Í framhaldi af viðtali mínu við hann Gulla hjá Viral Trade í fyrradag hef ég ákveðið að elta upp nokkra fleiri frumkvöðla sem eru komnir í úrslit hjá Gullegginu til að forvitnast um hugmyndir þeirra.
Andrés Jónsson, Fannar Freyr Jónsson og Jón Dal eru frumkvöðlarnir sem standa á bak við viðskiptahugmyndina Insidememo. Sú hugmynd snýst um að vinna með sérhæfðar og í mörgum tilfellum staðbundnar upplýsingar og setja þær fram á auðveldan og aðgengilegan hátt. Í raun getið þið ímyndað ykkur öll þau mörgu tilfelli þegar þið eydduð heilu klukkutímunum á Google að leita eftir hinum ýmsu upplýsingum en funduð aldrei nákvæmlega það sem þið voruð að leita eftir, Insidememo er lausnin við því. Þeir koma til með að útbúa hina ýmsu lista og skjöl sem nýtast t.d. fréttamönnum, ráðgjafafyrirtækjum og erlendum viðskiptamönnum sem koma í nýtt land eða borg.
En til að fá nánari upplýsingar um þessa viðskiptahugmynd þá hafði ég upp á honum Andrési út í Bandaríkjunum þar sem hann er í viðskiptaferð og fékk hann til að segja mér nánar frá hugmyndinni í gegnum Skype.
Það skemmtilega við Insidememo er sú staðreynd að þeir eru komnir vel á leið með fyrstu útgáfu af vörunni sinni og mun hún líklega verður opnuð á næstu dögum á slóðinni www.disulistar.is. Hjá Dísulistum munuð þið t.d. geta nálgast lista eins og „Viðburðir í íslensku viðskiptalífi“, „Fjölmiðlalisti 2012“ og „Íslenskir Fjárfestar 2012“ en þann síðasta myndu ábyggilega margir lesendur þessa bloggs hafa áhuga á enda ekki sérstaklega auðvelt að nálgast upplýsingar um fjárfesta hér á landi.
Ef þið hafið áhuga á að vita meira um hugmyndina, hafið áhuga á einhverskonar samstarfi eða jafnvel ef þið viljið fjárfesta í henni þá getið þið haft samband við hann Andrés með tölvupósti í netfangið [email protected].
Viltu horfa á frítt námskeið?
Á námskeiðinu förum við yfir grundvallaratriði sem allir þurfa að vera með á hreinu áður en fyrirtæki er stofnað.