Ég hef undanfarin ár alltaf kosið að starfa í frumkvöðlasetrum þar sem mér finnst það yfirleitt vera besta umhverfið til að veita mér innblástur og til að beintengjast “stuðningshópi frumkvöðla”. Reyndar fyrst þegar ég stofnaði núverandi fyrirtæki mitt starfaði ég að mestu leiti á kaffihúsum en fljótlega flutti ég svo fyrirtækið í Hugmyndahús Háskólana sem var virkilega skemmtilegt umhverfi til að vinna í fullt af mjög skapandi fólki, í raun leitt að það hafi liðið undir lok. Þaðan flutti ég svo í Kvosina sem er á frumkvöðlasetur á vegum NMI og hefur farið afskaplega vel um Bungalo þar. Svo þegar ég flutti með fyrirtæki mitt hérna út til Kanada þá kom bara til greina einn staður sem hugsanlegt skrifstofurými fyrir fyrirtækið en það er Volta sem er aðal frumkvöðlasetrið hér í Halifax og hjálpaði sú ákvörðun mér mikið við að læra fljótar inn á rekstrarumhverfið hér úti.

Heima hefur mikið breyst í þessum málum á undanförnum árum og má meðal annars nefna frumkvöðlasetrin sem NMI eru með en einnig Innovation House út á Seltjarnarnesi en síðast þegar ég leit þar við var allt iðandi í lífi þar og mörg öflug fyrirtæki. Ég hvet því sem flesta til að skoða þessi mál betur og reyna komast inn í gott umhverfi til að rækta fyrirtækin.