Hefurðu það sem til þarf?

almennt stofnun Sep 12, 2014

Allir frumkvöðlar kannast við þessa ógnvekjandi tölfræði: fjögur af hverjum fimm sprotafyrirtækjum leggja upp laupana á innan við einu og hálfu ári frá stofnun.

Frumkvöðullinn hristir þetta af sér, strýkur svitann af enninu og hugsar sem svo að þessi 80% hljóti að vera rekin af óttalegum ösnum sem skortir allt viðskiptavit, skrifuðu viðskiptaáætlunina niður á munnþurrku, eða voru hreinlega með afleita viðskiptahugmynd.

„Mín hugmynd er svo góð, að þetta hlýtur að ganga upp“, hugsar frumkvöðullinn og innst í meðvitundinni segir líka litil rödd: „og ég er svo klár að ég get tekist á við hvað sem er“.

 

Í nýlegri grein á Entrepreneur.com bendir frumkvöðullinn og fjárfestirinn Adam Callinan á að málið er ekki svona einfalt. Persónuleiki, strykleikar og veikleikar frumkvöðulsins geta haft allt að segja um það hvernig sprotafyrirtækinu vegnar.

 

Í fyrsta lagi þarf frumkvöðull að geta þrifist vel á óreiðu. Frumkvöðullinn er stöðugt að mæta óvæntum hindrunum, þarf í sífellu að leysa málin, búa til nýja ferla, og ryðja brautina. Sumir eiga erfitt með að fúnkera nema þeir séu að fylgja ferlum og forskriftum sem aðrir sköpuðu –eitthvað sem er mikill veikleiki fyrir frumkvöðul.

Í annan stað þarf frumkvöðull fjárhagslegt bakland. Það getur tekið nokkur ár fyrir sprotafyrirtæki að skila stofnanda sínum tekjum. Ef allir bankareikningar eru tæmdir og ísskápurinn tómur er freistandi fyrir frumkvöðulinn að gefast upp og fara aftur inn á vinnumarkaðinn. Örygigspúði í formi sparnaðar, maki með stöðugar tekjur, eða mjög ódýr lífsstíll eru allt leiðir til að halda fjárhagslegu hliðinni í horfinu.

Í þriðja lagi varar Callinan við að frumkvöðlar elti tískusveiflurnar. Alltaf er gullgrafaraæði í gangi einhvers staðar. Frumkvöðullinn ætti að halda sig við það svið þar sem styrkleikar hans liggja.

Fjórða atriðið snýst um þrautseigju. Hefurðu aldrei unnið á sama vinnustaðnum í meira en tvö ár? Hopparðu frá borði þegar eitthvað fer að ergja þig og þreyta? Þetta gæti verið til marks um skort á þrautseigju, eitthvað sem frumkvöðullinn má ekki vera án. Að koma sprotafyrirtæki á legg snýst oftast um þrotlausa vinnu, óvissu og nagandi stress. Langt þrautahlaup er framundan áður en von er á að komast í mark.

Close

50% Complete

Two Step

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit, sed do eiusmod tempor incididunt ut labore et dolore magna aliqua.