Maraþon Frumkvöðulsins

almennt Apr 06, 2014

Allir þeir sem hafa rekið eigið fyrirtækið vita að það gerist allt hægt og með mikilli vinnu. Það er því frekar auðvelt að líkja stofnun fyrirtækis við maraþon, maður byrjar rólega með endamarkmiðið í huga og reynir hægt og rólega að byggja upp stöðugan hraða. Til að byrja með er þetta nokkuð ljúft og skemmtilegt en þegar það fer að líða á hlaupið fer spennan að breytast í þreytu. Hugurinn fer að færast frá því að hafa gaman og yfir það eitt að halda áfram. Þegar hlaupið er rúmlega hálfnað sér maður rétt fyrir framan sig og hugsanlega mannin við hliðin á sér en draumkennda sýnin af endamarkinu er nokkuð fjarri huga manns.

Alltaf heldur maður þó áfram að hlaupa og reynir að gleyma sársaukanum í kálfunum og hugsar bara um að ná næstu nokkru metrunum. Undir lokin er öll orkan farin úr manni og maður efast um að maður eigi nokkurntímann eftir að ná í markið, hausinn er algjörlega tómur og maður getur ekki hugsað skýrt. Þetta er tímabilið þar sem maður verður að vera sterkastur og halda áfram án þess að vita hvað næstu metrarnir eigi eftir að koma manni á óvart með. Ef maður gefst hérna upp þegar maður er hvað þreyttastur þá hefur allt verið til einskis, maður verður að halda áfram. Þegar markið verður sjáanlegt þá fyllist hugur manns af stolti og orku þótt svo að líkaminn sé ekki endilega alveg á sömu bylgjulengd þá harkar maður það. Þegar stigið er yfir endamarkið þá fyllist maður unaðstilfinningu sem er engu lík, maður gat þetta. Maður gat þetta þótt svo að margir höfðu haldið annað. Á þessu tímabili er maður kóngur í eigin heimi.

Það er því nauðsynlegt þegar verið er að vinna að viðskiptahugmynd að halda alltaf áfram að hlaupa og gefast aldrei upp sama hversu þreyttur maður er andlega eða líkamlega.

Close

50% Complete

Two Step

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit, sed do eiusmod tempor incididunt ut labore et dolore magna aliqua.