Get ég stofnað fyrirtæki meðan ég er ennþá í skóla?

Uncategorized Jun 29, 2020

<iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/ePhLbc6uYQc" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; clipboard-write; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture" allowfullscreen></iframe>

Já! Ef þú stofnar einkahlutafyrirtæki ertu aldrei að fara að tapa meiru en það sem þú setur í það. Þú getur alveg stofnað fyrirtæki án þess að setja allt í það og unnið í því þegar þú hefur tíma. Ég stofnaði mitt fyrsta fyrirtæki þegar ég var í viðskiptafræði, var í skólanum á morgnanna og vann í fyrirtækinu eftir hádegi. Þetta varð til þess að ég lærði miklu meira í formlega náminu vegna þess að ég var að reka fyrirtæki um leið. Ég var alltaf nemandinn með flestar spurningar því ég var að innleiða fræðin í fyrirtækið mitt jafnóðum. Þannig að ég ábyrgist það að ef þið eruð í viðskiptanámi þá fáið þið mun meira úr náminu ef þið eruð að reka fyrirtæki samhliða.

Að vita að maður getur stofnað fyrirtæki víkkar sjóndeildarhringinn. Við þurfum ekki öll að vinna fyrir einhvern annan. Það er ekkert alveg öruggt að vinna fyrir annan eins og við erum að sjá á öllum sem er að missa vinnuna. Stundum er öryggið fólgið í því að byggja upp þekkingu á hvernig við stofnum fyrirtæki og skapa eigin tækifæri.

Close

50% Complete

Two Step

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit, sed do eiusmod tempor incididunt ut labore et dolore magna aliqua.