Góð ráð gegn frumkvöðlaþreytu

almennt heilsa Nov 09, 2011

Það kann að hljóma mjög sexy að vera í eigin rekstri og fólk tengir það oft við frelsi og sveigjanlega vinnutíma. “Það hlýtur nú að vera gott að vera eigin yfirmaður og þurfa þá ekki að eiga samskipti við einhvern leiðinlegan yfirmann sem er alltaf að skipa manni fyrir? Það hlýtur nú að vera gott að geta bara unnið þegar manni hentar? og að geta tekið frí þegar manni dettur það til hugar?”

Nei, því miður er raunveruleikin langt frá þessum hugmyndum okkar um eigin rekstur. Það fylgir því mikil ábyrgð að reka fyrirtæki og jú í sumum tilfellum getur maður verið með aðeins sveigjanlegri vinnutíma en á sama tíma er vinnutíminn yfirleitt töluvert lengri en í hefðbundinni vinnu. Við þetta bætist svo óhemju mikil ábyrgð og stress, þar sem þú sem atvinnurekandinn berð ábyrgð á öllu því sem gerist í fyrirtækinu. Á einhverjum tímapunkti í næstum öllum fyrirtækjarekstri lendir frumkvöðulinn í því sem kallast frumkvöðlaþreyta.

Frumkvöðlaþreyta er það tímabil þegar frumkvöðulinn er bókstaflega búinn með allan eldmóðin sem fór í það að koma fyrirtækinu af stað. Allt í einu er allur hassarinn sem var í upphafi búinn og við tekur samskipti við viðskiptavini, bókhald, reikningagerð, fjármálaáætlanir og allt það sem frumkvöðulinum leiðist. Frumkvöðulinn blómstrar í sköpun, hassar, fjöri, vinnutörnum og hugarflugsfundum, en þegar fyrirtækið er komið á þann stað að starf hans verði hversdagslegt með litlum breytingum þá leggst yfir hann þreyta og eldmóðurinn hverfur.

Þetta er ástand sem flestir frumkvöðlar sem hafa verið í rekstri í nokkur ár kannast vel við og það getur verið mjög erfitt að komast aftur af stað eftir að hafa lent í frumkvöðlaþreytu.

Ég þekki frumkvöðlaþreytuna vel af eigin reynslu og ég ætla hér að reyna deila með ykkur nokkrum góðum ráðum sem hafa virkað fyrir mig í gegnum tíðina. Það væri einnig mjög gaman ef þið mynduð á móti deila með mér ykkar ráðum þegar þið lendið á þessu tímabili.

 

1. Taka frá tíma í eitthvað skemmtilegt.
Takið alltaf frá fyrirfram ákveðin hluta af deginum eða vikunni og nýtið þann tíma í eitthvað sem þið hafið gaman af. Þessi tími gæti verið nýttur í vöruþróun, forritun, hönnun, áætlanagerð eða bara hvaða verkefni sem veitir ykkur ánægju af að vinna í. Passið sérstaklega að loka fyrir allar aðrar truflanir á þessum tíma, slökkvið á símanum, lokið tölvupóstinum og forðist að umgangast truflandi fólki. Þessi klukkutími á dag eða einn dagur í viku gæti gert gæfumuninn og tryggt að þið hafið áfram gaman af því sem þið eruð að gera. Það leiðir einnig til þess að þið verðið orkumeiri restina af vikunni og getið haft meiri orku í að áorka önnur verkefni.

2. Losna við útrás.

að er nauðsynlegt að losna við útrás með einhverjum hætti. Sérstaklega þegar maður er lokaður inn á skrifstofu allan daginn og þarf í sumum tilfellum að takast á við krefjandi og erfiða viðskiptavini. Ég mæli sérstaklega með að fólk fari í ræktina eða stunda einhverjar íþróttir og þá helst ekki sjaldnar en 3 sinnum í viku. Einnig eru til óhefðbundnari leiðir til að losna við útrás eins og við sáum í kvikmyndinni “office space”, þar sem þeir fengu útras fyrir reiði sinni á prentaranum. Mikilvægast er að þið finnið þá leið sem hentar ykkur best.

 

3. Vertu í fríi þegar þú ert í fríi.
Frumkvöðlar eru oft ekki alveg nógu duglegir við að taka sér frí og þegar þeir loksins taka sér frí þá taka þeir yfirleitt vinnuna með sér í fríið. Þetta geta verið eilíf símtöl í fríinu, svarandi tölvupóstum á kvöldin eða eitthvað annað vinnutengt. Ef þú ætlar að taka þér frí, taktu þér þá frí og ekki eyða því í að vinna og hugsa um vinnu, slappaðu af og njótu þess að vera í fríi.

 

4. Gerðu vinnuna skemmtilega.
Það er oft hægt að búa til leik úr vinnunni og gera hana þannig mun skemmtilegri. Breytu einföldum verkefnum í keppnir þar sem þú setur þér árangursmarkmið og ef þú nærð þeim innan ákveðina tímamarka færðu einhverskonar verðlaun. Dæmu um slíkt gæti t.d. verið “Ef ég næ að ljúka við að forrita vefsíðuna fyrir næsta sunnudag fæ ég heilan dag í frí” eða “Ef ég næ að selja 10 vörur fyrir næsta föstudag kíkji ég út á Argentínu steikhús”. Lykillinn að því að slíkt gangi er að vera agaður, með skýr markmið, skýr verðlaun og passa að standa alltaf við það sem maður lofar. Ég hef einnig gert það að vana mínum að fagna alltaf öllum góðum áföngum innan fyrirtækisins með einhverjum hætti, t.d. ef við fáum mjög góðar fréttir eða stórt verkefni klárast þá fæ ég mér stóran vindill og vískí dreitil til að fagna.

 

Close

50% Complete

Two Step

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit, sed do eiusmod tempor incididunt ut labore et dolore magna aliqua.