Iceland Innovation UnConference 2013

almennt Oct 31, 2013

Nýsköpunarviðburðurinn Iceland Innovation UnConference (IIU) fer fram í annað sinn laugardaginn 9. nóvember næstkomandi á Háskólatorgi. Landsbankinn stendur fyrir viðburðinum í samstarfi við Háskóla Íslands og Massachusetts Technology Leadership Council (MassTLC) í Boston, sem sérhæfir sig í að hlúa að frumkvöðlastarfsemi.

Í fyrra, þegar viðburðurinn var haldinn í fyrsta sinn, tóku tæplega 200 manns þátt og einkenndist dagurinn af mikilli orku og uppbyggilegum umræðum.

Fyrir hverja:

Viðburðurinn er fyrir þá sem vilja:

1.  Kynda undir nýsköpunarkraftinn. Komast út af skrifstofunni, stíga út fyrir rammann og virkja eigin ofurkrafta til að gera eitthvað nýtt.

2. Hitta mjög hæfileikaríkt og magnað fólk. Þarna eru allir aðilar sem þú þarft að þekkja á einum stað, allt frá stjórnendum til fjárfesta, frumkvöðlum til sérfræðinga.

3.  Miðla og öðlast þekkingu. Hefur þú mikinn áhuga á ákveðnu málefni? Miðlaðu þekkingu þinni og lærðu af öðrum með því að stinga upp á umræðuefni.

 

•             Staður: Háskólatorg

•             Stund: 9. nóvember 2013, kl. 9:30-16

•             Þátttökugjald: 3.900 kr. (innifalið eru matur, einkaviðtöl og ráðstefnugögn)

 

+ Skráning á IIU 2013

+ Nánar um IIU

 

Svona virkar þetta

Umræðuhópar

Dagskráin er mótuð í upphafi dags af þátttakendum sjálfum. Hver og einn getur komið með tillögur að umræðuefni sem þeir hafa áhuga á að ræða eða kynna fyrir öðrum. Þátttakendur velja svo sjálfir hvaða umræðum þeir taka þátt í.

Einkaviðtöl við leiðbeinendur

Samhliða áhugaverðum umræðum, bjóða sérfræðingar úr hópi forstjóra, fjárfesta og reynslumikilla sérfræðinga fram tíma sinn í viðtölum við þátttakendur. Viðtöl eru bókuð  í upphafi dags. Fyrstir koma fyrstir fá.

+ Listi yfir leiðbeinendur 2013

Stanslaus tengslamyndun

Þetta er einstakt tækifæri til myndunnar nýrra og gagnlegra tengsla milli frumkvöðla, forstjóra,  háskólanema og annarra sérfróðra aðila.

Hvers vegna á ég að mæta á unConference? from Landsbankinn þinn on Vimeo.

Close

50% Complete

Two Step

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit, sed do eiusmod tempor incididunt ut labore et dolore magna aliqua.