Kurteisi og heiðarleiki í viðskiptum

almennt Mar 27, 2013

Núna ætla ég að deila með þér smá leyndarmáli.

Þetta leyndarmál mun gera meira fyrir þig heldur en nokkuð annað til að byggja upp framtíð þína og fyrirtækis þíns.

Leyndarmálið er þetta:
Vertu kurteis og heiðarlegur í viðskiptum þínum.

Okey þetta er kannski ekki stórt leyndarmál en þetta virðist þó gleymast afskaplega oft og hvergi virðist þetta vera kennt í skólakerfinu. Það er því ágætt að taka smá tíma til að hugleiða hvað þetta einfalda fyrirbæri getur gert mikið fyrir fyrirtækið þitt.

Það hitti svolítið skemmtilega á að þegar ég var að undirbúa þessa grein þá fékk ég skilaboð á Facebook frá Jóhönnu S. Hannesdóttur sem rekur fréttamiðilinn www.sunnlenska.is þar sem hún var að benda mér á að það gæti verið sniðugt að fjalla kannski aðeins um almenna kurteisi í viðskiptum. Ég leit á það sem merki um að ég yrði nú að ljúka við að skrifa þessa grein. Reynsla Jóhönnu var sú að þótt svo að flestöll fyrirtæki sem hún væri að leita út til væru kurteis þá væru alltaf einstaka aðilar sem virtust ekki kunna almenna kurteisi.  Ókurteisi í framkomu þessara örfáu aðila gerði ekki bara það að verkum að lítið yrði úr viðskiptunum heldur væri hún minna spennt fyrir að eiga viðskipti við þá í framtíðinni.

Það á að sjálfsögðu við í öllum fyrirtækjum en ég held þó að við sem erum að reka lítil fyrirtæki verðum sérstaklega að passa það að koma vel fram við alla þá sem við eigum í samskiptum við. Við erum fulltrúar fyrirtækisins á öllum tímapunktum, alltaf þegar þú svarar í símann, sendir tölvupóst eða tekur á móti hugsanlegum viðskiptavin þá verður þú að hafa það í huga að framkoma þín og hegðun mun hafa langvarandi áhrif. Enda er það ekki ólíklegt að þessi tiltekni aðili komi til með að deila reynslu sinni af þínu fyrirtæki með öðrum í kringum sig og úr því getur orðið til smá öldugangur líkt og gerist þegar dropi dettur ofan í lygnt vatn. Alveg eins og ókurteisi eða léleg þjónusta getur skemmt fyrir þér með keðjuverkandi hætti þá getur kurteisi, heiðarleiki og góð þjónustu skapað jákvæðar bylgjur sem geta flætt víða. Það er því afar mikilvægt að reyna að koma fram við alla viðskiptavini af virðingu og kurteisi og sama á við um alla aðila sem nálgast ykkur hvort sem það er beintengt vinnunni eða ekki.

Dæmi um hvernig kurteisi, heiðarleiki og góð þjónusta hefur t.d. haft áhrif á þá sem ég á viðskipti við þá hýsi ég alla vefsíðurnar mínar hjá 1984.is ekki endilega útaf því þeir eru besti hýsingaraðilinn heldur útaf því þegar ég var að byrja að forrita þá hringdi ég oft í þá með afar heimskulegar spurningar en þeir gáfu sér alltaf tíma til að reyna aðstoða mig þótt svo að það væri fyrir utan þeirra þjónustusvið. Ég fer alltaf í klippingu hjá sama hárgeiðslumanninum hjá Rauðhettu&Úlfinum útaf því þegar ég fer þangað þá tekur hann vel á móti mér, sýnir metnað í því sem hann er að gera og einbeitir sér að mér og að ég sé sáttur. Ég fæ mér yfirleitt kaffibolla hjá Te&kaffi nokkrum sinnum í viku vegna þess að starfsmennirnir þar eru kurteisir, vingjarnlegir og taka yfirleitt vel á móti manni. Svipaðar ástæður eru fyrir þeim veitingastöðum sem ég stunda, hvar ég versla fötin mín, hvaða internetþjónustur ég kaupi o.s.frv. Mest öll kauphegðun mín ræðst af því hversu vel mér líkar við viðkomandi og hvort ég telji hann vera kurteisan og heiðarlegan, ég held að það sama stýri kauphegðun flestra einstaklinga.

Það eitt að vera kurteis og heiðarlegur í viðskiptum getur skapað jákvætt umtal og búið til góðan hóp fastra viðskiptavina.

Einnig mun þér líka bara líða betur vitandi að þú sért að sýna þann metnaði í starfi að vera alltaf kurteis og heiðarlegur.

Close

50% Complete

Two Step

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit, sed do eiusmod tempor incididunt ut labore et dolore magna aliqua.