Kanada

almennt May 14, 2014

Ég sit hérna á flugvellinum og bíð eftir flugi mínu til Kanada.

Það er í raun ekki annað hægt að segja en að þetta sé svolítið súrrealískt augnablik. Ég hef einu sinni áður komið til Kanada og nú er ég að fara þangað til að opna skrifstofu fyrir fyrirtæki mitt. Ég hef oft velt fyrir mér hvernig þessi ferill hefur verið hjá öðrum fyrirtækjum þegar þau taka þetta stóra skref yfir á alþjóðlega markaðinn og alltaf séð fyrir mér sem einhvern tignarlegan feril. Staðreyndin er þó sú að ég, líkt og svo margir aðrir frumkvöðlar sem hafa farið í gegnum þetta, er einfaldlega að stökkva út í djúpu laugina. Það er í raun engin önnur leið til að gera þetta, maður þarf bara að fara út og láta reyna á þetta alveg eins og maður lét reyna á þetta þegar maður stofnaði fyrirtækið í upphafi. Ég mun því mæta út til Kanada og reyna mitt besta til að byggja upp tengslanet, finna skrifstofu, funda með hinum ýmsu aðilum, kynna mér viðskiptaumhverfið og í raun bara gera allt sem ég get til að búa til góðan grunn að starfssemi okkar þarna úti. Sem betur fer kynntist ég mörgum frumkvöðlum í fyrstu ferð minni til Kanada og vona að ég geti byggt ofan á þau tengsl mín til að auðvelda þetta allt.

Á meðan ég sit hérna á barnum á flugvellinum rekst ég á annan frumkvöðull, hann Jökul sem starfar hjá Plain Vanilla en hann er á leið til New York til að taka við einhverjum svakalegum verðlunum fyrir QuizUp. Það hlýtur nú að boða gott fyrir ferð mína að hitta fulltrúa þessa öfluga fyrirtækis á leið minni erlendis 🙂

Close

50% Complete

Two Step

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit, sed do eiusmod tempor incididunt ut labore et dolore magna aliqua.