Lokakynningar Startup Reykjavík

almennt Aug 19, 2012

Fyrir þau ykkar sem þekkið þetta ekki þá var þetta 10 vikna verkefni þar sem 10 viðskiptahópar unnu að því að þróa áfram hugmyndir sínar. Arion banki setti 2 milljónir króna í hvert verkefni gegn 6% hlut, Klak og Innovit sáu um að halda utan um verkefnið og tugi mentora úr íslensku, og erlendu, atvinnulífi mætti á staðinn til að leiðbeina og aðstoða liðin.

Ég var þeim heiðri aðnjótandi að geta fengið að fylgjast með verkefninu frá upphafi og ég gat ekki betur séð en að afskaplega vel væri staðið að öllum þáttum verkefnisins. Hóparnir 10 voru valdir úr 180 umsóknum og aðhaldið allan tímann var mjög gott.

Á síðasta degi verkefnisins kynntu allir viðskiptahóparnir viðskiptahugmyndir sínar fyrir sal fullan af fjárfestum. Framfarirnar á þessum 10 vikum voru ótvíræðar, kynningarnar sem ég sé í upphafi verkefnisins og svo þær sem ég sá í lokin voru gjörólíkar. Allir hóparnir komu fram af mjög mikilli fagmennsku, kynntu hugmyndir sínar, lýstu áætlunum sínum og útskýrðu hvað þeir væri að leita að frá fjárfestum.

Ég hef sagt það áður og mun gera það eina ferðina aftur hér að þetta verkefni mun líklega gjörbreyta frumkvöðlaumhverfinu hér á landi. En verkefnið hvílir nú á herðum fjárfestanna, það er spurning hvort þeir standi sig og taki þátt í þessu nýja og spennandi frumkvöðlaumhverfi eða hvort þeir séu of hræddir og íhaldsamir fyrir slíkum nýjungum.

Close

50% Complete

Two Step

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit, sed do eiusmod tempor incididunt ut labore et dolore magna aliqua.