Frumkvöðull gefur frá sér reksturinn

almennt Aug 11, 2014

Þegar lagt er upp í þá langferð að stofna fyrirtæki er gott að hafa á hreinu hvaða persónulegu markmiðum frumkvöðullinn stefnir að. Breski athafnamaðurinn Simon Cohen er gott dæmi um að árangurinn er stundum mældur í einhverju öðru og háfleygara en hversu margar krónur eru í peningatankinum.

Telegraph skrifar um hvernig Cohen gaf frá sér stöndugan rekstur, til að varðveita hugsjónina að baki fyrirtæki sínu.

Fyrir ellefu árum setti hann á laggirnar almannatengsla- og markaðsfyrirtækið Global Tolerance, þar sem áherslan hefur verið á að liðssinna einstaklingum og samtökum sem berjast fyrir bættum heimi. Viðskiptavinalistinn er ekki af lakara taginu, og Cohen m.a. unnið að verkefnum fyrir Sameinuðu þjóðirnar og Dalai Lama.

Svo gerist það að Cohen og frú eiga von á barni nr. tvö, og 35 ára gamall frumkvöðullinn kemst að þeirri niðurstöðu að nú skipti hann mestu að eyða tíma með ungum börnunum sínum. Komið væri að því að kveðja Global Tolerance.

Cohen hefði eflaust getað selt stofuna, fyrir rösklega milljón punda (tæpar 200 milljónir króna), en vildi ekki taka á því sénsinn að gildi og markmið fyrirtækisins sem hann stofnaði myndu glatast í höndum nýrra eigenda.

Hann ákvað því frekar að gefa reksturinn frá sér.

Við tók löng og mikil leit að réttu arftökunum. Umsækjendur voru yfir 200 talsins frá 30 löndum. Tveir heppnir úrvalsmenn sem Cohen hand-valdi fá 95% eignarhlut í Global Tolerance, 10.000 pund í reiðufé og allar eignir fyrirtækisns. Sjálfur heldur stofnandin eftir 5%.

Cohen hyggst einbeita sér að heimilishaldinu, en sinna almannatengslaráðgjöf einn dag í viku.

Hvað þykir lesendum? Er þetta glapræði, eða er kannski varasamt að einblína á peningana sem endanlegt markmið frumkvöðlastarfs?

Myndi dæmið horfa öðruvísi við ef Cohen væri komin á ellilífeyrisaldur? Hann er jú enn ungur og eflaust stofnað nýtt fyrirtæki seinna meir og gert góða hluti ef honum fara að leiðast heimilisstörfin eða fer að skorta peninga.

 

Close

50% Complete

Two Step

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit, sed do eiusmod tempor incididunt ut labore et dolore magna aliqua.