara að senda út einn reikning og nennti ekki að standa í vesseninu við að skrá mig í eitthvað flókið kerfi, síðan þá hef ég sent nokkra reikninga í gegnum þetta og það er bæði einfalt og fljótlegt.

Eiginleikar:

 • Senda reikninga

Verðlagning:

 • Frítt að senda allt að 10 reikninga
 • Grunnpakkinn kr.4.490-/mán

 

Payday

Payday er mjög ungt fyrirtæki en á sama tíma eru þeir búnir að vera vaxa hratt enda eru þeir með vel hannað kerfi sem er einfalt í notkun. Með kerfinu er auðvelt að senda reikninga og vera með sjálfvirka keyrslu á launatengdum gjöldum og VSK skilum. Ég veit að það er búin að vera mikil þróunarvinna í gangi hjá þeim og ég er spenntur að fylgjast með hvernig þetta kerfi mun þróast á komandi árum.

Eiginleikar:

 • Senda reikninga
 • VSK-skil
 • Skil á launatengdum gjöldum.
 • Yfirlit

Verðlagning:

 • Frítt að senda allt að 2 reikninga per mánuð.
 • Grunnpakkinn kr.3.900-/mán

 

Vonandi hjálpar þetta þér eitthvað til að ákveða hvaða bókhaldskerfi er best fyrir þig en svo er einnig alltaf mikilvægt að tala við bókarann sinn og fá ráðleggingar frá honum/henni líka.

Og ef þú hefur reynslu af eitthvað af þessum kerfum þá endilega deilið með okkur í kommentum hver ykkar upplifun hefur verið.

Close

50% Complete

Two Step

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit, sed do eiusmod tempor incididunt ut labore et dolore magna aliqua.