Hættum að flækja allt

almennt Dec 01, 2012

Af einhverjum ástæðum þá virðumst við alltaf flækja allt sem við erum að gera.

Í staðinn fyrir að sitja bara upp einfalda vefsíðu með upplýsingum um fyrirtæki okkar þá þurfum við alltaf að búa til einhverja geðveikt flotta síðu sem er gagnvirk og í þrívídd. Þótt svo að það sé ekkert í samskiptum okkar við viðskiptavini okkar sem bendir til þess að þeir vilji skoða vefsíðuna okkar í þrívídd.

Ég lendi reglulega í því sjálfur að ég bý til einhverjar rosalegar áætlanir sem er óhemju flóknar og langsóttar í stað þess að finna bara auðveldustu og þægilegustu lausnina. Hugsanlega er það útaf því að við eigum er erfitt með að sætta okkur við að eitthvað sem sé svona rosalega auðvelt gæti raunverulega búið yfir verðmætum.

Gott dæmi um slíkt er það að undanfarnar vikur er ég mikið búinn að velta fyrir mér hvort ég gæti  á einhvern hátt nýtt betur þá 2.000 einstaklinga sem heimsækja Frumkvöðlar.is í hverjum mánuði. Ég var byrjaður að búa til allskonar langsóttar hugmyndir t.d. að búa til sölukerfi þar sem frumkvöðlar gætu selt þjónustu sína eða jafnvel fyrirtæki sín í gegnum vefsíðuna. Önnur hugmynd var að fara út í það að leita að styrktaraðilum sem hefðu áhuga á að auglýsa á vefsíðunni og ná þannig til þessa sérhæfða markhóps. Og þannig hélt hausinn á mér áfram að spinna út allskonar hugmyndir sem allar hefðu krafist mikils tíma og vinnu af minni hálfu.

Svo allt í einu datt mér þessi afskaplega einfalda og þægilega hugmynd til hugar. Afhverju nota ég ekki bara Frumkvöðlar.is til að auglýsa fyrirtæki mitt. Ég er alltaf að reyna markaðssetja það og það er heljarinnar mikil vinna afhverju ekki bara að nýta þessa vefsíðu til að markaðsetja það?

Nú þegar ég hugsa um þetta finnst mér fáranlegt að ég hafi ekki bara fattað þetta strax og hætt að spá í þessu. En eins og svo margir aðrir þá þarf ég alltaf að flækja allt. Ef þið lítið hérna upp í hægra hornið sjáið þið auglýsingu fyrir Búngaló, það tók mig 5 mínútur að búa til þessa auglýsingu og setja hana inn á vefsíðuna. Afhverju fattar maður ekki bara svona hluti strax?

Lærdómur dagsins:

Ekki vera flækja hluti að óþörfu, stundum er einfaldasta lausnin sú besta.

Close

50% Complete

Two Step

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit, sed do eiusmod tempor incididunt ut labore et dolore magna aliqua.