sjálfur ekki alveg nógu klár í forritun, hvorki hugbúnaðar né vélbúnaðartil að geta haldi uppi flóknum samræðum við svona klára aðila en finnst það þó afar gaman að sjá hvað er verið að vinna í. Þarna var eitt teymi sem var að prenta þrívíddarprentara með þrívíddarprendaranum sínum. Þarna var aðili sem var að reyna netvæða kaffivélina sína, aðrir voru að leika sér með flug drone-a og svo var ýmislegt annað var þarna í gangi. Ég kynntist einu tveim öðru frumkvöðlunum á svæðinu sem voru ekki að vinna í neinu verkefni og við kíktum út í nokkra bjóra.

Ég ligg núna upp í rúmi morgunin eftir, með þynnku eftir drykkjuna, harðsperrur eftir hlaupið og svolítið tómur í hausnum eftir að hafa reynt að innbyrða svo mikið á einum sólahring en allt í allt ánægður með fyrsta sólahringinn 🙂