Hvaða styrkir eru í boði fyrir þig og þitt fyrirtæki?

styrkir Aug 19, 2019

Ég er búinn að fá nokkrar spurningar að undanförnu varðandi hvaða styrkir séu í boði fyrir fólk í fyrirtækjarekstri og ég ákvað því bara að skrifa svarið mitt í formi bloggfærslu hér á frumkvodlar.is. Ég hef áður skrifað um styrki og góð ráð til að sækja um styrki en umhverfið breytist sífellt og þeir styrkir sem voru í boði fyrir nokkrum árum eru það ekki lengur og svo er fjöldin allur af minni styrkjum sem poppa upp hér og þar en eru aðeins í boði í stutta stund. Hérna vil ég því frekar fjalla aðeins um mismunandi flokka af styrkjum, tilgang þeirra og reyna gefa ykkur smá hugmynd um hvaða styrkir gætu hugsanlega verið í boði fyrir ykkur og hvar þið gætuð byrjað að leita.

Nýsköpunarstyrkir

Þetta eru styrkir sem eru sérstaklega hugsaðir til þess að styðja þróunarstarf og rannsóknir á sviði tækniþróunar sem miða að nýsköpun í íslensku atvinnulífi. Þannig í raun mæti segja að þeir séu hugsaðir til að skapa fyrirtæki á Íslandi sem eru samkeppnishæf við það besta erlendis og eiga möguleika á að vaxa alþjóðlega. Þetta eru yfirleitt stærstu og bestu styrkirnir sem eru í boði hér á landi og Tækniþróunarsjóður(Rannís) heldur um þá flesta. Ef þitt fyrirtæki er með áherslu á nýsköpun og nýjungar og er ekki í beinni samkeppni við önnur íslensk fyrirtæki þá mæli ég hiklaust með að þið skoðið þessa styrki en ég vara ykkur þó við að þetta eru langar og strangar umsóknir og með öllu óvíst hvort þær skili einhverju svo ekki fara sækja um þessa styrki með neinu hálfkáki, gerið þetta almennilega ef þið ætlið að gera það á annað borð. Hérna er listi yfir helstu nýsköpunarstyrkina:

 • Fræ: Fræið hefur það að markmiði að styðja við hugmyndir og verkefni á frumstigi sem getur leitt af sér stærra þróunarverkefni og styrkir geta verið allt að 1,5 milljónir.
 • Sproti: Sproti er ætlaður til að styðja við verkefni á byrjunarstigi og styrkir geta numið allt að 20 milljónum.
 • Vöxtur, sprettur: Vöxtur er ætlaður til að styrkja þróunarverkefni sem eru komin af frumstigi hugmyndar. Sprettur er öndvegisstyrkur innan Vaxtar. Þessi styrkir geta numið allt að 50-70m.
 • Markaðsstyrkur: Styrkir vegna sérstaks markaðsátaks og geta numið allt að 10m.
 • Hagnýt rannsóknarverkefni: Geta numið allt að 45m.
 • Einkaleyfastyrkur: Styrkur sérstaklega hugsaður til að aðstoða við einkaleyfisferilinn, getur numið allt að 1,2m.

Atvinnusköpunarstyrkir

Það er eitt af verkefnum ríkisins að lágmarka atvinnuleysi og reyna tryggja það að nóg sé af störfum í boði fyrir landsmenn. Eitt af verkfærunum sem ríkið getur notað til að ýta undir atvinnusköpun er að styðja við og styrkja fjárhagslega þá einstaklinga sem vilja skapa sín eigin störf og störf fyrir aðra. Slíkir styrkir eru yfirleitt veitir í gegnum eitthvað af stofnunum ríkisins.

Besta dæmið um þetta eru þeir styrkirnir Frumkvæði og Starfsorka sem ríkið veitir í gegnum Vinnumálastofnun en eini tilgangur þessar styrkja er að skapa störf fyrir þá einstaklinga sem eru á atvinnuleysisbótum. Frumkvæði er hugsað fyrir einstaklinginn sjálfan og felst í fræðslu og leiðsögn sem getur hjálpað einstaklingnum að komast að því hvort hann geti búið til sitt eigið starf. Ég held að það sé ekki beint fjárhagslegur styrkur sem fylgir þessu en einstaklingnum býðst þó að vera á atvinnuleysisbótum á meðan hann tekur sín fyrstu skref í eigin rekstri sem er í sjálfu sér góður styrkur. Starfsorka er svo átaksverkefni sem hjálpar fyrirtækjaeigendum að ráða til sín fólk af atvinnuleysisskrá og fá greitt með þeim grunn atvinnuleysisbætur fyrstu mánuðina.

