Engan aumingjaskap, náðu markmiðum þínum fyrir 2013

almennt Jan 05, 2013

Jæja nú eru liðnir 5 dagar af 2013.

Hvernig gengur ykkur að vinna að markmiðum ykkar fyrir árið?

Meirihlutin af ykkur hefur líklega ekki sett sér nein markmið eða sagt ætla gera það síðar og svo gleymt. Einhver ykkar hefur sett sér markmið en ekki skrifað þau niður og þegar vinnan og hversdagsleikinn byrjaði aftur hafið þið líklega gleymt þeim. Örfáir hérna hafa skrifað niður markmið sín og þá er spurninginn hvort þið séuð búin að vera vinna að því að ná þeim.

Ef þið ætlið að gera 2013 að frábæru ári og betrumbæta líf ykkar þá þýðir engan aumingjaskap. Þið verðið að vera öguð og vinna markvisst að því að ná markmiðum ykkar. Það er þetta “auka” sem þið leggjið á ykkur sem aðrir leggja ekki á sig sem aðskilja ykkur frá hópnum.

“The last three or four reps is what makes the muscle grow. This area of pain divides the champion from someone else who is not a champion. That’s what most people lack, having the guts to go on and just say they’ll go through the pain no matter what happens.” – Arnold Schwarzenegger

Ég setti mér 27 markmið fyrir 2013 og skipti þessum markmiðum niður í 3 flokka, heilsu, fjármál og samskipti. Sum markmiðin eru lítil önnur eru stór en öll markmiðin er þannig að ég veit innst inni að ég get náð þeim. Til að tryggja það að ég muni standa mig í öllum flokkum hef ég ákveðið að vera með ábyrgðarmann sem ég þarf að svara til í hverjum flokki. Ég er búinn að ráða markþjálfa til að tryggja það að ég standi mig í fjármálaflokknum, ég er að hitta einkaþjálfa til að finna þann rétta sem getur tryggt það að ég nái settum markmiðum í heilsu og ég hef fengið félag minn til að vera ábyrgðamaður minn í samskiptum. Að lágmarki 1 sinni í mánuði mun ég hitta þessa 3 ábyrgðarmenn mína til að fara yfir markmið mín og sjá hvort ég sé að standa mig og hvar ég geti betrumbætt mig. Það þarf mikinn aga til að ná markmiðum sínum og ég ætla reyna mitt besta til að tryggja að svo verði í mínu tilfelli.

Ég ætla að tryggja að 2013 verði mitt besta ár fram að þessu og ég vona að þú gerir slíkt hið sama.

Það þýðir engan aumingjaskap, mössum 2013!

Close

50% Complete

Two Step

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit, sed do eiusmod tempor incididunt ut labore et dolore magna aliqua.