Hvar er hægt að nálgast fréttir um íslenska frumkvöðlaumhverfið?

almennt Sep 20, 2019

Mér finnst nú almennt séð ekki vera margir miðlar á Íslandi sem hafa í gegnum árin verið með góð og regluleg skrif um íslenska frumkvöðlaumhverfið og því hefur oft verið erfitt að fylgjast með því sem er að gerast. En hérna eru nokkrir hlekkir á miðla sem ég myndi mæla með að þið mynduð kíkja á.

Facebook grúppur

Íslenskir frumkvöðlar (Þetta mín “go-to” síða til að fylgjast með því sem er að gerast hjá frumkvöðlum, en þess ber að geta að ég er ekki alveg hlutlaus þar sem ég rek þessa grúppu. 4.500 meðlimir).

Hugmyndaráðuneytið (Mér hefur fundist þessi grúppa ekki vera alveg jafn virk og hún var en engu að síður mæli ég með að fylgjast þar með. 4.300 meðlimir)

Korka – Konur í nýsköpun og sprotafyrirtækjum.​ (Ég er ekki meðlimur í þessari grúppu en virðist vera virk. 2.200 meðlimir)

Frumkvöðlar í ferðaþjónustu (Fyrir frumkvöðla í ferðaþjónustu. 300 meðlimir)

Vefsíður

North Stack (Þetta er líklega ein virkasta fréttaveitan um íslenska startup umhverfið.)

Startup Iceland (Bala Kamallakharan er um árabil búinn að vera einn öflugasti bloggarinn í íslenska startup umhverfinu)

Frumkvöðlar (Þetta er náttúrulega barnið mitt en ég hef á síðari árum farið frá því að reyna miðla fréttum og ákveðið að reyna frekar að miðla fróðleik og ýtarlegri greinum varðandi frumkvöðlastarf.)

Nýsköpunarmiðstöð (Fréttir frá nýsköpunarmiðstöð)

Þetta er nú bara stutt upptalning á svona helstu miðlum sem ég þekki og nota en hverju er ég að gleyma? og hvaða aðrar síður ættu heima á þessum lista? Bætið því við í athugsemdum hér fyrir neðan.

Close

50% Complete

Two Step

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit, sed do eiusmod tempor incididunt ut labore et dolore magna aliqua.