Mikilvægi markmiða fyrir fyrirtæki

markmið Sep 06, 2021

Fyrirtækjaeigendur vanmeta oft hversu mikilvæg vinna það er að móta og skrá niður markmið fyrir fyrirtækið.

Vanalega þegar ég spyr frumkvöðla hvort þeir séu með markmið fyrir fyrirtæki sín þá svara þeir að svo sé en þegar ég bið þá svo um að sýna mér markmið sín þá er fátt um svör. Flestir frumkvöðlar halda að þeir séu með markmið en ef þau eru ekki vel skilgreind og niðurskrifuð þá eru þetta ekki markmið. Þá eru þetta bara einhverjir draumórar.

Þannig nú vil ég skora á þig að svara þessari spurningu:

Ert þú með markmið í fyrirtækinu þínu?

Það er tímafrekt að fara í markmiðasetningu og sumir frumkvöðlar vilja frekar strita í daglegum rekstri en að móta skýra framtíðarsýn fyrir reksturinn. En ef þið vitið ekki hvert þið stefnið, hvernig getið þið þá vitað hvort þið séuð á réttri leið?

Algeng mistök í markmiðasetningu er að herma bara eftir því sem maður heldur að séu markmið annara fyrirtækja t.d. "velta 500 milljónum", "ráða 50 starfsmenn", "fá 100 milljóna fjármögnun frá fjárfestum" eða "selja fyrirtækið á billjón trilljónir". En það er mikilvægt að kafa mjög djúpt ofan í raunverulegu ástæðurnar fyrir því að þú stofnaðir fyrirtæki og móta markmiðin út frá þeim ástæðum svo að ef markmiðin nást verð líf þitt betra.

Síðan þegar ástæðurnar fyrir stofnun fyrirtækisins eru skýrar byrjar maður að móta sér framtíðarsýn sem veitir manni raunverulegan innblástur og fær mann til að halda áfram þegar móti blæs. Út frá framtíðarsýninni mótar maður stóra framtíðar markmiðið og svo bútar maður það markmið niður í minni skref og býr til 1-2 ára markmið, 100 daga markmið og svo notar maður allar þessar upplýsingar til að skipuleggja hverja viku og hvern dag fyrirfram þannig að maður sé sífellt að vinna sig nær framtíðarsýninni.

P.S. Ef þú vilt aðstoð við að móta skýr og öflug markmið fyrir þitt fyrirtæki þá mælu við með Vinnustofu fyrir fyrirtækjaeigendur sem fer fram núna 17.-19.sept. Frekari upplýsingar hér -> https://www.frumkvodlar.is/rekstur

Close

50% Complete

Two Step

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit, sed do eiusmod tempor incididunt ut labore et dolore magna aliqua.