Hvað má betur fara?

almennt Sep 24, 2013

Ég var að enda við að svara skoðanakönnun hjá Capacent um fyrirtækjaumhverfið á Íslandi og í lokin kom spurningin “Er eitthvað annað sem þú vilt koma á framfæri?”. Flestir skilja þetta svæði líklega eftir tómt en ég ákvað að tjá mig aðeins, án efa starfsmönnum Capacent til mikillar skemmtunar. Og hér deili ég með ykkur hvað ég skrifaði og ég hefði einnig gaman að heyra skoðanir ykkar.

Mér þykir frumkvöðlaumhverfið almennt séð hafa vaxið mjög hratt og dafnað vel á síðustu árum. Það eru þó að mínu mati aðallega tvö atriði sem mættu betur fara. í fyrsta lagi hafa íslenskir fjárfestar engan skilning á startup umhverfinu þar sem þeir eru ennþá að einbeita sér að ársreikningum frekar en möguleikunum og eru of gráðugir í að eignast stóran hluta í fyrirtækjum. Það mætti gera mikið af því að fræða íslenska fjárfesta um hvernig staðið er að fjárfestingum í startup fyrirtækjum erlendis og hvernig þeir geti tileinkað sér slíkar aðferðir. Hitt atriðið er svo það að rekstrarumhverfið hér á Íslandi er ekki alltaf það auðveldasta né þægilegasta fyrir sprotafyrirtæki. Skattumhverfið er nokkuð flókið og leiðinlegt, vinnubrögð ríkistofnanna eru oft hæg og erfitt að fá góð svör. Svo eru það gjaldeyrishöftin sem gera allan rekstur sem teygir anga sína út fyrir Ísland mjög flókin og leiðinlegan. Staðan er því orðin þannig í dag að ef fyrirtæki eru með mikinn rekstur erlendis er oft auðveldara og þægilegra að stofna fyrirtæki erlendis en að þurfa kljást við gjaldeyrishöftin og leiðinlegt skattaumhverfi hér á landi.

Close

50% Complete

Two Step

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit, sed do eiusmod tempor incididunt ut labore et dolore magna aliqua.