Húmorinn við heimavinnu

almennt Jun 11, 2021

Þegar Covid-19 byrjaði í mars á síðasta ári byrjaði ég að vinna heima eins og svo margir aðrir og hef verið að gera það alveg síðan þá. Nú þegar farið er að sjá fyrir endalokin á þessu langaði mér til að taka saman nokkra skondna hluti sem ég upplifði við það að vinna heima alla daga.

En áður en ég byrja á listanum verð ég bara að deila þessu myndbandi hér að ofan sem ég tók upp í síðustu viku þegar sonur minn kemur inn í miðri upptöku til að færa mér blóm :) Svona skemmtileg augnablik gerast ekki á skrifstofum út í bæ.

9 skondnir hlutir sem ég upplifði í heimavinnunni.

  1. Nokkrum sinnum fór ég bara í skyrtu við jogging buxurnar þegar ég var að mæta á fundi.
  2. Ég átti stundum erfitt með að muna hvaða dagur var.
  3. Fagmennskan hvarf algjörlega þegar ég var að halda fyrirlestur og það tók mig 10 mínútur til að fá hljóðið í Zoom til að virka.
  4. Ég var farinn að læðast heldur oft í sætindi og kaffi þegar eldhúsið var í næsta herbergi.
  5. Framleiðni mín þegar ég var með tvö ung börn á heimilinu var heldur lítil (eða engin).
  6. Það var stundum freistandi að horfa á Netflix á meðan ég vann.
  7. Öll fyrirtækin sem sögðu að það væri ekki hægt að vinna í gegnum fjarvinnu voru allt í einu farinn að vinna allt í gegnum fjarvinnu.
  8. Ég fann aldrei þessa auka klukkustund sem sparaðist við að þurfa ekki að koma mér í og úr vinnu.
  9. Þurfti nokkrum sinnum að byrja upp á nýtt á upptöku eða biðjasta afsökunar á fundum þegar börnin poppuðu inn í mynd.
Close

50% Complete

Two Step

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit, sed do eiusmod tempor incididunt ut labore et dolore magna aliqua.