Svæðisbundnir styrkir

Mörg bæjarfélög og landshlutar sjá sér hag í því að styðja við fyrirtæki á sínu hagsmunasvæði til að hjálpa þeim að skapa fleiri störf og meiri tekjur fyrir alla. Þótt svo að þetta gæti fallið undir flokkin hér á undan þá er þetta yfirleitt bundið við ákveðið svæði og því takmarkar það töluvert hverjir geta sótt um það. Hérna eru einungis nokkur dæmi en það er ómögulegt að telja allt upp og því verðið þið sjálf að leita ykkur upplýsinga um ykkar landshluta, bæjarfélög o.s.frv. hugsanlega geta bæjarskrifstofur eða aðrar ríkisstofnanir á svæðinu veitt ykkur frekari upplýsingar.

Sérhæfðir styrkir

Styrkir sem eru sérstaklega hugsaðir til að styrkja ákveðnar atvinnugreinar og því mikilvægt að gúggla styrki tengda þeirri atvinnugrein sem þú tilheyrir og einnig heyra í öllum tengdum stofnunum til að spyrjast fyrir. En hérna eru nokkur dæmi um sérhæfða styrki:

Styrkir til tiltekina hópa

Þetta eru styrkir sem eru að einbeita sér að því að styðja við ákveðna hópa innan samfélagsins til að auka þáttöku þeirra í atvinnusköpun og fyrirtækjarekstri.

Styrkir veittir af fyrirtækjum

Oft veita stærri fyrirtæki einhverjar upphæðir á hverju ári til að styðja við góð verkefni sem hafa jákvæð áhrif á samfélagið, umhverfið o.s.frv. Þetta er hugsuð sem leið fyrir fyrirtækin til láta gott af leiða og ekki skemmir fyrir þeim að þetta geta oft verið góð tækifæri til að komast í fréttirnar. Það er stundum erfitt að finna þessa styrki en á móti kemur þá þýðir það oft að færri aðilar eru að sækja um þá. Nokkur dæmi:

Samstarf milli landa

Það eru í boði óhemjan öll af samstarfsstyrkjum á milli landa en það getur farið svaðalega mikill tími í því að leita og finna rétta styrkinn en besta leiðinn til að finna þá er inn á vef RannísNorrænt Samstarf eða Nýsköpunarmiðstöðvar. En athugið að þó að margir þessara styrkja geta verið mjög háir eða upp á tugi milljóna þá getur líka farið mikill tími í að finn þá, afla sér upplýsingar um þá, sækja um þá o.s.frv. En ef þið eruð með einhvern samstarfsaðila í öðru landi eða eruð með starfssemi í fleiri en einu landi þá er þetta hiklaust eitthvað sem þið mættuð skoða nánar.

Næstu skref?

Upptalningarnar hér að ofan af styrkjunum er einungis brotabrot af því sem er í boði og það er engin leið fyrir mig að halda uppfærðum lista yfir þá alla. Ef þú hefur áhuga á að fá styrk fyrir þína hugmynd eða þitt fyrirtæki þá þarftu að leggja út í smá rannsóknarvinnu og finna réttu styrkina fyrir þig en hérna er þó tjékklisti yfir það sem þú getur gert svona aðeins til að styðja við þig í þessum ferli.

 1. Farðu í gegnum allar helstu upptalningar á styrkjum á netinu til að fá betri hugmynd um það sem er í boði. Þær síður sem veita góða upptalningu á styrkjum í boði eru t.d.
 2. Gúgglaðu styrki um eftirfarandi:
  • Nýsköpun, almennt og sérstaklega í kringum þá nýsköpun sem þú ert að vinn að.
  • Atvinnusköpun.
  • Þitt landssvæði
  • Þinn hrepp
  • Þitt bæjarfélag
  • Þína atvinnugrein
  • Tengdar atvinnugreinar
  • Alla þá hópa sem þú gætir hugsanlega tilheyrt
  • Finndu eins marga styrki frá fyrirtækjum eins og þú getur
  • Samstarfsverkefni á milli landa (ef það á við þitt fyrirtæki)
 3. Hafðu samband við ríkisstofnanir á þínu svæði og þinni atvinnugrein og reyndu að fá eins miklar upplýsingar og þú getur frá þeim um styrki, biddu jafnvel um fund með ráðgjafa eða einhverjar frekari hjálp frá þeim.
 4. Sæktu svo bara um allt sem þú getur sótt um og krosslegðu fingur 🙂
Close

50% Complete

Two Step

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit, sed do eiusmod tempor incididunt ut labore et dolore magna aliqua.