Dúkkulísur - Framhald

almennt Jul 04, 2011

Fyrir stuttu þá skrifaði ég grein um Dúkkulísur (DressUpGames.com) sem mér finnst ennþá vera afskaplega áhugaverð síða og gott dæmi um hvað hægt er að gera ef maður er tilbúinn að leggja á sig mikla vinnu í lengri tíma.

En ég náði loksins í hana Ingu Maríu sem er upphafsmaður þessarar vefsíðu og fékk hana til að svara nokkrum spurningum varðandi vefsíðuna, hér koma þær spurningar og svör hennar við þeim.

 

Hvaðan kom hugmyndina að DressUpGames.com?
Eftir að ég lauk námi í bókasafns- og upplýsingafræði þá langaði mig alltaf til að læra að setja upp vefsíðu. Ég var lengi að spá í hvað ég ætti að taka fyrir og uppgötvaði svo dúkkulísuleiki á vefnum. Fannst þeir sniðugir og skemmtilegir og það var engin vefsíða sem sérhæfði sig í þessum leikjum.

 

Varstu með einhverja reynslu í vefsíðugerð þegar þú fórst af stað?
Nei.

 

Forritaðir þú hana sjálf eða fékkstu einhvern til að forrita fyrir þig? Hvernig gekk það?
Já, ég sá um það sjálf frá upphafi en fékk hjálp við að búa til þá útgáfu sem nú er á vefnum.

 

Hvenær gerðirðu þér grein fyrir því að þetta gæti farið að skila þér inn raunverulegum tekjum?
Mig minnir að það hafi verið um 2003, fimm árum eftir að ég byrjaði. Fyrstu árin voru tekjurnar litlar.

 

Hverjar voru helstu hindranirnar sem þú lentir í við að gera vefsíðuna að því sem hún er í dag?
Leikjaheimurinn, þar með talið netleikir, er mjög karla- og strákamiðaður heimur. Það hefur oft verið erfitt að koma síðunni á framfæri af því karlkyns vefeigendur hafa ekki áhuga á efninu og skilja ekki að það er stór hópur sem hefur áhuga. Eftir því sem fleiri vefir helga sig dúkkulísuleikjum hefur þetta skánað, en það er samt mjög viðloðandi viðhorf hjá forriturum og vefeigendum að þetta séu ómerkilegir leikir, og í raun ekki “alvöru” leikir.

 

Lentirðu einhvertímann í vandamáli með hýsingaraðila vegna þess mikla magn heimsókna sem voru að koma inn á hana?
Já, já, oft og margsinnis fyrstu árin! En er núna með vefinn í traustri hýsingu og hef verið lengi.

 

Lagðirðu mikla áherslu á leitarvélabestun (koma þér ofarlega í leitarvélarnar) eða kom það bara sjálfkrafa með tímanum?
Alls ekki í byrjun, enda var ekki búið að uppgötva þau vísindi þegar ég byrjaði. Eftir að ég varð vör við umfjöllun um leitarvélabestun (smart orð!) hef ég alltaf haft það í huga en tekið meðvitaða ákvörðun um að missa mig ekki út í það á kostnað annarrar uppbyggingar. Maður reynir að fara milliveginn, að nota vinnubrögð sem Google og hinar leitarvélarnar mæla með en gleyma sér ekki í brögðum til að “plata” leitavélarnar.

 

Hverjar eru helstu breytingar sem þú hefur gert á vefsíðunni frá því hún var fyrst opnuð?
Ég hef reynt að breyta síðunni ekki mikið, það er mín skoðun og rannsóknir hafa sýnt að notendum líkar ekki við of miklar breytingar. Ég er núna að vinna að stórum breytingum sem verða tilbúnar seinna í sumar eða haust, það verður langstærsta breytingin til þessa.

 

Ertu með einhverjar ráðleggingar fyrir frumkvöðla þarna úti sem dreymir um að gera eitthvað svipað og þú hefur gert?
Til að halda út í langan tíma er nauðsynlegt að velja sér efni sem maður hefur áhuga á og finna flöt á efninu sem engum hefur dottið í hug áður.

Close

50% Complete

Two Step

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit, sed do eiusmod tempor incididunt ut labore et dolore magna aliqua.