Frumkvöðlar eru ekki áhættufíklar

almennt Sep 19, 2014

Stundum er sú mynd gefin af frumkvöðlum að þeir séu óttalausir fjárhættuspilarar sem þori að leggja allt undir, í þeirri veiku von að viðskiptahugmyndin gangi upp og peningarnir flæði inn.

Þeir láta varnaðarorð sem vind um eyru þjóta, og hefja eigin rekstur sama þó öll tölfræði segi að öruggast sé að halda sig á hinum almenna vinnumarkaði.

Ný rannsókn frá U.C. Berkeley bendir til þess að þessi staðalímynd eigi ekki við rök að styðjast. Frumkvöðlar eru ekki áhættufíklar heldur taka yfirvegaðar og meðvitaðar ákvarðanir, með hæfilega vissu um að eiga erindi sem erfiði.

Þeir eru ekki að veðja á svartan í rúllettu, og upp á von og óvon.

Forbes fjallar um þessa rannsókn og bendir á að menn á borð við Bill Gates og Mark Zuckerberg voru ekki að taka stórfenglega áhættu í frumkvöðlastarfi sínu. Þeir veðjuðu ekki á Facebook eða Microsoft í algjörri blindni, enda báðir vel gefnir menn með mikla burði til að skara fram úr. Bara það að báðir höfðu fengið inngöngu í Harvard var ákveðinn gæðastimpill á hugmyndir þeirra og burði til að gera góða hluti, og ef allt hefði farið á versta veg hefðu þeirra samt beðið fín störf í tæknigeiranum.

Eitt af því sem stendur einmitt upp úr í umfjöllun Forbes er þar sem haft er eftir höfundi rannsóknarinnar að því betur sem menn standa að vígí á vinnumarkaði, því líklegri eru þeir til að geta náð árangri sem frumkvöðlar. Hann varar frumkvöðla við, að ef frammistaða þeirra í námi eða starfi hefur verið í meðallagi þá séu litlar líkur á að frammistaðan verði mikið betri í hlutverki frumkvöðulsins.

Close

50% Complete

Two Step

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit, sed do eiusmod tempor incididunt ut labore et dolore magna aliqua.