Frumkvöðlar í prenti

almennt Dec 03, 2015

Flestar framfarir í íslensku frumkvöðlaumhverfi hafa átt sér stað þegar grassrótin sjálf þ.e.a.s. frumkvöðlarnir sem starfa í umhverfinu, taka sig til og setja í framkvæmd þær breytingar sem þeir vilja sjá á umhverfinu. Og þökk sé grassrótinni þá hefur umhverfið stöðugt haldið áfram að verða betra og betra. Nýjustu ummerki áframhaldandi þróunar umhverfisins má nú finna bæði í sjónvarpinu í formi þáttarins Toppstöðvarinnar og í prenti í ný útgefinni bók með sama nafn.

Ef þið hafi ekki nú þegar keypt ykkur eintak af Toppstöðinni og sömuleiðis nokkur eintök til að nýta í jólagjafir fyrir áhugasama fjölskyldumeðlimi og vini, þá mæli ég með að þið gerið það. Bæði til að undirstrika það fyrir ykkur sjálfum og fyrir þeim sem ykkur þykir vænt um að allt sé hægt og líka til að styðja við þá frumkvöðla sem lögðu tíma sinn, vinnu og fjármuni í að gera þessa bók að veruleika.

Bókin samanstendur af greinum frá 40 íslenskum frumkvöðlum (þar á meðal mér sjálfum) sem deila í henni ýmsum góðum ráðum sem þeir hafa lært í gegnum viðskiptaævintýri sín. Það eru því margir mjög góðir fróðleiksmolar þarna sem koma frá reyndum frumkvöðlum.

Í raun vildi ég einnig skrifa þessa blogg færslu í þakklætisskyni til allra þeirra frumkvöðla sem hafa lagt hönd sína á plóginn til að gera íslenskt frumkvöðlaumhverfi betra. Vonandi veitir vinna þeirra þér innblástur til að bretta upp ermarnar ef þér finnst eitthvað mega betrumbæta í frumkvöðlaumhverfinu eða heiminum í heild.

Við erum öll saman í þessu og því betra sem frumkvöðlaumhverfið verður því betri tækifæri munum við eiga á að skapa alþjóðlega fyrirtæki sem ná velgengni.

 

Close

50% Complete

Two Step

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit, sed do eiusmod tempor incididunt ut labore et dolore magna aliqua.