Innovit, ráðgjöf og stuðningur

almennt fyrstu skrefin Jul 07, 2011

Ég heimsótti hann Kristján Freyr Kristjánsson framkvæmdastjóra Innovit og ræddi aðeins við hann um hlutverk Innovit og hvernig ungir frumkvöðlar geta leitað til þeirra til að auðvelda sín fyrstu skref. Við tókum upp viðtalið og þið getið spilað það hér fyrir ofan en hérna fyrir neðan læt ég fylgja smá samantekt um Innovit og þá viðburði sem þeir eru með í gangi.

Innovit veitir ungum frumkvöðlum og sprotafyrirtækjum ýmiskonar ráðgjöfa og aðstoða. Ef þig vantar aðstoð við þína viðskiptahugmynd og langar til að sjá hvort Innovit geti hjálpað sendirðu einfaldlega tölvupóst á [email protected].

Á hverju ári er haldin frumkvöðlakeppni þar sem ungum frumkvöðlum gefst tækifæri til að vinna að hugmyndum sínum og koma þeim nær því að verða að veruleika. Keppnin heitir Gulleggið og er haldin af Innovit, nýsköpunar- og frumkvöðlasetri. Keppnin var haldin í fyrsta skipti 2008 og hefur færið stækkandi ár frá ári og í dag orðin einn af öflugustu upphafsstöðum fyrir unga frumkvöðla.

Sjá eldri grein okkar um Gulleggið hér.Close

50% Complete

Two Step

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit, sed do eiusmod tempor incididunt ut labore et dolore magna aliqua.