Ekki reyna þetta ein(n)

almennt Oct 18, 2021

Þegar ég stofnaði mitt fyrsta fyrirtæki þá reyndist það mér mjög erfitt, ég fékk engan stuðning og það var erfitt að fá einföldustu upplýsingar. Fyrir vikið varð til einhver þrjóska í mér sem gerði það að verkum að ég hugsaði "ég komst þetta langt án nokkurar hjálpar, hví ætti ég þá að leita mér hjálpar núna?".

Þessi þrjóska hélt mér gangandi næstu árin en því miður skilaði hún litlu öðru en harki, harki og meira harki. Ég náða að byggja upp og reka nokkur fyrirtæki en þau voru ekkert að gera neina frábæra hluti og ég var vanalega með lítið afgangs í lok mánaðarins. 

Það var ekki fyrr en ég skráði mig í viðskiptahraðal í Kanada sem að hugarfarið mitt fór loksins að breytast. Ég man hvað ég var efins um að skrá mig í hraðalinn enda var ég þá með fyrirtæki starfandi i tveimur löndum, ég hafði sjálfur verið mentor, aðstoðað hundruði frumkvöðla og mér fannst ég í raun vera of langt kominn til að leita mér hjálpar. 

Viðskiptahraðalinn hjálpaði mér að gera mér grein fyrir því hvað ég veit í raun lítið. Þar settist ég niður með reynsluboltum úr viðskiptaheiminum sem allir höfðu einhverja einstaka þekkingu sem nýttust mér til að ná meiri, betri og hraðari árangri með fyrirtæki mitt.

Í dag skil ég hversu mikil mistök það eru að vera alltaf að reyna gera allt ein(n). Lykillinn að því að ná hraðari og betri árangri er að kunna að leita eftir hjálp/aðstoð/ráðgjöf/menntun frá þeim sem hefur náð að afreka það sem þú vilt afreka.

Ég vil skora á þig að hætta að vera alltaf að halda að þú vitir og getir allt sjálf(ur). Þú gætir sparað þér mörg ár af vinnu og vesseni með því að nýta þér þekkingu annarra. 

Það eru margar leiðir til að nýta þekkingu annarra eins og að lesa bækur, horfa á kennslumyndbönd á netinu, skrá þig á námskeið, mæta á ráðstefnur, ráða ráðgjafa, ráða sérfræðinga, vinna með mentorum, starfa með þjálfurum, sækja um viðskiptahraðla, vera partur af "mastermind" grúppum o.m.fl.

 

P.S. ef þú vilt stuðning og aðstoð við að ná árangri í fyrirtækjarekstri þá býð ég upp á einkatíma í frumkvöðlaþjálfun. Fáðu frekari upplýsingar hér.

Close

50% Complete

Two Step

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit, sed do eiusmod tempor incididunt ut labore et dolore magna aliqua.