Lifandi útsendingar á Facebook

almennt Jun 05, 2020

Í apríl 2020 byrjaði ég að vera með lifandi útsendingar á Facebook og ég mun deila með ykkur ýmsum góðum köflum úr þeim hér á blogginu á komandi vikum. Markmið með útsendingunum er að deila fróðleik og reynslusögum sem tengjast því að stofna og reka fyrirtæki og vonandi hjálpa ykkur sem eruð með rekstur eða stefnið á rekstur og viljið ná árangri í því.

Ég ákvað að hefja þessa þáttaröð í miðjum Covid-faraldri því mig hreinlega langaði bara að láta eitthvað gott af mér leiða. Þetta ástand í þjóðfélaginu minnti mig á hvernig við upplifðum hrunið 2008 en sá tími varð til þess að ég hélt mitt fyrsta fría námskeið í stofnun fyrirtækja meðan ég var ennþá í námi sjálfur. Það gekk vonum framar og ég hef kennt það reglulega síðan þá.

Ég var ekki alveg viss um hvort ég ætti að vera með ný námskeið og leitaði til umhverfisins og spurði einfaldlega áskrifendur póstlistans míns hvað þau vildu. Hvernig gat ég hjálpað þeim í þessu samkomubanni þar sem allir eru að verða geðveikir? Fæstir voru til í venjulegt námskeið út af ástandinu en þar kviknaði hugmyndin að vera með lifandi útsendingar á Facebook þar sem áhorfendur gætu þá sent inn athugasemdir og spurningar á meðan á útsendingu stendur.

Ef þið viljið fylgjast áfram með vikulegum útsendingum Frumkvöðlaspjallsins þá endilega “like”-ið facebook síðuna Frumkvöðlar

Close

50% Complete

Two Step

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit, sed do eiusmod tempor incididunt ut labore et dolore magna aliqua.