Entrepreneurs 2012 ráðstefna í London

almennt Sep 19, 2012

Ég var að heyra af áhugaverðri frumkvöðlaráðstefnu sem fer fram í London í Nóvember og er án vafa mjög góður vettvangur fyrir alla frumkvöðla og fyrirtækjaeigendur. Því langaði mig að deila með ykkur smá upplýsingum um hana hérna á Frumkvöðlar.is. Eftirfarandi eru upplýsingarnar sem ég fékk frá skipuleggjendum ráðstefnunar.

Undirbúningur er nú í fullum gangi fyrir Entrepreneurs-ráðstefnuna, sem verður haldin  í London dagana 13.-16. nóvember nk.

Ráðstefnan er haldin í samstarfi við Bill Clinton, fyrrum Bandaríkjaforseta, og góðgerðarsjóð hans, The William J. Clinton foundation. Sjóðurinn var stofnaður í þeim tilgangi að bæta heilsu fólks um allan heim, styrkja hagkerfi, og vernda umhverfið með því að styrkja sambönd milli fyrirtækja, stjórnvalda og almennra borgara.

Bill Clinton er heimsleiðtogi og fyrirmynd frumkvöðla um allan heim. Á Entrepreneurs 2012 mun hann deila yfirgripsmikilli reynslu sinni og þekkingu til ungra frumkvöðla og athafnafólks og veita innblástur og hvatningu.

Á ráðstefnunni koma einnig koma fram Bruce Dickinson, fyrrverandi söngvari Iron Maiden, flugmaður og frumkvöðull, Ruby Wax, grínisti og sjónvarpskona, Karren Brady, fyrrverandi framkvæmdastjóri Birmingham City-fótboltaklúbbsins og núverandi varaformaður West Ham United, ásamt fleirum.

Síðasti dagur ráðstefnunnar ber heitið „Leaders First“ en þá munu fara fram pallborðs umræður með helstu forstjórum og framkvæmdastjórum Bretlands. Þar má meðal annars nefna Asda, Walmart, Bentley Cars, Rolls Royce, Google, Paypal, Nokia, Daily Telegraph, Microsoft og Apple. Ráðstefnunni lýkur með fimm rétta gala-kvöldverði, þar sem ráðstefnugestum gefst tækifæri til að spjalla við ræðumenn, fulltrúa fyrrnefndra fyrirtækja, mynda tengsl og fá ráðgjöf í vinalegu umhverfi.

Þá fá gestir tækifæri til að taka þátt í svokölluðu „Money Can’t-Buy“-uppboði þar sem hægt er að krækja sér í heimsókn á tökustaði frægra kvikmynda og snæða kvöldverð með þekktum einstaklingi.

Forysta, markaðssetning og tengslanet.

Entrepreneurs 2012 mun vera stærsta ráðstefna sinnar tegundar sem haldin hefur verið í Bretlandi. Þátttaka í ráðstefnunni er frábært tækifæri fyrir frumkvöðla, fyrirtækjaeigendur og í  raun alla þá sem hafa hug á að hefja fyrirtækjarekstur að læra af þeim færustu á markaðnum. Málefni eins og forysta, markaðssetning og tengslanet verða rædd alla fjóra dagana, enda málefni sem snerta öll fyrirtæki óháð stærð og innkomu.

Þátttakan er einstakt tækifæri til að mynda viðskiptasambönd við fyrirtæki sem eru best á sínu sviði á heimsvísu.

 

Nokkrir  Íslendingar hafa þegar skráð sig á ráðstefnuna. Nánari upplýsingar gefur Halla Vilborg Jónsdóttir í síma 0044 1275 390503 / 0044 7954 466262 eða [email protected].

http://www.entrepreneurs2012.co.uk/

Close

50% Complete

Two Step

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit, sed do eiusmod tempor incididunt ut labore et dolore magna aliqua.