ByrjunarReitur sprotaskrifstofa

almennt fyrstu skrefin Jul 27, 2013

Gísli Kr stofnandi ByrjunarReits var orðin þreyttur á því hversu erfitt væri fyrir ung fyrirtæki að taka sín fyrstu skref og hann ákvað því að taka málin í sínar hendur og setja á lagirnar frumkvöðlaskrifstofuna ByrjunarReitur. Verkefnið er hugsað til að veita ungum fyrirtækjum skrifstofuhúsnæði og stuðning frá öðrum fyrirtækjum í sömu sporum. Mikið er lagt upp úr því að umhverfið sé líflegt og ýti undir sköpun ásamt því að veita liðsinni og upplýsingar varðandi hina ýmsu þætti reksturs fyrirtækja.

ByrjunarReitur veitir fyrirtækjum aðsetur og aðgang að vinnuaðstöðu og fundaraðstöðu með ýmiskonar stuðningsþjónustum. Einnig verða rými sem eru ætluð í skapandi vinnu svo sem “Brainstorm” og planning fundi fyrir tæknifyrirtæki sem og annarskonar fyrirtæki. Hægt verður að velja um þrenns konar leigufyrirkomulag, fast borð, lausa viðveru eða skrifstofu (sjá nánar)

„Verkefnið ByrjunarReitur er sprottið upp úr þeirri greiningu að þörf sé á litlu samfélagi á höfuðbogarsvæðinu þar sem lítil fyrirtæki og einstaklingar sem vinna sjálfstætt geta komið saman og unnið í skapandi, örvandi og styðjandi umhverfi. Sjálfur þekki ég vel þarfir ungra fyrirtækja og hefði gripið það tækifæri að vera á stað þar sem líf er og gróska í upphafi míns reksturs og þar sem mig mætti kalla nú orðið frumkvöðul með reynslu þá fannst mér upplagt að grípa tækifærið og koma þessu verkefni í loftið þar sem þörfin er alveg klár hér. Við verðum með fastar starfsstöðvar á 20 þúsund á mánuði en 15 þúsund fyrstu 3 mánuðina. Síðan verðum við með svokallaða “lausa viðveru” þar sem er svæði hjá okkur þar sem árgjald er á aðgangi, 60 þúsund krónur, og getur þá fólk komið milli 9 og 18 á daginn og unnið eða nýtt fundaraðstöðuna. Inní þessu verði er allt innifalið sem snýr að húsnæðinu.“
-Gísl Kr

 

Sjá nánar um húsnæðið á vefsíðu ByrjunarReits.

 

Close

50% Complete

Two Step

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit, sed do eiusmod tempor incididunt ut labore et dolore magna aliqua.