Þegar þú ert að stofna fyrirtæki þá er freistandi að láta fyrirtækið greiða þér laun fyrstu mánuðina svo þú getir nú borðað og haft eitthvað húsaskjól. EKKI GERA ÞAÐ!
Okey titillinn á greininni er kannski full dramatískur hjá mér þar sem markmiðið er að búa til rekstur sem skilar þér tekjum svo þú getir lifað góðu lífi. En á byrjunarstigum reksturisins getur það reynst mjög dýrkeypt að taka verðmætan pening úr fyrirtækinu bara svo þú getur haft smá pening á milli handanna. Ég mæli eindregið með því að fólk reyni frekar að lifa á litlu sem engu fyrstu mánuðina eða árin á meðan fyrirtækið er að komast af stað. Kostnaðurinn við að greiða laun er mun meiri heldur en flestir gera sér grein fyrir.
Ég prufaði að reikna út hversu mikið af launakostnaði fyrirtækisins væri raunverulega að skila sér í vasa “starfsmannsins” þegar launin eru greidd og það kom í ljós að einungis 51% – 81% af kostnaðinum er að skila sér í vasa launþegans. Því hærri sem launin eru því lægri er hlutfallið.
Eins og sést á myndinni hér fyrir ofan þá fór prósentutalan lækkandi eftir því sem launaupphæðin hækkar og því skilar sér stærra hlutfall peningsins í vasa launþegans (þín) eftir því sem launin eru lægri. En förum aðeins yfir þá kostnaðarliði sem fylgja því að greiða laun og tökum dæmi um starfsmann sem er með kr.300.000- á mánuði í laun.
Heildarlaun: kr.300.000-
Skattþrep 1 (37,32%): kr.85.836-
Skattþrep 2 (40.22%): kr.28.154-
Skattafsláttur: kr. 48.485- (dregst frá skattinum)
Lífeyrissjóður (4%): kr.12.000-
Útborguð laun til starfsmanns: kr.222.495- (74% af heildarlaunum).
En þar sem þú átt fyrirtækið þá þarftu líka að hugsa um þann launakostnað sem fylgir því fyrir fyritæki að greiða út laun til starfsmanns.
Lífeyrissjóður (8%): kr.24.000-
Tryggingargjald (7,69%): kr.23.070-
Alls kostnaður fyrirtækis: kr.47.070- (16% af heildarlaunum starfsmanns)
Ef við skoðum hvernig kostnaðarliðirnir skiptast hlutfallslega niður þá má sjá að skatturinn tekur ca.19% af ofangreindu dæmi, lífeyrissjóðurinn 10% og Tryggingargjaldið er 7%.
Einstaklingur sem rekur fyrirtæki og greiðir sér kr.300.000- í mánaðarlaun fær þannig einungis kr.222.495- í vasann á sama tíma og fyrirtækið þarf að borga kr.347.070. Þetta þýðir að einungis 64% af útlögðum kostnaði fyrirtækisins skilar sér í vasa launþega/eigenda. Það getur því verið gott, ef þú getur, að lágmarka greidd laun fyrstu mánuðina af fyrirtækjarekstrinum þangað til að reksturinn er farinn að skila inn nægjanlegum tekjum til að réttlæta launakostnaðinn.
50% Complete
Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit, sed do eiusmod tempor incididunt ut labore et dolore magna aliqua.