Engin ein rétt leið

almennt fyrstu skrefin Apr 18, 2014

Það sem er svo magnað við að byggja upp fyrirtæki er að það er engin ein rétt leið sem tryggir árangur. Þetta er alltaf spurning um að prufa sig áfram og finna þá leið sem virkar fyrir þetta tiltekna fyrirtæki. Það verður reyndar að viðurkennast að því oftar sem maður reynir fyrir sér í fyrirtækjarekstri því betri verður maður í því að finna góða leið að árangri en það er aldrei öruggt að maður finni þá leið.

Þetta er því alltaf spurning um að vera nógu duglegur við að vinna í þessu og prufa nýjar leiðir, stundum er maður heppinn og finnur hentuga leið til að vaxa og dafna snemma í ferlinum en stundum klárast peningarnir og orkan áður en sú leið finnst. Það eina sem ég get ráðlagt ykkur er bara að halda alltaf ótrauð áfram.

„I’m a great believer in luck, and I find the harder I work the more I have of it.“

Close

50% Complete

Two Step

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit, sed do eiusmod tempor incididunt ut labore et dolore magna aliqua.