Dagskrá RÍF

almennt Jun 17, 2011

Jæja þá fer óðfluga að styttast í að viðburðurinn Reynslusögur íslenskra frumkvöðla 2011 hefjist en hann fer fram á Grand Hótel, laugardaginn 18.júní. Ennþá eru nokkur sæti laus og getur fólk ennþá skráð sig með því að senda tölvupóst á [email protected] Það verður einnig hægt að kaupa miða við innganginn á meðan það eru ennnþá laus sæti en við mælum með að fólk skrái sig með tölvupósti til að tryggja sér öruggt sæti. Við getum ekki tekið við kortum þar sem við erum ekki með posa bara pening.

Dagskrá RÍF:

10:00-10:20    Kynning á viðburðinum
10:20-11:00    Ingi Gauti Ragnarsson, bland.is
11:00-11:40    Colin Wright, Exile Lifestyle
11:40-12:20    Elinóra Inga Sigurðardóttir, Royal Natural

12:20-13:20    Hádegishlé, Icedeas hópurinn stýrir networking-hitting yfir hádegismatnum fyrir þá sem hafa áhuga. Þetta er góð leið fyrir þá sem vilja bæta tengslanet sitt en þarna verður hópnum skipt upp og þið fáið tækifæri til að kynnast öðrum áhugaverðum einstaklingum yfir léttu spjalli og mat. Guðmundur Kári Kárason er fulltrúi Iceadeas og skipuleggur þennan viðburð.

13:20-14:00    Hjálmar Gíslason, Datamarket
14:00-14:40    Vilborg Einarsdóttir, Mentor

14:40-15:00    Hlé

15:00-15:40    Tóti Stefánsson, Mobilitus
15:40-16:20    Torfi G. Yngvason, Arctic Adventures
16:20-17:00    Haukur Guðjónsson, Búngaló

17:00-20:00    Hlé

20:00-??:00    Networking hittingur aftur um kvöldið fyrir þá sem hafa áhuga, staðsetning verður tilkynnt á laugardaginn.

Einnig verða á staðnum yfir allan daginn fulltrúar frá Innovit, Klak, Ásbrú og fleiri frumkvöðlasetrum sem munu kynna starfssemi sína og aðstoða ykkur að skilja betur frumkvöðlaumhverfið á Íslandi.

Close

50% Complete

Two Step

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit, sed do eiusmod tempor incididunt ut labore et dolore magna aliqua.