Frá hugmynd að fyrirtæki á 54 klst

fyrstu skrefin Sep 27, 2013

Helgina 18.-20.október næstkomandi fer fram einstakur viðburður sem heitir Startup Weekend. Þessi viðburður er að mínu mati einhver besta leiðin fyrir þá sem eru að velta fyrir sér að fara út í eigin rekstur til þess að taka fyrstu skrefin. Þátttakendur koma á föstudegi þar sem þeir skipta sér upp í hópa eftir því hvaða hugmyndir fólk vill vinna með og svo er unnið að þeim hugmyndum dag og nótt í 54 klukkutíma. Á svæðinu eru leiðbeinendur og mentorar til að aðstoða við ferilinn og leiðbeina þátttakendum en það sem meira er þá er þarna annað fólk á sama stað og þú með kannski einhverja þekkingu t.d. tölvu, viðskipta eða hönnun sem þig vantar til að láta hugmynd þína verða að veruleika. Þetta er því í senn frábær leið til að byggja upp tengslanet og hraðasta aðferðin við að láta hugmynd þína verða að veruleika.

Ég fór og heimsótti Klak-Innovit sem standa á bak við þennan viðburð og fékk frekari upplýsingar  frá þeim.

Endilega skráið ykkur og takið þátt í þessum viðburð, það kostar einungis um 3.500 krónur að taka þátt og þið fáið ómetanlega reynslu út úr þessu. Til þess að afla ykkur frekari upplýsingar og til þess að skrá ykkur getið þið heimsótt vefsíðu Startup Weekend Reykjavík.

Sjá einnig grein sem ég skrifaðu um Startup Weekend á síðasta ári.

Close

50% Complete

Two Step

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit, sed do eiusmod tempor incididunt ut labore et dolore magna aliqua.