Dúkkulísur

almennt Jun 20, 2011

Fyrir nokkrum árum heyrði ég af íslenskri vefsíðu sem var með leik þar sem maður gat klætt persónur í allskonar föt og leikið sér að því að skipta út fötunum. Þetta var svo sem ekkert frásögufærandi nema hvað þessi vefsíða var ein af tekjumestu vefsíðum landsins. Á þessum tímapunkt gat ég engan veginn skilið hvernig slík vefsíða færi að því að hala inn miklum tekjum.

Nú nokkrum árum síðan fór ég aftur að velta þessu fyrir mér og ákvað að reyna kynna mér þetta aðeins og sjá hvort ég gæti fundið einhverja útskýringu á hvernig slíkt væri hægt. Ég byrjaði á því að opna vefsíðuna en slóðin á hana er www.dressupgames.com og þetta var hvorki mest tæknilega eða best hannaða vefsíða sem ég hef séð. Í raun virtist þetta bara vera afskaplega venjuleg vefsíða sem lítið hafði breyst á undanförnum árum.

Ég ákvað því að reyna „googla“ þetta í von um að finna einhverjar skemmtilegar upplýsingar um þetta. Þar komst ég að því að upphafsmaður vefsíðunnar væri Inga María Guðmundsdóttir, bókavörður á Ísafirði og árið 2007 var hún þriðji tekjuhæsti einstaklingurinn á Vestfjörðum. Einhvertímann hafði ég heyrt að hún væri að fá 100+ milljónir á hverju ári en ég hef enga staðfestingu fengið á því. Get nú ekki annað sagt en að þetta hafi bara glætt áhuga minn á þessari vefsíðu.

Ég fór því og greindi vefsíðuna aðeins til að átta mig á hvaðan tekjurnar væru að koma. Síðan virtist vera samansafn af linkum á allskonar „dress-up“ leiki, flestir á öðrum vefsíðum en þó nokkrir á þessari vefsíðu. Einu hugsanlegu tekjuleiðirnar sem ég fann á vefsíðunni voru í gegnum Google Adsense en það er þjónusta sem Google býður upp þar sem þú bætir smá texta inn í kóðann hjá þér og Google birtir auglýsingar tengdar því sem vefsíðan þín fjallar um, svo í hvert skipti sem einhver smellir á einhverja af þessum auglýsingum þá færðu greitt nokkrar krónur. Yfirleitt eru slíkar tekjur litlar sem engar nema um mjög mikið magn heimsókna sé að ræða. Í þessu tilfelli þá er þetta vægast sagt mikið magn af heimsóknum sem síðan er að fá en samkvæmt þeim upplýsingum sem ég fann þar þá er hún að fá 4,5 milljón heimsókna í hverjum mánuði og 21 milljón fléttinga.

Close

50% Complete

Two Step

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit, sed do eiusmod tempor incididunt ut labore et dolore magna aliqua.